Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 14
446 LESBÓK MOROUNBLAÐSINS hafði mist framan af stórutá á vinstra fæti þegar hann var dreng- ur.Sporið fjell sanian við il hans Martröðin, sem hann hafði haft um nætur, hafði í þetta sinn orðið að veruleika. Hann var þegar tekinn fastur og dreginn fyrir lög og dóm. Verj- andi hans sannaði með áreiðauleg- um vottorðum, að Le Dru væri að- eins hættulegur á nóttunni, er hann komst í hið sjúklega hugarástand. Á daginn var hann alheill sem hver annar. Verjandinn sagði: í'r því Le Dru er aðeins hættulegur þegar hann sefur, því í ósköpunum ætti þá að dæma hinn vakandi mann tit dauða. Þessi málsvörn varð fræg. Le Dru var dæmdur í æflangt fangelsi. En á hverjum degi var hann náðaður. Frá sólarupprás til sólarlags var hann frjáls maður og mátti fara hvert sem hann vildi. En varð að koma í fangelsið er kvölda tók og vera þar til morg- uns. í 51 ár liíði Le Dru í slíkri fanga vist uns hann fjekk lausn að nóttu til árið 1939, er hann andaðist í uæturfangaklefa sínum. (Lausl. þýtt.) Smælki Nokkrir menn voru eitt sinn að ræða um stjórnmálamanninn Steph- en Douglas (1813—1861), líkams- vöxt hans. Þá vildi svo til að Abra- ham Lincoln kom þar að og spurði þá einn rir hópnum forsetann, hvað hann áliti að fætur manns ættu að vera langir. ,,.Ta“, sagði forsetinn, „fætur mannsins eiga að mínu áliti að vera nógu langar til þess að ná frá líkamauum niður á jörðina“. - TITANIC Framhald af bls. 440. við dauðann. Sumlr farþegarnir vildu ekki liðsinna þeim, sem voru að krókna úr kulda í sjónum. Karl- ar og konur, örvita af skelfingu, lömdu árum í höfuðin á þeim, sem svntu í áttina að bátunum. Kona ein sló krepptum hnefa í andlitið á dauðþreyttum manni, sem var að reyna að klöngrast inn fyrir borð- stokkinn. Tvær konur aðrar hjálp- uðu honum um borð og stöðvuðu blóðrásina úr sárinu, sem hann hafði fengið við hnefahöggið. Klukkan 2,40, þegar skipshöfnin á Carpathia kom fyrst auga á ljós- ið frá björgunarbát nr. 2. Klukkan var 4,10, þegar áhöfnin af fyrsta björgunarbátnum komst um borð í Carpathia og skipsmenn þar fengu þær frjettir, að Titanic væri sokk- ið. Þá voru síðustu hrópin og köll- in hijóðnuð. Skömmu síðar, þegar loftskeytamaðurinn á Carpathia tók til starfa, 'fjekk Californian, skipið sem liafði verið innan sjón- arvíddar við Titanic, þegar það sökk, vitneskju um slysið. Og það var ekki fyrr en þá, að þeir, sem af komust, sáu borgarísjakann í allri sinni tign, þar sem hann glitr- aði í sólarupprásinni á bláu, kyrru hafinu. Næsta fimtudag, þegar Californi- an kom í höfn í New York, voru um 30 þúsund manns saman komin á hafnarbakkanum og á götunum, sem að honum lágu. Þar voru til taks sjúkrabílar og sjúkrabörur. Á hafnarbakkanum biðu vandamenn þeirra 711 manna, sem af komust, og hinna, sem saknað var, en nöfn þeirra höfðu verið birt. Vanda- menn þeirra, sem taldir voru af, reyndu samt að lifa í voninni. Sjórjettarrannsóknin leiddi ým- islegt óhugnanlegt í ljós. Titanic hafði haft björgunarbáta fyrir 1178 menn, aðeins þriðjung þeirra, sem það gat rúmað. Aðeins 711 menn björguðust í bátunum, 16 talsins, og á fjórurn björgunarflelurm. 400 mannslífum í viðbót hei'ði verið hægt að bjarga. Californian hlaut harðorða gagnrýni. Þaðan höfðu sjest neyðarflrrgeldarnir, sem skot- ið hafði verið frá Titanic, en CQD- köllin höfðu ekki borist þangað, af því að loftskeytamaðurinn var farinn að hátta. „Þegar Califonriair sá fyrsta flrrg eldinn“, segir í skýrslunni um sjó- rjettarhöldin, „hefði skipið án veru- legrar áhættu getað brotist gegn- um rekrsinn og kornið Titanic til hjálpar. ITefði það svo farið að, lrefði verið lrægt að bjarga flest- unr, ef ekki öllrrm, senr lorust“. (Þýtt úr Fram) Taft forseti Bandaríkjanna var rrokkuð feitur og með ístru. ITann sagði oft skopsögur á sinn kostnað. Eitt sinn sagði hatrn frá því, að Ktill drengrrr, sonttr kunningja síns, hefði haft þann vana að rraga ncgl- ur sínar. Fóstra harrs sagði honrtnr, að cf hann hjeldi áfratn að naga á sjer neglurnar myndi hann bólgna upp. Dreng*itrinn vildi alls ekki verða fyrir slíku og ljet af þessum vana. Nokkrum döguni seinna buðrr foreldrar drengsins Taft í miðdag. Um leið og drengurinn konr auga á lrann, þaut hann til hans og sagði: „Þú nagar á þjer neglurnar“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.