Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 12
444 LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS oma: FRANS FRÆNDI OG EINN góðan veðurdag l'jekk raamma brjef frá Frans frænda. Ilann var gamall major, sem liíði nú á eftirlaunum sínum. Ilún sagð- ist vera svo glöð, því að frændi hefði skrifað, að hann ætlaði nú að gera mig að manni og það myndi kosta átta mörk á mánuði. Svo fór jeg til borgarinnar, þar sem frændi átti heima. Þar var leiðinlegt að vera. Ilann bjó uppi á fjórðu hæð og allt í kring voru himinhá hús, en engir garðar. Jeg fjekk aldrei að leika mjei’. Frans frændi og Anna frænka gættu mín allan daginn, eins og tveir fangaverðir. Og fi’ændi var voða strangur og sagði í hvert sinn, sem hann sá nxig: „Bíddu bara, einhverntíma skal jeg standa þig að Verki“. Það var hægt að spýta út um gluggann, niður á götuna, og heyrð ist mikið skvamp, þegar jeg missti marks. En þegar jeg hitti ætlaði fólkið hreint vitlaust að verða. Og þá hló jeg, en annars var fátt þarna sem hægt var að hlægja að. Nýja skólastjóranum geðjaðist víst ekki að mjer. Hann sagði, að jcg hefði komið með mjög slæman* vitnisburð með mjer. En það var ekki satt, því að það eina, sem hann, gat hengt hatt sinn á, var, að jeg hafði sett púður í náttpott skóla- stjórafrúarinnar. En það var fyrir löngu síðan, og því ljótt af honum að vcra að halda því á lofti. Frans frændi og nýi skólastjórinn voru góðir vinir, og frændi fór oft í heimsókn til hans. Og þá lögðu þeir höfuð sín í bleyti til þess að finna einhver ráð, til þess að koma mjer íyrir kattarnef. Þegar er jeg kom heim úr skól- anum varð jeg að setjast niður og lesa lexíurnar mínar. Frændi góndi stöðugt á mig og sagði: ,,Þfi ert auðvitað að svíkj- ast um. eins og fyrri daginn! En bíddu bai'a við, þorparinn þinn..“ Einu sinni átti jeg að reikna dænxi heima. Gekk mjer ekki senx best við það, og fór því til frænda, og bað hann að hjálpa mjer, því að hann hafði sagt mömmu, að hann skyldi segja mjer til. Og frænka mín hafði einnig sagt. að, Frans frændi væri svo gáfaður, að jeg gæti áreiðanlega lært mikið af honxmi. Þess vegna bað jcg hann aðl hjálpa mjér. Ilann leit á dæniið, og sagði: „Geturðu ekki einu sinni , reiknað þetta, ónytjungurinn þinn? Þetta á>tti hver meðnlskussi að geta reiknað á áugabragði“. Ilann settist niður og tók að glíma við dæmið. En það gekk nú ekki í hvellinum. Hann sat við það allan síðari hluta dagsins, og þegar jeg spurði hann, hvort hann væri ekki búinn, varð hann ofsa- reiður, og skipaði mjer að snauta út. Það var liðið að kvöldverði* þegai' hann loks kom með dæmið og sagði: „Nú geturðu skrifað þetta upp. Þetta var enga stund reiknað — • jeg þurfti bara að gera dálítið annað“.. Jcg breinskrifaði dæmið og fjekk skólastjóranum daginn eftir. Við áttum að fá dæmin á þriðjvidaginn, og jcg var viss um, að nú hefði jeg einu sinni alt rjett, En viti menn. Blaðið mitt var allt þakið rauðum klessum — eins og venjulega, og skólastjórinn sagði: „Það hefði nú engum öðrum en hreinum og klár- um asna dottið í hug að reikna dæmið svona“. ,,Það var frændi minn sem reikn- aði það“, ansaði jeg. „Jeg gerði ekki annað, en skrifa það upp eftir honum“. Krakkarnir í bekknum fóru öll að skellihlægja en skólastjórinn. varð eldrauður í framan. „Þxi ert ekki annað en svívirði- legur lygari, og lendir áreiðanlega í fangelsi, áður en langt um líður“, hrópaði hann. Hann ljet mig sitja eítir í 'tvær stundir. Frændi minn beið eftir mjer, því að hann var alltaf vanur að hýða mig, þegar jeg var látinn sitja eftir. En jeg hrópaði þegar út til hans, að þetta væri honunx að kenna, því að hann hefði reikn- að dæmið skakkt, og skólastjórinn hefði sagt, að enginn annar en asni, hefði getað reiknað svona vitlaust. Hann kom inn og flengdi mig fastar og lengur en nokkru sinni áður og fór síðan xxt. Hinrik Grjetar, vinur minn, sá hann ganga eftir götunni með skóla stjóranum, og við og við námu þeir staðar og frændi minn pataði með höndunum og hrópaði hástöfum. Daginn eftir kallaði skólastjór- inn nxig upp að kennarapúltinu og sagði: „Jeg hefi athugað dæmið þitt bctur. Það er alveg rjett reikn- að, en það er reiknað með gamalli Framhald á bls. 448

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.