Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 7
LESBÓK MOROTJNBLAÐSINS 4no í loftskeytaklefanum haí'ði fyisti Joftskcytamaður Phillips tekið við af' Pridc. Philli])s og Joftskeytamað- urinn á Californian skiptust á eft- irfarandi skeytum: ('alifornian: „Hallo, Titanic! Við komumst ekki áfram fyrir rekís". Titanic: „Ilættið að senda, hælt- ið að senda. Jeg hef samhand við ('ap Race, Þið truflið sambandið". A'okkrum mínútiim síðar. khikk- an 2:5.40. 11 vítu f'erlíki skýtur upp fyrir i'raman stefnið á Titanic. Xokkur augnablik ætluðu menninii!' á verð- pallinum varla að trúa sínum eigin augum. En það er ekki uni að vill- ast. Svo ]>reif annar vörðurinn síma tólið og sendi þessi boð til st.jórn- pallsins: „Porgarís.jaki. Peint framundan!'' Yjelsíminn sendi hoð frá stjórn- pallinum niðru í vjelanunið. Ví.s- irinn henti fyrst á ..Stans!" Og síðan á „Full ferð aftur á bak!" Það fór dálítill titringur um í'isa vaxinn skipsskrokkinn. og svo hall- aðjst Titanic hægt yfir á hakborða. Isklum])um rignd) yfir ])ilfarið. Jlið stóra ski|> stöðvaðist. Stnith skipstjóri kom ])jótandi út úr klef'a sínuni. — Ilvað höfum við reldst á? Murdoeh svaraði: — Borgarís, herra. Jeg hef gefið fyrirski])anir uin að loka vatnsþjettu dyi'unum milli hólfanna. A nokkrum stöðum á fyrsta og öðru t'arrými var kveikt l.jós. Syfj- aðir farþegar gægðust út um loft- ræstingaropin og spurðu: — Jlvers vegna er stansað? — Við vitum það ekki, en það e ráreiðalega ekkert alvarlegt. 1 reyksalnum sátu nokkrir far- þegftr og voru að spila poker. Þeir höfðu fundið titringinn, sem varð við áreksturinn og komið auga á 25 mctra háan borgarísinn, en Tit- anic gat ekki sokkið. Þeir nenntu ckki einu sinni að far út á þilfar. En undir þiljum, í klefunum frammí og í ketilrúminu voru menn, sem gátu sjeð, að úti var unr Titanic. Sex hólfin í kilijiiun höfðu rifnað, og sjórinn fossaði inn. Á tíu sekundum hafði jakinn flett sundur kilinum á 100 metra löngu svæði. Á þilfari, göngum og í reyksöl- um fóru menn nú að safnast saman. ICarlar, konur og hörn vöknuðu og tóku að spyrja, hvað um væri að vera. Oefin var skipun um að h,iöigunarl)átainir skyldu hafðir tilhúnir. Vatnið fór að hækka í kyndararúminu. Sótsvartir hálf- naktir kyndarar komu upp á þil- far. En farþegarnir flestir höfðu ekki hugmynd um, að Titanic væri að sökkva. Áreksturinn hafði verið svo vægur, að fæstir höi'ðu vakn- að við hann. Titanic gat ekki sokk- ið. Og veðrið var svo gott, heið- skírt og lygnt, að þaö var blatj áfram ómögulegt, að gera s.jer í hugarlund, qð hætta væri á ferðum. 1 hd'tskeytaherberginu sendi Joft- skeytamaðurinn út hjálparbeiðni: „CQD __ CQD — CQD". Sjórinn fossaði inn í kjalarhólfin. Klukkan 0,20 sjirakk veggurinn að vistarverum skipverja. Dælurnar gengu eins hratt og auðið var. ]5aráttan var vonlaus. Vatnið hækk aði sí og æ. líjörgunarbátunum var rennt niður, — en það gekk hægt og bítandi, því hver skipsmanna hafði ekki sinn ákveðna stað. Þeir höfðu aldrei verið látnir æfa sig í með- ferð björgunarbáta. Og margir vissu ekki ejnu sinni, hvaða björgunar- bátur tilheyrði þeim. Klukkan 0,30. Skipun gefin: „Ivonur og börn á þilfar!" Þjónarnir eru að veltja þá, sem enn sofa. Menn fara að spenna á sig björgunarbelti. Sumir brosa að þessum varúðarráðstöfunum. „Tit- anic getur ekki sokkið". Skipið Mount Temple hefir breytt stefnu sinni til þess að koma Tit- anie til hjálpar. Skipið Carpathia sendi skeyti: ..Konium á fulli'i ferð". CQD-merkin ollu því, að mörg skip breyttu um stcfnu, en ekki ])ó það, sem statt var næst Titanic. Loftskeytamaðurinn á Californian var nýbúinn að taka af s.jer hcyrn- artólin og farinn að sofa. Klukkan 0,45: Murdoeh. fyrsti stýrimaður, er rólegur og stilltur, en í augum hans lýsir sjer örvænt- ing. Hann gefur ski]iun um, að björgunarbát nr. 7 skuli rennt i'it. Konurnar hika við að fara fit í bátinn. Þeim finnst ekki skemmti- legt að fara iit í litla kænu um miðja nótt, og ísinn á alla vegu. Titanic getur ekki sokkið. Karlmenn irnir tala um fyrir þeim. og segja, að ])ær verði að taka þessu mcð ró, því að þetta s.je aðeins varÖO&r- ráðstöfun. „Við hittumst aftur við morgunverðarborðið". P.lki. er yfirleitt rólegt. Farþegarnir tínast hægt og bítandi upp á bátaþilfarið. Utfljdjendurnir á þriðja farrymi láta dæluna ganga. Allt í einu heyrist þytur. L.jós- rák ber við himin. „Ouð almátt- ugur. Neyðarrakettur!" Illjómsveitin leikur danslög. — P.jörgunarbát nr. 6 er rennt niður. Aðeins 28 menn fara í hann, en rúm er fyrir 65. Klukkan 1. Skipið sekkur hægt, en jafnt og þjett. Það ískrar í köðlum. Danslögin, sem hljómsveit- in leikur, yfirgnæfir við og við hróp og köll farþeganna. „Miljónamæringabáturinn'' legg- ur frá skipinu. Það er bátur nr. 1. Ilann tekur 40 farþega, en aðeins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.