Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 13
IÆSP.ÓK MORG'UNBLADSINS 445 - NÆTURFANGINN - Eftir John Nesbitt t>AÐ BAIt TIL að morgni dags eitt sinn á árinn 1888 að íbúar strandþorpsins St. Adresse á norð- urströnd Frakklands urðu lostnir skelfingu útaf þvi, að dularfult morð hafi verið farmið þar um nóttina. Sá hjet André Montel, sem myrt- ru’ var. Ilann hafði komið þarna fyrir nokkrum dögum. með konu sinni til þess að leita sjer hvíldar og hressingar. Ilann hafði farið niður til strandarinnar til að fá sjer sjó- bað um kvöldið, áður en hann gengi til náða. Bakaarasendill fann lík hans í fjörunni rjett ofan við flæð- armál snemma um morguninn. ITafði hann fengið kúlu gegnum höfuðið. Föt hans voru kvrfilega saman- brotin þar rjett hjá. Strax var gert aðvart til höfuð- stöðva örvggislögreglunnar í París. Þaðan var síðan símað til nafn- togaðasta manns lögreglunnar Ro- berts Le Dru. Ilann var í Le ITavre, aðeins tvær mílur frá St. Adrene. ITann var ájrúnaðargoð allra röskra drengja í Frakklandi um þessar mundir. Að vísu var Le Dru yngsti mað- urinn í hinni vösku lögreglusveit. En hann hafði fengið mesta frægð fyrir unnin afrek. Sagt var að hann gæti gefið lýsingu á manni ef hann sæi sporin ein. Og af tóbakslyktí inni gæti hann fundið hvaða tóí bakstegund hefði verið revkt. En Le Dru vissi líka, að hann átti. ekki alt það lof skilið, sem honum fjell í skaut. Ilann vann ekki verk sín með þeim flughraða sem fólk hjelt. í raun rjettri var hann svifaseinn. En nákvæmur og þolinmóður. Þegar hann kom á einhvern þann stað, þar sem glæp- ur hafði verið framinn, þá rann- sakaði hann hvern blett á öllum gólfum hússins, týndi upp hvern smáhlut sem hann fann. Ilann Ijet einskis ófreistað. Ilann hliðraði sjer aldrei hjá neinni fyrirhöfn. Hann eyddi löngum tíma í að finna eiganda að hverjum hnapp, sem hann fann í nánd við staðinn. Þessi þolinmæði hans og nákvæmni leiddi til þess að hann gerði þær bestu uppljóstranir glæpamála, sem þekst höfðu. En hann vissi, að ef yfirmenn hans kæmust að því, hve fyrirhöfn hans væri mikil, þá myndi talsv. af frægð hans gufa upp. Og því gaf hann skýrslur, sem sýndu hann í alt öðru ljósi, og báru vott um yfirnáttúrlega skarpskygni. I stað þess' t. d. að hann gat rakið slóð manns á 5 klukkustund- um, ljet hann svo um mælt, að honum hefði strax hugkvæmst hvert maðurinn hefði farið. Þetta leit út sem æfintýri á pappírnum. Og til þess að halda frægð sinni, vann vesling Le Dru að heita mátti all- an sólarhringinn. Nótt eftir nótt hvíldist hann ekki nema 2—3 tíma. Sagt var að hann í heila viku hefði eitt sinn ekki sofið nema sex tíma. Þetta varð til þess að hann varð sjúkur af ofþreytu. Nótt eftir nótt vaknaði hann upp með andfælum, við að honum fanst eins og hann hefði drýgt morð. En hann'ljet það ekki eftir sjer, þrátt fvrir þessa vísbendingu, að taka sjer starfið ljettara. T þetta skifti varð honum ráða- fátt í upphafi. Peningaveski hins myrta var í fötum hans. T því voru nokkur hundruð frankar. Það kom í Ijós, að hann átti engan óvin. Ilann átti engan erfingja nema konuna. Hún hafði beðið í af- greiðslusal gistihússins til kl. 2 y± um nóttina eftir manni sínum. Við líkskoðunina kom í ljós, að morðið hefði verið'framið kl. 2. Svo hún var saklaus fundin. Nú tók Le Dru upp sína fyrri aðferð með nákvæmnina. Ilann Ijet afgriða svæðiðj umhverfis staðinn þarsem líkið fannst. Síðan fór hann að leita í sandinum eftir einhverju því, sem gæti leitt hann til þess að ráða þessa gátu. Ilann leitaði til kvölds. Er dimma tók hafði hann Ijósker til að lýsa sjer í sandinum. Alt í einu fann hann greinilegt spor. Hann horfði sem þrumu lost- inn á sporið. Síðan gekk hann um götur St. Adrene þá nótt, og um morguninn lagði hann leið sína inn á lögreglu- stöðina. Ilerrar mínir, sagði hann, daufum rómi er þangað kom. Jeg hef leyst morðgátuna. Iljer er afsteypa af spori, sem var í sandinum, eftir morðingjann, er hann læddist aft- anað manninum sem myrtur var. Ilann hefir gengið á sokkaleistun- um svo síður heyrðist til hans. Þetta er eins og þið sjáið vinstri fótar spor. Takið eftir sjerkenni á því. Maðurinn hefir mist framanaf stórntánni á vinstra fæti. Enginn efi er á, að þetta er spor eftir morðingjann. Síðan beygði Le Dru sig niður og klæddi sig úr vinstrifótar skó og sokk og rjetti fram fótinn. „Sjáið þið herrar mínir/' sagði hann. „Jeg er morðinginn". Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.