Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 1
béh 36. tölublað. Sunnudagur 11. nóvember 1944 XIX. árg-angiir. IifcfoldftrprMitaiml*)* kA /jóhavrn Ljim,nar \Jlap af-óóon: SIGURDUR BREIDFJÖRD FORMÁLSORÐ. JÓN BORGFIRÐINGUR skrif- aði eins og kunnugt er mjög grein- argóða og nákvæma ævisögu Sig- urðar Rreiðfjörðs. Viðaði hann efni víða að. Enda þótt þar sje margt tínt til, hef jeg við athugun á frum gögnum varðandi æviferil Sigurð- ar, rekist á ýmislegt, bæði til leið- rjettingar á ævisögu hans og til viðauka við það, sem áður hefir verið um hann skrifað. Gögn þau, sem jeg fer aðallega eftir eru brjefa bækur bæjarfógetans í Reykjavík, skjol mála þeirra, sem höfðuð voru gegn Sigurði, brjef til og frá stift- amtmanni varðandi Sigurð, brjefa- söfn bæjarfógetans í Reykjavík og brjefabók landlæknis, sem jeg at- hugaði eftir ábendingvv Vilnmndar Jónssonar landlæknis. Jeg mun hjer á ol'tir rekja hið helsta af þvi, sem jeg hef fundið, og er margt smásmugulegt og ef til vill ekki til þess að auka hróður Sigurðar sem manns, en alt um það til fylli'i kynningar á honum og hinni raunalegu ævi hans. Sigurður var sjálfur ærið reik- skáld í Reykjavík Sigurður Breiðfjörð ull í frásögn vvm æviatriði sín, og verður því á stundum að gæta var- ygðar við því, sem hann segir í því efni. Árni Þorsteinsson sýslu- maður í Snæfellsnessýslu kemst þannig að orði í vottorði dags. 3. maí 1843, sem hann gaf um Sigurð: ,,í Snæfellsnessýslu embættisskjöl- um og prótókollum er ekki að finna að beykir Sigurður Breiðfjörð hafi nokkurn tíma, fyrri eða síðar, á- kærður eða dæmdur verið um nokk- urt sem helst lagabrot utan ein- asta tvígifting. ..., og um lífshlaup sitt hefir hann undir frumprófi nefndrar sakar fyrir rjetti þann 32. október 1837 svoleiðis borið: að hann sje fæddur á Skógarströnd og uppalinn þar og í Ilelgafells- sveit til síns 14da aldurs árs, þá, hann siglt hafi til Kaupmannahafn- ar og þar verið í þrjú ár að læra beykishandverk. Svo hafi hann kom ið til ísafjarðarkaupstaðar 1818 og þar dvalið í 5 ár við höndlunar- pjenuatu. Þaðan farið til Stykkis- hólms og dvalið þar 3 ár, stund- um við höndlunarþjenustu í kaup- staðnvim, og flust þaðan til Reykja- víkur og verið þar 4 ár og svo far- ið til Vestmannaey.ja, og dvalið þar, að sig minni, þrjú og hálft ár, þaðan til Flateyjar á Breiða- firði og verið þar 2 ár, síðan 1 vetvir í Kaupmannahöfn, og þar næst 4 ár í Grænlandi og síðan hjer um bíl 2 ár í Snæfollsnes- svslu".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.