Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGOJNBLAÐSINS 44.1 er orðið landvættir samheiti á öll- um hollvættum landsins. Allt þetta fólk hefir svo orðið að huldufólki í þjóðtrú síðari alda. Landvætta er síðast getið í prje- dikun einni í riti frá 14. öld. Þar segir svo: „Sumar konur eru svo vitlausar og blindar um þurft sína, að þær taka mat sinn og færa á! hreysar út og undir hella og signa landvættum og eta síðan, til þess að landvættirnar skuli þeim hollar vera, og til þess að þær skuli eiga betra bú en áður“. Skyldleikinn, leynir s.jer ekki við sumar huldu- fólkssögurnar, þar sem sagt er frá konum, sem færðn álfuni mat. En þótt huldufólk nútímans sverji sig mjög í ætt við landvættirnar fornu, er eitt ólíkt með þeim. Landvætt- irnar voru hollvættir, sem menn, sýndu trúarlega lotningu og nutu verndar hjá í staðinn. En í þjóð- sögum frá seinni öldum umgangast mqnnirnir huldufólkið eins og jafn- ingjzf sína. Að öðru leyti hefir vættatrúin lireyst furðulítið síðan í fornöld. Til dæmis gæti sagarn um hergltúann, sem vitraðist Haf- ur-Birni, vel verið ung þjóðsaga. Flestar hinna fornu vætta virðast hafa verið í mannsmynd. Þær voru aðeins misjafnar að stærð, þar sem sumar bjuggu í fjöllum, en aðrar, í hólum og steinum. Lýsing Snorra Sturlusonar á landvættunum sting- ur því allmjög í stúf við flestar aðrar sagnir. Snorri hef-ir ef til vill verið með fylgjur eða verndar- vættir einstakra manna í liugan- um, þar sem hann nefnir hina helstu höfðingja í hverjum landsfjórðungi. En hann talar líka um fjöll og, hóla fulla af landvættum, og mynd- in af þeim er þess eðlis, að þær eiga auðsjáanlega fremur rót sina að rekja til landsins en þjóðar- innar. Þessi mynd hlýtur alltaf að vera hin eina táknmynd, sem hægt er að fá af landvættunum. Það, þýddi lítið að rista myndir af land- vættum eins og Bárði Snæfellsás og Ármanni í Ármannsfelli á skjald, a'rmerki íslands. Þær væru óþekkj- anlegar frá öðrum mannamyndum, nema bústaðir þeirra væru sýndir í baksýn. En það voru ekki neinar sjer- stakar landvættir, sem ætluðu að verja landið, ef á það yrði ráðist. Þær risu allar upp sem einn maður. Sú mynd, sem Snorri hregður upp af þeim, er ímynd hinnar íslensku náttúru, sem lengst af hefir verið, iiesti vörðurinn um frelsi landsins. Smælki Napoleon var eitt sinn að leita að bók í bókasafni sínu og komst að því, að hún var í efstu hillu í stórum skáp. Hann náði ekki í bókina, hvernig sem hann teygði sig. Moncey marskálkur, einhver allra ■stærsti maðurin í hernum, gekk þá til hans og sagði: „Leyfið mjer, herra — jeg er hærri en yðar hátign“. „Þú ert lengri, marskálkur", sagði einvaldinn og hleypti brfin- um. ★ Alexander H. Stevens, senator frá Georgia, síðar varaforseti Banda ríkjanna. var mjög lítill vexti og vóg rjett rúm 70 pund. Stór og mikill þingmaður, sem lenti eitt sinn í harða rimmu við senator- inn, sagði eitthvað á þá leið, að hann gæti gleypt hann án þess þó að verða var við að hann hefði borðað nokkurn skapaðan hlut. „Já, ef svo er“, svaraði Stevens, „þá hefurðu kjarnmeiri maga en heila“. Önnur lítil athuga- semd við „Holgers- strandih." ÞAÐ FER nú að verða langt á að minnast, því það var í Lesb. Mbl. fiíðu 431 þ. á., sem hr. Arngr. Fr. Bjarnason sendir mjer tóninn um Holgers-strandið, en það vár skömmu áður en prentara verkfallið skall á, svo að mjer hefir ekki gef- ist tækifæri til að svara kveðjtt hans fyr en nú, enda mætti henni vera með öllu ósvarað, því hún af- sannar ekkert, sem í grein minni stendur. Jeg hefi aldrei borið brigð á, að skipbrotsmenn á „Holger“ hafi bjargast í land á mastrinu, hinu mótmælti jeg, sem ósönnuðu og ó- sönnu, að þeir hafi látið sjer sæma, að segja frá því, að þeir hafi hyllst til að ýta mastrinu frá skipshlið- inni, meðan skipstjóri skrapp niður í skipið, að sækja drenginn og hann svo ausið hölbænum yfir fje- laga sína, þegar hann sá, að ]>eir hirtu ekki um að gera tilraun til að bjarga þeim, enda er ekkert að því vikið í frjettagrein Þjóðvil.jans. Læt jeg svo úttalið um þetta mál, og má hver og einn fyrir mjer, trúa því, sem honum þykir trúleg- ast í frásögniun okkar hr. Arngr. Fr. Bjarnasonar um Holgers-strand- ið. 8. nóvember 1944 Theodora Thoroddsen, — Viljið þjer athuga, hvað er að þessu úri. Óhreint getur ]>að ekki verið, því að jeg er búinn að þvo það úr þremur sápuvötnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.