Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J 153 Edv. Munch: Frá Ásgarðsströnd.. Munch var oft óánægður með myndir sínar, er ]iæi' vorp fullunn- ar. Það kom líka fyrir að „skissur“ hans voru meiri listaverk en full- gerðu myndirnar. Óánægja hans með fullgerðu myndirnar var vafa- laust oi’sök þess, hve oft hann mál- aði sama efni. Eitt sinn bauð jeg honum 2000 krónur fyrir skínandi „skissu“ sem hann hat'ði hjá sjer úti í Eikaskjóli. — Þetta er gott verð fyrir fáein strik, sagði hann. En jeg get ekki selt hana. Jeg þarf' að halda áfram með myndina. Maður getur ekki 'hætt í miðju kafi þó byrjunin sje góð. Nokkrum klukkustundum seinna, hringdi hann til mín og sagði: Nú getið þjer fengið þessa skissu fyrir 1000 krónur. Þjer munið að þjer buðtið 2000 fyrir liana. Jeg hef haldið áí'ram með hana. Nú skul- uð þjer koma og s.já hana. ★ MUNCH bygði upp myndir sínar með öryggi svefngöngumanns. —. Þyngdarhlutföll myndanna vegast á. Fólkið í myndum hans stendur þar föstum fótum, rje't ems og það hafi skotið rótum í jörðu niður. Munch málaði myndir eins og sýnirnar festust í minni hans. ^ Hann lýsir ekki því, sení fyrir augun ber, með því að renna augunum til eftir sjónfletinum. —• Þessvegna er alt skýrasta í miðju myndanna. En eftir því sem nær dregur útjöðrununr verður alt ó- Munch var hinn óþreytandi til- raunamaður. Hann var altaf að reyna fyrir sjer. Væri hann óánægð- ur með einhverja nrynd, þá ljet hann hana óhreyfða vikum saman. Þá ljet hann myndirnar stundum út í sól og.regn. Það kallaði hann „hrossalækningu“. Á þann hátt breyttist oft litaráferðin, og þessar ósjálfráðu breytingar urðu til þess að hann hjelt áfrarn nreð myndina. Mjer finst myndir nrínar þurfr einhvern elliblæ, sagði hann. Sól og regn samræmir oí't litina. Meðan myndirnar eru nýjar. er eiilhver harka yfir þeim, sem þarf að hverfa. ★ MUNCII hefir nrálað landslags- nryndir bæði frá Þýskalandi og Frakklandi, en þrátt fyrir það var hann óvertju staðbundinn listamaðí ur. Megnið af land^lagsmyndum hans er frá Osló-íisðinum og ná- grenni hans. Einkurn \'ar horrunr lagið að mála landslagsmyndir frá ströndunum, í vetrarham, skóga og sljettur. Auk þess hefir hann málað sæg af andlitsmyndum. greinilegra. 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.