Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Page 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 156 - A MILLI RIFS og Straumness norð- an ísafjarðardjúps skerst Aðalvík. Nafnið er fornt og eitt af þeiin mörgu nöfnum sem beint hittir nagl an á höfuðið. Sá, sem valið hefir nafnið, hefir verið kunnugur lands- skipun norður um strandirnar og ekki viljað velja þessu bygðarlagi eitthvert eiginheiti, kent við mann eða hlut, heldur svo sem því bar: Aðalvík eða Uöfuðvík hinna smærri vtka, er vestar og norðar lágu. Aðalvík er raunverulega þrjú bygðarlög: Vestur-Aðalvík: Sæból, Staðardalur og Þverdalur. Og yst jörðin og verstöðin Skáladalur. Var þar fyrrum mikii veiðistöð, einkum að vorínu. Mikið graslendi er í Vestur-Aðalvík og tiltölulega auð- velt til ræktunar, en altaf hefir sjó- sóknin verið drýgst fyrir íbúana. Annað bygðarlagið í Aðalvík eru Miðvíkur og Stakkadalur. Var löng- um margbýlt á þessum bæjúm, og búið vel þótt jarðnæðið væri smátt. Þriðja bygðarlagið e'r, Látrar eða Látraplássið. Það hefir, um langt skeið verið fjölmennasta bygðar- lagið og mest útgerð þaðan. Bæði í Mið-Aðalvík og á Látrum mætti rækta mikið til viðbótai* því sem búið er að rækta, en þar sem fólki hefir undanfarin ár mjög fækk að í öllum bygðarlögum í Aðalvík mun tæplega verða mikið unnið þar að aukinni ræktun fyrst um sinn, enda hafa Aðalvíkingar löngum lifað mest á sjónum, og útgerð ef- laust verið stunduð þaðan frá því er land bygðist. Aðalvík hefir löngum verið eitt- hvert fiskisælasta pláss hjer um slóðir og hægt þaðan til sjósóknar bæði norður og vestur, enda hafa löngum verið duglegir sjósóknarar í Aðalvík, og mikla björg í bú dreg- ið, og oft átt góðar birgðir af fiski, þegar matarfátt var annars- Ð A L V Eftir Arngr. Friðrik Magnússon staðar. Um og fyrir síðustu aldamót voru þeir: Hannes Gíslason (faðir Guðmundar bæjarfógeta á Siglu- firði og þeirra systkina) og Sig- urður Gíslason (faðir Guðmundar forstjóra Fjelagsbakarísins á Siglu- firði og þeirra systkina) mestir bændur á Látrum og stunduðu sjó- inn kappsamlega, en í Vestur-Aðal- vík, (Sæbóli) voru þeir Sljettubænd ur Brynjólfur Þorsteinsson og Guðni Hjálmarsson mestir sjósóknarmenn. Mætti margt rita um þá Brynjólf og Guðna. En geta má þess, að þeir átty bát santan, reru saman og höt'ðu sameiginlegt heimilishald um nær 40 ára skeið. Mun slík sam- heldni og samstarf, sem aldrei fjelL snurða á, vera eins dæmi. Voru þeir Brynjólfur og Guðni alls óskyldir. Brjmjólfur var formaðurinn og for- ustumaður fvrir heimilið út á við. Ilann var einnig forustumaður sveitarinnar lengst æfi sinnar. lán- gefinn og athugull og him; megti' merkismaður. I K - Fr. Bjarnason Eftir aldamótin síðustu var Gué- mundur Helgd Finnbjömsson rnesti athafnamaðurinn í Vestur-Aðalvík og rak vjelbátaútgerð frá Sæbóli og hafði þar verslun langan tíma. ★ EIjSTI FORMAÐUR í Aðalvík og mestur sjósóknari þeirra er nú lifa er Friðrik Magnússon á Látr- um. Hann byrjaði formennsku 21 árs gamall og hefir stundað sjó- mennsku nær óslitið síðan, oftast sem formaður. Marga svaðilför hef- ir hann fcngið á sjónum eins og; .nærri má geta, en þó sloppið heill úr hverri raun. Ein mesta svaðilför Friðriks mun vera sú, er hann lenti í ofyiðrinu 7. janúar 1905 og varð að hleypa til Bolungavíkur og hjelt öllum mönnum, en braut skip sitt. Mátti það heita einstök heppni, þar sem tvö stærri áraskip fórust í veðri þessu, og áttu þó ekki yfir jafnlan^t eða hættumikið svæði að sækja. Friðrik var þá formaður á fimm- niannafari, en með sey manna áhöfn- Iteru þeir dag þennan ofan á Kögur, vestur af Straumnesi, og lögðu þar lóðirnar. Þegar búið var að leggja gerði áhlaupsveður af austnorðri með miklum sjógangi, svo ekkert var fyrir hendi annað en hleypa und an sjó og vindi upp á líf og dauða. Fyrsta landkenning, sem þeir fje- lagar fengu var sú, að rofaði í Stigahlíð frarn af Miðleitinu. Var þá tekið til róðurs inn með Stiga- hlíð og þegar þeir náðu fyrir Ó- færuna. sáu þeir ljósin í Bolungar- vík. Gékk alt sæmilega þangað til lenda átti í Bohingárvík. Biatit þá, sjór yfir skipið; tók út manninn við stýrið, og hvóldi skipinu. Brotsjór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.