Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Qupperneq 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS 289 dýrmætara en allt gull jarðarinnar. Þett mundi koma í veg fyrir þá hættu, sem stat'ar af.að all'ar kola- námur og allar olíulindir heimsins verði tæmdar. Það mundi gera það mögulegt fyrir.skip og bíla að ganga árum saman, án þess að bæta á sig cldsneyti. Líkurnar fyrir því, að hægt verði að nota einhverja af hinum þekktu kjarnabreytingum sem orkulind, eru í flestum tilfellum mjög litlar. Et' hægt væri að flýta fyrir hinurn radíóaktífu umbreytingum, mætti nota ýms radíóaktíf efni, sem finn- ast í jörðinni, sem orkugjafa, en lenn sem koinið er, ,er ekki ha'gt að eygja nokkurn möguleika til að hafa áhrif á þessar breytingar. Við kjarnabreytingar þær, sem gerðar eru af manna höndum, eru mörg dæmi þess, að ögn sú sem fiýgur út frá kjarnanum hafi miklu meiri orku en ögnin sem send var inn í kjarnann. í hvert skipti sem cin- ihvér af ögnum þeim, sem skotið er á kjarnann, hittir markið, kemur því fram orka, sem er miklu meiri en sú sem fór til að koma ögninni á nauðsynlegan hraða. Vegna þess, hve lítill kjarninn cr, er það aðeins títill hlnti af ögnunum, sem hittir inarkið. hinar stöðvastjáður en þær rekast á nokkra kjarna. Ileildarút- koman verður því sú, að orkan sem fram kemur er hverfandi lítil mið- að við orku þá, scm notuð er. Kjarnaklofning. Fyrir 7 árum síðan fannst ný tegund kjarnabreytinga, sem köll- uð hefur verið kjarnaklofning. — Tveir Þjóðverjar, Hahn og Strass- mann, voru að rannsaka hin radíó- aktífu efni, sem myndast þegar neutrónur eru látnar verka á úran. Við efnagreiningu kom í ljós, að það myndast mikill fjöldi meðal- þungra frumefna eins ogt. d. bróm. Við allar kjarnabreytingar, sem þá voru þekktar, höf'ðu efni þau sem mynduðust alltaf svipaðan þunga og' efni það, sem gengið var út írá en hjér mynduðust cfni, sem voru öielmingi ljettari en úranið. Það sem gerist, er að úrankjarninn klofnar í tvo álíka stóra parta, sem hver um sig eru kjatnar einhvers meðalþungs frumefnis. Orkan semjfram kentur við þessa klofningu er langt um meiri en frá nokkurri annari kjarnabreytingu, svo að hún væri sjerlega vel fallin til orkuvinnslu. Nú vill svo vel til að við hverja klofningui losna nokkrar neutrónur, en það voru ein mitt neutrónur sem komu klofning- unni af stað. Ef takast mætti að láta neutrónurnar, sem losna við klofninguna, verka á nýja úran- kjarna, þá gaúi klofningin breitt sig.frá einum kjarna til annars, svo að úranið klofnaði af sjálfu sjer,' en þar með væri því marki náð, að vinna orku(atómkjarnans í stór- um stíl. Það er þó engan veginh; hlaupið að því að fá þetta til að ganga svona, og af þeim tilraunum, sem gerðar voru áður en stríðið byrj- aði, verður ekki sjeð hvort heldur það muni takast eða ekki. Síðan hcfur ekkert birst um rannsóknii* a þessu sviði, cn óhætt er að full- yrða, að þeim hat'i verið haldið á- fram af fullum krafti einnig eftir að stríðið hófst. Báðir ófriðaraðilj- ar gera sjer fylilega ljóst. hvað það myndi þýða, ef andstæðingurinn kæmi með sprengjur, ■ sem væru miljón sinnum kröftugri en þær, sem nú eruj notaðar, og vilja ekki gefa neinar upplýsingar, sem hjálp að gætu hinum. AUar rannsóknir eru því reknar m'eð mestu leynd og enn verður ekki sagt um hvern árangur þær hafa horið. Það má deila um, hvort mann- kyninu væri gróði að því að fá þetta skæða vopn í sínar hendur, og hvort það myndi ekki gera því meiri skaða en gagn. Óneitanlega virðist það svo sem hin verklega menning sje komin svo langt fram úr þeirri andlegu, að mennirnir geti ekki lengur stjórnað kröftum þeim, sem þeir ráða yfir, og að mannkynið sje að sligast undir allri tækni nútímans. Þó má ef til vill einnig líta þannig á málið, að varla sje við því að bú- ast, að mennirnir kunni að stjórna, öflum þessum fyrr en þeir hafai vanist við það, og að mannkynið þurfi einmitt að læra af glappa- skotunum. Með hjálp tækninnar getur þá hin andlega menning kom- ist á svo hátt stig, að hin beisluðu náttúrgöfl verði raunverulega not- uð í þágu alls mannkýnsins. Reykjavík,/18. apríl 1940 Þorbjörn Sigurgeirsson. Heyrnarlaus dómari var; að yfir- Jieyra í máli, þar sem sóknar- og varnaraðiljar voru líka heyrnarlaus ir báðir. Sóknaraðilinn hrópaði: >— Þessi maður hefur ekki greitt mjer húsaleigu í sex mánuði. — Jlómarinn, sem ekki hafði Iieyrt st.akt orð galaði þá upp í eyrað á varnaraðiljanum : —. Ilvaða varnir Jiaf'ið þ.jer fram að færa, maður minn ? — Þá segir sá síðarnefndi: — -Jeg geymi hvítar mýs og mein- lausan snák í baðkerinu mínu. ■—• Dómarinn hlustaði á með þolinmæðí og sagði(síðan: — Jeg hefi hlustað gaumgæfilega á framburð ykkar, herrar mínir, og komist að þeirri niðurstaðu, að báðir bræðurnir sjeu jafn skyldugir til þess að fram- færa móður sína. —Rjetti slitið. ★ — Stamar hann ekki ? — Nei, ekki nema þegar hann tal- ar. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.