Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í 1 *' w * ^ 291 ingarkostnað! IIjer,er líka erfitt að drepast úr leiðindura. 1 garðinum eru ótal gangstígar og enn fleiri bekkir ,og á bekkjuii' um sitja gamalmenni og sleikja sólina allan guðslangan daginn. Á bekkjunum sitjaflíka heimspek- ingar, stjórnmálaspekingar, róttæk- ir byltingamenn og aðrir sem leggja í vana sinn að iðka ræðulist og umþenkingar! TTjer á Islandi verður allt Íslíkt. að gerast innanhúss vegna fjand- samlegs veðurfars! En hvehær sem gengið var um( garðinn sáust smáhópar á dreif. Og of gengið :var nær: mikið handapat og háreysti. Hjer deildu jafna tveir af miklu kappi svo sem t. d. um Jiútid Roosevelts og flugferð hans, en áheyrendur lögðu öðru hvoru orð í belg. i Á þenna hátt fá menn á þessum breiddargráðum xitrás fyrir tilfinn- ingar sínar. Öryggisventillinn blæs af! Jeg hefi sjálfur horft á menh byrja þarna undir 10 Toftþyngda þrystingi og fara burtu eftir lang- ar og harðar deilur \indir einni loft- þyngd — sýnu betri til heilsunnar! — Hin fræga Kaliforniska gest- risni ljet ekki lengi standa á sjer. Þegar jeg kom inn á hótelið lágu þar fyrir heimboð. Var jeg von bráðar .sóttur og ek- ið með mig í luxus bifreið út úr borginni um bi*eið og fögur stræti upþ á fjöll og firnindi og mjer sýnt dýrðlegt útsýni. Nú sá jeg í fyrsta skifti langt vestur á Kyrrahaf. .Síðan var ekið með mig niður í hinn gróðursæla San Fernandó-dal, sem væri brunnin evðimörk — ef ekki væri áreitan, En í dalnum vaxá allskonar á- vaxtatrje. Við heimsóttum þarna sænskan bónda, sfem gestgjafar mínir, hin ágætu Lake-hjón, þekktu og keyptum af honum nokkur egg. Fjekk jeg jafnframt að lesa appelsínur af trjánum, hans. Bóndi s kvartaði mjög undan vinnufólks- eklunni og sagðist ekki geta hugsað um jörðina sína eins og þyrfti. Hann hafði allstórt hænsnabú. I sænskunni var hann orðinn ryðgað- ur. , — Nokkra aðra búgarða heim- sóttum við og keypti frú Lake sitt af hverjtU í matinn. En þegar fólk- ið heyrði hvaðan jeg var, þá vildi það sýna þessum framandi heim- skautabúa hina fögru Edensgarða sína og mátti jeg þar eta af ávöxt- lim allra trjánna fyrir ekki neitt. Þarna óx m. a. baðmull og fjekk jeg hnoðra í vasaUn! Sum trjen. voru svojhlaðin af ávöxtum að þau minntu á jólatrje — eins og þau litu út í gamla daga! En hjer höfðu framsýnir menn verið að verki — og atorkusamir. Bæjarverkfræðingur Los Angeles, sá er með vatnveitumálin fór, lagði þannig til árið 1904 að byggð yrði vatnsleiðsla frá Sierra Nevada yfir Mohane eyðimörkina niður til Los Angeles. < Maðurinn var alveg laus við að vera geggjaður og þó er þessi leið hvorki meira nje minna en 400 km. löng, eða eins og frá Reykjavík til Akurevrar! Bæjarráð Los Angeles þurfti, þótt nndarlegt sje, ekki nema 4 ár til að átta sig og samþykkja verkið. Var það síðan hafið árið 1908 en, lokið 6 árum síðar og kostaði þá nálega 160 miljón krónur. Veitan liggur gegn um 142 jarðgöng, og flytur miljón tonn af vatni á sólar- hring. Vatn þetta nægir 2 miljónum manna, en afgangur vatnsins er notaður til að vatna 250,000 ekrum lands! ITjer er ekki vatnsskortur- inn! Rafmagn sitt.fær Los Angeles að- allega frá Boulder Dam — um meir en 400 km. veg. Eru þar fjórar 115 þústxnd kílólvatta vatnstúrbínur en auk þess fær borgin 175 þúsund hestöfl frá öðrum vatnsaflsstöðvum er liggja 80 kin. frá borginni og loks 200 þúsund hestöfl frá tveim gufuaflstöðvum. En hve margir eru færir um að. gera sjer grein fyrir þeim stórhug, sem hjer var að verki, er þessi 400 km. langa vatnsveita var lögð —i fyrir nær 40 árum! Viðhorfin eru — með hinni stórkostlegu vjela- tækni — allt önnur í dag. Og þó velta menn hjer enn vöngnm yfir smámunum, sem ekki er vert aðj nefna, eins og t. d. því hvort unntj sje að flytja jarðbor upp í Hengil. Við ókum nú fram hjá olíukvæð-i um, þar sem borturnarnir risa eins og skógur. En síðar átti jeg eftir að heimsækja þetta svæði með Mr. Bob Craig, einum þekktasta verk- fræðingi Bandaríkjanna í jarð- borunum. Og þá gafst nú tækifæri til að fræðast! En sleppum því hjer. Áfram var haldið. Fram hjá bú- stöðum ýmsra heimsfræga kvik-. myndaleikara og þeim ekki drunga legum steinsteypuköstulum, heldur hvítum eða mislitum viðkunnaleg- um og vingjarnlegum bústöðum með1 fögrum görðum. Víða voru engar girðingar kring- um húsin nje garðana. Litu slík hverfi út eins og þau væru byggð í undrafögrum skógi. I hug minn kom Ilans og Grjeta og pönnuköku- húsið. Iljer var bara engin vond galdrakerling;og ekkert að hræðast. En nóg af húsum og pönnukökum! Þegar skyggja tekur fara Ijósin í Ilollywood að glitra. Loks er farið inn ái ágætan mat- sölustað og um kvöldið tiltölulega snemma er mjer skilað heim á hót- elið af því fólkið heldur að jeg hljóti að vera þreyttur. Því miður .hafði jeg á þessu stigi málsins litla hugmynd um, að þetta kvöld var mikill íslendingafagnaður haldinn í borginni. Þrjú hundruð manns mættir, frjetti jeg síðar. Mjer þótt leitt að missa af að Frah. á bls. 294.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.