Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Qupperneq 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
009
Lengsto nóttin, sem jeg hefi lifnð
irásöyn Cju&íauys ÍáCertjssonar — j/mÍ aj ^óni ^ókanneSSuni
JEG, Guðlaugur Bergsson, er
fæddur 10. júlí 1858 á Staðarhóli í
Siglufirði Atburður sá, sem hjer
er skyrt' frá, skeði í nóvember 1932,
og var jeg þá á 75 árinu, en furðu
hress, eins og jeg raunar er enn.
Jeg hafði verið á ferðalagi inn í
Fljótum og Sljettuhlíð en var nú
kominn á heimleið, en jeg átti þá
heinia í Siglufirði. lleimferðin var
fyrirhuguð eins og leið liggur xir
Skagafirðinum, um Sigluíjarðar-
skarð. Það hafði snjóað mikið síð-
ustu sólahringana og vissi jeg að
ófært myndi vera á fjallinu, en
leiðin er um þriggja stunda gangur
milfi bæja. Ekki hafði verið farið
yfir fjallið síðustu daga, og vissi
jeg að ekki var því þar um slóð að
ræða. Vildi jeg því gjarna fá ein-
hVem til samferða, cf þess væri
kostur og var mjer sagt á Hraun-
um, að maður væri í Lambanesi,
sem er næstnæsti bær framan við
Ilraun, sem ætlaði til Siglufjarðar.
Fór jeg því þangað. Maðurinn var
Einar Teitsson, trjesmiður. Atti
hann heima á Siglufirði, en var
annars ættaður af Vesturlandi (úr
Bolungarvík). Einar var rúmlega
fertugur (f. 21/11. 1890), en frem-
ur heilsuveill. Hann hafði verið smið
ur á Reykjum eða Lambanesi. eu
hafði nú lokið við smíðið og vildi
nú heim. Einar var Adventisti; var
hæglætismaður og mjög dagfars-
góður og duglegur til vinnu, grand-
var og trúmaður mikill. Hann hafði
verið giftur, en þau hjón slit-
ið samvistir og voru börn þeirra
með móðurinni. Einar rjeðist til
samferðar með mjer.
Við lögðum af stað frá Lamba-
nesi kl. 8, að morgni 25. nóv. 1932.
Bjart veður var er við lögðum af
stað, en snjór mjög mikill sem fyrr
er greint, því hríð hafði gengið und-
anfarna fimm sólahringa og kyngt
niður fönninni. Gangfæri var því
afleitt. Við Einar höfðum báðir
skíði en skíðafæri var slæmt og ef
útaf skíðum var stigið, var varla
grynnra en í hnje.
Við komuni við á Ilraunum og
stönsuðum þar litla stund. Er við
fórum þaðan, var klukkan um ellefu
f. h. Jeg bar um 3 fjórðunga að
þyngd, en Einar ekkert, en hann
hafði þung skíði og erfið. Gengum
við nú sem leið liggur vit og upp frá
Hraunum, og skiftumst .á að ganga
á undan og leggja slóðina. Skíða-
færi var erfitt og þungt. I Ilrauna-
dalnum versnaði enn færið og er
við vorum neðst í Gaungudalnum,
brast Einar að ganga á undan. Tók
jeg þá við og gekk nú á undan.
Brátt kom þar að Einar gat ekki
fylgt mjer eftir í slóðina. sem var
þó mikið ljettara. Jeg beið hans
þá og spurði hann hvort honum.
væri illt. Hann gerði ekki mikið úr
því, en kvaðst vera.máttlítill í fót-
unum. Nú var mjög farið að skyggja
af nótt; auk þess var dimmt af hríð
og allmikið frost. Jeg gekk stöðugt
á undan og varð jeg að ganga mjög
hægt, því Einar átti æ erfiðara með
að fylgja mjer eftirw Sóttist okkur
því seint.
Þegar kl. var um 7 um kvöldið,
var orðið aldimmt. Var jeg þá lijá
vörðunni, sem er neðan við mel-
hrygginn suðvestur af Skarðbrekk-
unni. Hafði Einar þá dregist það
aftur úr, að jeg varð nú að snúa til
baka að leita hans. Sást skammt
fyrir hríð og náttmyrkri, en jeg
gat rakið slóðina til baka. Brátt sá'
jeg móta fyrir einhverri þúst, til að
sjá eigi ólíkt og dökkleit kind væri
þar. Var það Einar og kraup hann
þarna á skíðunum og reyndi að
mjaka sjer áfram með höndunum.
A*ur en jeg snjeri við frá vörðunni,
hafði jeg grafið þar dálitla holu í
snjóinn Fjekk jeg nú með hörku-
brögðum komið Einari þangað.
Ljet jeg liann setjast þarna í hol-
una, með skíðin sitt við hvora hlið
sjer. Sat hann þarna flötum beinum.
Er jeg hafði búið -þannig um hann,
talaðj hann til mín; „Er nú langt
upp á skarðið?“ Svaraði jeg því,
að efasamt væri, hvort við hefðum
okkur þangað, því eins og hann
sæi, væri nú komin nótt og dimm-
viðris stórhríð á norðan. Annars
töluðumst við lítið við.
Er Einar hafði setið þannig um
stund, segir hann aftur: „Ætli við
höfum okkurjekki upp á skarðið?“
Jeg ansa því til að litlar líkur sjeu
til þéss -eins og standi, og skulum
við hvíla okkur um stund. Gengdi
hann því engu. — Eftir litla stund
hallaði Einar sjer aftur á bak. Var
þá að heyra sera hryglu fyrir brjósti
hans, en að hann gæti ekki hóstað
hroðanum upp. Við höfðum þarna
dálítið skjól í holunni. Ekki bar á
að Einári væri kalt, en ekki talaði
hann framar til mín þótt jeg spyrði
um líðan hans. Þetta skifti þó eng-
um tíma, því er fáar mínútur voru
liðnar, heyrði jeg að Einar gaf frá
sjer eitt einkennilegt 'og skerandi
hljóð. Eftir fáar mínútur var hann
liðinn, án þess að svo virtist að
hann tæki neitt út.
Eftir að jeg hafði gengið úr
skugga um það, að Einar var látinn,