Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLABSINS
293
]a{<ði jpo' líkið til og' veitti því ná-
bjargirnar, og bjó um það eftir
i'öngum. Jeg tók poka-anga, sÍ!iu
Jiann hafði meðferðis og vafði hon-
um, um höfuð líkinu. í pokanum var
ekkert nema tvœr guðsorðabækur,
°g ljet jeg þær ofan á líkið. Bað jeg
og bæn fyrir sálu hans. Lagðist jeg
að því búnu niður, því jeg var
þreyttur mjög, og mun jeg hafa
sofnað um stund þarna sitjandi við
hlið Einars látins. Liðu svo uni
þrjár stundir. Aflúðist jeg mikið,
en brátt fór mjer að kólna.
Ilefit- þú, lesari góður, nokkuru
sinni verið svo á vegi staddur, að
]).jer hafi fundist þú yfirgefinn og
útilokaður frá allri mannlegri hjálp
og að allar leiðir til bjargar væru
þjer byrgðar? — Ef svo er, getur
þú sett þig í mín spor. Jeg íhugaði
nvi ástæður mínar, og mjer fannst
þær allt annað en álitlegar. Jeg var
þarna, ganiall maður og þreklítill,
aleinn uppi á háfjalli um myrka
skammdegisnótt, í stórhríð og kafa-
ófærð, þyrstur, hungraður og þreytt
ur, yfir fjelaga mínur dánum. Jeg
fannj að einfaldast mundi vera fyr-
ir mig, að liggja kyrr, þarna við
hlið Einars heitins og láta skefla
vfir mig, en jeg vissi vel að þá yrði
mjer ekki lengur lífs auðið; kuld-
inn myndi fyrr en varði læsast inn
að hjarta mínu og stöðva það fyrir
fullt og allt, en kvalafullur dauði
myndi þetta ekki verða. Skynsemin
sagði mjer: Þetta er langhest fyrir
þig: — þú ert búinn að lifa svo
lengi, — nokkrum árum fyrr eða
síðar gerir jijer ekkert, og þá er allt
amstrið búið í vetfangi. — En mjer
fannst endilega þá í svipinn, að jeg
ætti eitt og annað eftir ógert, sem
jeg endilega þyrfti að ljúka áður
en jeg kveddi þennan heim. Svona
ernm við undarleg mannanna börn,
— Lífsþráin er sterk. .Teg afrjeð að
selja lífið eins dýrt og unnt væri,
og gera tilraun til að komast til
byggða, þó jeg, ef sat.t skal segja,
hefði enga trú 'á því að mjer tækist
það. Jeg bað til guðs, bað hann að
gefa mjer styrk, og jeg styrktist.
við bænina. Jeg sópaði snjó að lík-
ipu og stakk skíðum Einars niður
sínu hvors vegar við það, og bjó
um þau svo, að jeg var viss um að
þau fjellu ekki um. Iljelt jeg svo
á stað.
Er-.jeg var kominn nokkurn spöl,
bilaði kengurinn í öðru skíðinu
mínu svo jeg gat'ekki notað þau.
Varð jeg úr því að draga þau og
þafði aðeins trafala af þeim. Var
jeg nú fyi*st. að hugleiða, hvort held-
ur jeg ætti að snúa við og reyna að
halda inn að Ilraunum, en það var
Ijettara, allt undan brekkunni, eða
freysta að komast út yfir til Siglu-
fjarðar, en þá átti jeg eftir Skarð-
brekkuna, og vissi jeg að hún yrði
mjer erfið, en vegalengdin var svip-
uð hvora leiðina sem jeg veldi.
Heimþráin er sterk og hún hafði
yfirhöndina hjá mjer. Jeg afrjeð að
halda til Siglufjarðar. Klukkan mun
hafa verið um 10 um kvöldið. Ó-
færðin var alveg óskapleg; jeg varð
að skríða mest alltaf upp Skarð-
brekkuna og vannst það seint. —
Loksins komst jeg þó upp í skarðið
og hvíldi niig þar um stuud. Jeg
veltist svo einhvern veginn niður
Siglufjarðar megin. og var innan
skamms kominn niður í Skarðlaut.
Mjer fannst jeg nú vera afar þrevt-
Ur og máttfarinn. — Jeg settist nið
ur og eflaust hefir mjer sigið blund
ur í brjóst um augnablik, en ekki
fannst mjer að jeg sofna. Þegar jeg
kom aftur til s.jálfs mín, sýndist
m.jer að .jeg sjá■ skært ljós, í stefnu
norðan frá Snók, sem er austasta
fjallið norðan við Skarðsdalinn.
Ljósið færðist austur yfir, (að fjall-
inu austan fjarðarins, — Hólshyrn-
unni, og hvarf þar. Við það, að sjá
Ijós þetta fannst mjer eins og nýr
þróttUr færast í mig. .Teg stóð upp
og hjelt á stað aftur og afrjeð jeg
nú að halda niður hlíðina að norð-
an við Skarðsdalinn. -Teg hjelt'|svo
áfram um stund. Ekkert sást er jeg
gæti glöggvað mig á. Er jeg aftur
var orðinn uppgefinn fleygði jeg
mjer niður á ný til að hvíla mig, og
eflaust hefi jeg 'sofnað. Þá ,sá jeg
aftur þetta sama ljós, og hagaðr það
sjer að öllu eins og í fyrra sitmið..
•Teg vissi nú ekki fyrr af, en að
jeg hrapaði fram af brattri brekku
og niður í djúpt gil, vissi jeg að
það hlaut að vera Þvergilið. Mig
sakaði .ekki, því þar var allt fullt
af snjó og óbotnandi ófærð. Varð
jeg að veltast og skríða niður allt
gilið, til þess að komast upp úr því
og komst loks neðarlega. Settist
jeg ]>ar um stund og hvíldi mig. Er
jeg nú sat þarna, sýndist mjer ali í
einu birta yfir allri fjallshlíðinni
norðan dalsins og heim .á Snóksöxl,
sem er beint norður af bænum
Skarðsdal. — Sýndist mjer jeg þá
sjá skæra stjörnu, sem færðist norð
ur, eins og yfir fjallsbrúninni, þar
til hún staðnæmdist í stefnu yfir
Siglufjarðarbæ. Þá var líkt eins og
stjarnan snjeri til baka og gengi til
suðurs sömu leið og fram að Snók.
Þar hvarf hún.
Enn hjelt jeg af stað, og það vnr
svo undarlegt, að í hvert sinn er
jeg sá þessa stjörnu eða ljós,. eða
hvað þetta nú var, að þá var eins
og mjer vkist þróttur og að nýtt
líf færðist í mig á undursamlegan
hátt. og gæfi mjer þrek til að halda
áfram. Jeg get því ekki með orðum
lýst, hvc þreyttur jeg var og mátt-
farinn, en m^jer fannst eins og
stjarna þessi lýsti leiðina, og að á
hana ætti jeg að stefna. þá myndi
mjer vel farast. Jeg hjelt þannig
áfram um hríð; stundum var jeg að
veltast niður hlíðina, stundum eigr-
aði jeg áfram upprjettur en stund-
um skreið jeg. Ferðin gekk, sem
vænta mátti. seint, en að lokum kom
jeg að fjárhúsi, sem stendur rjett
sunnan við fjárrjett Siglfirðinga,
Jeg þekkti það, og vissi aS Cfísli