Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
357
41
'Siera Cju&mundur ddi
inaróóon
GEITSKOR
I ÚTVARPINU (13. maí) var svarað
spurningunni hvað geitskor, í nafn-
inu Grímur geitskor, þýddi, og var sú
skýring gefin á nafninu, að það mundi
eiga að lesast: geitskör, og bendi eitt-
hvað til skeggs Gríms.
Þetta held jeg að sje röng skýring,
heldur sje viðurnefnið svonefnda að-
eins síðara nafn mannsins, hann fiafi
heitið tveimur nöfnum, Grímur Geit-
skor hafi verið fullt nafn mannsins,
en síðara nafnið, Geitskor, er aftur
samsett úr tveimur eldri sjernöfnum,
sem bœði voru notuð til forna meðal
ísraelsmanna, fyrra nafnið: „qeath“,
sem er sama nafnið og finnst á Fröi-
hov-gripnum í Noregi, sem er frá tím-
anum fyrir miðja eldri járnöld, að
dómi fornfræðinga, og enn er það sjer-
nafn notað i ensku máli, mannsnafnið
Keat, en er sennilega sama og Geitir
á forníslensku, því semitiskt q
samsvarar mjög oft til g á íslensku,
enda þótt k-hljóðið hafi oftast orðið
ofan á;, en síðara nafnið í Geitskor,
er almennt manns- og staðanafn í he-
bresku: ,,schor“; en samnafnið hebr.
„schor“ þýðir: sverta.
Það virðist sem málfræðingar vorir
og fræðimenn hafi snemma farið að
líta svo á, að þar sem maður var nefnd
ur með tveim nöfnum væri annað
þeirra viðurnefni og það svo ritaö með
litlum staf; en frá þessum afriturum,
sem fóru að rita annað nafnið með
stórum staf, en hitt með litlum, stafar
mikill misskilningur um þessi nöfn.
Mörg þau nöfn, sem talin eru viður-
nefni, ef það er síðara naín manns,
er skoðað sem sjernafn, ef það er
fyrra nafnið, eða stendur eitt sjer
sem sjernafn manns t.d.: Lúsa-Oddur
eða Oddur lús (sbr. hebr. sjernöfn-
in: „adad“ og „lus“, en þar er það
að athuga, að við „adad“ hefur bæst
hebr. algenga endingin ah og að henni
viðþættri var orðið borið fram „odda“
á hebr. en í fornmáli voru var það
aftur skráð oddr). Músa-Bölverkr eða
Bölverkur músi, er eiginlega þrjú sjer-
nöfn, því Bölvérkur er samsett úr
tveimur sjernöfnum, samstofna hebr.
sjernöfnunum: ,,ba’al“ og ,,’arqi“, en
músi er alveg eins til sem sjernafn í
hebr.: ,,musi“. Brunnin-rasi er án efa
skakkt skráð í fornsögum vorum, mað
urinn hefur heitið Rasi Brunni, enni
verið bætt við þegar ,,rasi“ var flutt
aftur fyrir og skoðað sem viðurnefni.
Maðurinn hefur heitiB Rasi Unason.
Brunnin, eða Brunni er á hebr.: ,,bar
unni“ = sonur una, og að Rasi er sjer-
nafn sjest af nafninu Rasa-Bersi, þar
er það fyrra nafnið, aðalnafnið, en
samstofna er það hebr. lýsingarorð-
inu ,,raze“, sem þýðir: magur, en þessi
merking orðsins hefur horfið úr or,ð-
inu þegar það varð sjernafn, nema ef
til vill í Hokin-rasi, þar gæti rasi verið
viðurnefni = magri, en hitt er þó
sennilegra að það sje hreint sjernafn.
Magur-Helgi er líka skráð Helgi
magri, svo magur er ýmist skoðað
sem sjernafn eða viðurnefni, og þá er
magur skoðað sem lýsingarorð. Helgi
er sama og hebr. sjernafnið: ,,chelqa“,
og magur er sennilega samstofna hebr.
samnafninu „magor“ = hrSeðsla, en
orðið að hreinu sjernafni í íslensku
eða norrænu. Hvamm-Þórir er tvö
sjernöfn sbr. hebr.: „chomani" og-
,,thor“ eða ,,dor“. Skam-Atli eða Atli
skammi eru hebr. sjernöfnin: „sekeni“
og „atlaj“. Gull í Gull-Haraldur er
hebr. sjernafnið: „guel“, en síðara
ellið í Gull er nefnifallsmerkið -ís-
lenska.
Annars er fjöldi fornra nafna, sem
Guðmundur Einarsson.
ýmist eru notuð sem sjernöfn eða við-
urnefni, eftir því sem sögur segja, en
meiri hluti þeirra munu vera hrein
sjernöfn. Jeg vil aðeins nefna örfá af
þeim ljósustu, sem öll finnast eins eða
mjög lík í hebresku: Bjólan (Helgi
Bjólan) sbr. hebr. „bil’an"; Sjóni (Ön-
undur Sjóni) á hebr.: „suni“; Gellir
(Þórður Gellir) á hebr.: ,,gillaj“;
Gamli á hebr.: „gemali“; Grísi á he-
bresku: „grizi“; Hegri á hebr.:
„chagri“; Hrísi á hebr.: „cheres“
(með i endingu ,,chrisi“); Stari á
hebr.: „sethar“ (+ i = stari); Salpi
á hebr.: „saloph (+ i = „salphi);
Súr á hebr.: „sur“; Elka á hebr.:
„eliqa“; Ella á hebr.: „ela“; Eyja á
hebr.: „aja“; Molda (Molda-Gnúpur)
á hebr.: „malada“; Kali á hebr.:
„chalaj“; Karkur á hebr.: „charchur“
o. s. frv., allt eru þetta sjernöfn, bæði
á ísl. og hebr.
Þótt jeg haldi að flest viðurnefni
sjeu regluleg sjernöfn, þá eru þau þó
all-mörg, sem jeg ekki finn sem sjer-
nöfn í hebr., t.d. í Ölvir hnúfa getur
hnúfa verið sjernafn, en í hebr. finn
jeg „chnupha“, sem þýðir: illvirki,
guðleysi, aðeins sem nafnorð, en ekki
sem sjernafn, og ekki er það mjög
sennilegt að þetta nafn (= illvirki)
yrði notað sem sjernafn eitt út af
fyrir sig, verður því eðlilegra að skoða
það sem viðurnefni.