Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Page 16
/
364
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
" / ÁRNASAFNI. Safn Áma Magnússonar í Kaupmannahöfn er sá staðilr, þar sem flest islensk handrit frá fyrri öldum eru
niður komin. M101 láta nærri að þar sje 2000 handrit af íslenskum uppruna, og fjöldi íslenskra fombrjefa að auki. Mynd þess'x
er tekin í safninu og sjást hjer fimm skinnbækur, misstórar, allar í fomu bandi: trjespjöld, sem haldið er saman með snxr-
um í kjölinn. Stærst er Möðruvallahók, eitt aðalhandrit Islendingasagna og flestum bókum dýrmæ.tari. Til samanburðar sjást
fáeinar alkunnar bxkur á bak við: orðabók Fritzners í fyremur bindum og íslensk biblía. Fremsl liggur litið skinnhandrit og
ein af 1slendingasögum í útgáfu Sigurðar Kristiánssonar.
SKRIFLA
1 Reykholti í Borgarfirði er hver sá,
sem Skrifla heitir. Hún á fyrrum að hafa
verið í Geitlandinu . . . en flutti sig
skömmu áður en hraunið brann . . . Það
er náttúra Skriflu, að hún gýs ákafar
en hún er vön, þegar ókunnugir menn
eru of forvitnir að skoða hana, og er
henni þá mjög gjarnt til að þeyta á þá
logheitum vatnsgusum, þó þeir standi
ekki all-nærri henni. Skrifla þolir enga
hnýsni eða forvitni um sína hagi. (M.
Grímssoa).
. HVALREKI
Björn Jórsalafara hrakti til Grænlands
1385 og var hann tvo vetur í Eiríksfirði.
Það bar til að þar rak steypireyði mikla
og var í skutull með marki Ólafs bónda
í Æðey á íslandi, og tók Björn til sín
skotmannshlutinn, en það var f jórðungur
hvalsins, en kvaðst mundu borga Ólafi
bónda skotmannshlutinn, er hann kæmi
aftur til íslands. — Hannes Þorsteins-
son, þjóðskjalavörður, taldi að það gæti
varla staðist að Ól'afur í Æðey hafi ver-
ið fullþroska og bóndi í Æðey 1385, og
muni þessa sögn um steypireyðina óhætt
mega heimfæra til Bjarnar ríka Þorleifs-
sonar, og hafi sögum um þá nafna
verið ruglað saman.
í SUNDUNUM
inn af Reykjavík var mikill kaupstaður
á miðöldum, fyrst við Þemeyjarsund og
síðan í Gufunesi. Á fimmtándu öld er
oft getið um skipakomur í Þerneyjarsund
og til eru brjef, sem virðast hafa verið
gerð þar í kaupstaðnum. Þaðan fluttist
svo kaupstaðurinn að Gufunesi og í
brjefi 1496 er talað um „kapprein í
Gufunesi". Þessi forni kaupstaður hefur
því verið fyrirrennari Reykjavíkur.
BIKARINN í TJARNARKIRKJU
Árið 1853 ,var Guðmundur Ketilsson
á Illugastöðum á Vatnsnesi sæmdur
heiðursverðlaunum hins konungl. danska
landbúnaðarfjelags. Var það silfurbikar
mikill og prýðilegur með áletruðu nafni
hans. Þennan bikar gaf hann Tjamar-
kk-kju, og hefur hann síðan verið not-
aður þar við altarisgöngur.
BLESSAÐUR JÖKULL
lllur vegur á Vestfjörðum og Gláma
skárst, því að þar fer maður á blessuðum
#ökli. (llr brjefi frá Jónasi Hallgríms-
syni).