Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
183
„ T rr 1~W '
- HÖRÐ LlFSBARÁTTA
Frh. af bls. 179.
svo niður að sjó, bleytti vetling-
ana og hýddi mávinn rækilega með
þeim. Við þetta brá svo að ræn-
ingirtn kom ekki aftur.
Ueimsóknir bjarndýra.
Einhvern hafísavetur var það,
að bjarndýr gengu á land á Glett-
ingsnesi. Magnús átti byssu, því að
þótt hann vildi ekki skjóta fugla,
þótti honum vissara að hafa hana ef
bjarndýr kæmi, eða þá Hund-
Tyrkinn, sem menn óttuðust mjög
á þeim árum.
Nú er það eitt kvöld er alt fólk-
ið sat í baðstofu, að það heyrir
óvæntan brest, og gluggarúðan,
sem var aðeins ein, hrynur í mol-
um inn á gólf, en bjarndýr sting-
ur hausnum inn um gluggann og
svipast um. Mun þá hafa slegið ó-
hug á fólkið. Bangsi hvarf skjótt
aftur úr glugganum og hljóp Magn
ús þá til og tróð einhverjum flík-
um í gluggagatið. Stundu seinna
læsir bangsi klónum í tuskurnar
og dregur þær til sín og lítur svo
inn í baðstofuna að nýu. En þá
hafði Magnús gripið byssu sína og
ljet skotið ríða beint í trýnið á
honum. Við það hvarf bangsi. Um
morguninn, þegar Magnús kemur
út, sjer hann hvar björninn liggur
niður á klapparbrún og virtist
dauður .En svo var ekki, því að
þegar Magnús nálgaðist hann,
drógst hann fram af klöppinni og
komst í vök milli íssins og lands.
Þar flaut hann ósjálfbjarga, og
virtist dauður, en engin tök voru
á að ná honum. Var þetta því
Magnúsi sýnd veiði en ekki gef-
in.
Seinna um daginn sá Magnús
annað bjarndýr koma brunandi
ofan brekkurnar fyrir ofan bæ-
inn. Rendi það sjer á rassinum og
fór sem fugl flygi, því að bratt er
þarna. En ekki komst Magnús í
skotfæri við það, því að það hrað-
aði sjer.út á ísinn. Varð svo ekki
fleiri bjarndýra vart þarna þelta
vor.
Sjókona.
Þá er að segja frá Brandþrúði.
Hún var alla ævi hjá Magnúsi
bróður sínum og giftist ekki. Á
ungum aldri kyntist hún myndar-
legum pilti og hjetu þau hvort
öðru trygðum. En svo dó piltur-
inn og hjet hún því þá að fella
ekki hug til neins annars, og það
efndi hún trúlega.
Brandþrúður var mesti sægarp-
ur og undi sjer best á sjónum.
Reri hún jafnan með Magnúsi
bróður sínum. Hún hafði altaf stýrt
og haft gát á seglum, því að hún
var víst meiri sjómaður en hann.
Magnús var aftur á móti útsjón-
arsamur og aðgætinn. Bæði voru
þau veðurglögg með afbrigðum og
fóru aldrei á sjó, hvorki til fiskj-
ar nje í kaupstaðarferð til Seyðis-
fjarðar nema að vel yfirveguðu
ráði. Frá Glettingsnesi og inn á
Öldu í Seyðisfirði eru nær 6 dansk-
ar mílur og í meðfalli 6 klukku-
stunda róður með fjórum árum.
En þetta reru þau jafnan tvö,
þangað til drengir Magnúsar
stálpuðust svo, að þeir gátu verið
með. Til þess að fara þessar ferð-
ir þurfti að sjá út veður næstu
2—3 daga. Og það var segin saga
að þeim skeikaði þar ekki og sjald-
an eða aldrei teptust þau vegna
óveðurs.
Árið 1898 var Stefán Filippus-
son í Seyðisfirði. Þá komu þau
þangað kaupstaðarferð um haust-
ið. Seint um kvöldið hitti hann
þau á Vestdalseyri. Lá bátur þeirra
þar bundinn við bryggju en þau að
búa sig undir að leggja á stað.
Var þá komið fram í myrkur og
spurði Stefán hvort þau væri með
rjettu ráði að leggja í slíka lang-
ferð undir nóttina, langa og
dimma, því að tunglsljós var
ekki. Þau svöruðu að óvíst væri
um veður næsta dag, en gott yrði
um nóttina og stjörnubjart. Það
kváðu þau að sjer mundu duga.
„Komumst við heim í nótt, með
guðs hjálp. Veðrið verður gott í
nótt. en útlit fyrir að það breyt-
ist með morgninum“. Þetta reynd-
ist rjett. Þau komumst heilu og
höldnu heim, en ófært veður gerði
daginn eftir.
Þetta var árið sem þau fluttust
frá Glettingsnesi. Fór Magnús þá
að búa í Kjólsvík, sem er miðja
vegu milli Breiðuvíkur og Glett-
ingsness. Kjólsvík er fremur óvist-
leg dalskvompa, full af skriðum
og gömlu jökulgrjóts rusli, en bó
er gróður allmikill milli holtanna.
Bærinn stendur við víkina að norð-
anverðu og má þar heita sæmilegt
útræði. Stundaði Brandþrúður
þarna róðra meðan heilsa hennar
leyfði, en nokkur seinustu árin var
hún farin að heilsu.
Seinasti drátturinn.
Nú var það einu sinni í ágúst,
skömmu áður en hún dó, að veður
var gott og hugðust drengir Magn-
úsar að fara á sjó. Bað hún þá að
lofa sjer að fljóta með, sig langi
til að koma á sjó í seinasta sinn.
Veittu þeir henni það fúslega. Þá
var hún svo lasburða að þeir urðu
að bera hana út í bátinn. Var
svo róið út á mið. Þá bað hún þá
að lofa sjer að renna og vita hvort
bíta vildi á krókinn hjá sjer enn
einu sinni. Svo rendi hún, en keip-
aði ekki. Og eftir litla stund bið-
ur hún þá bræður að taka nú við
færinu, því að hún treystist ekki
á