Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r ▼ 519 GENGIS Á KERLINGU HJÁ DRANGEY í FORMÁLA, sem fylgdi kvæði Gísla Ólafssonar um Hjálmar á Kambi (Lesbók 40. tbl.) er sagt að sá hafi heitið Jóhann Scheving, er fyrstur kleif kerlinguna hjá Drang- ey. Út af þessu hefir Ellert Schram skipstjóri beðið fyrir þessa leið- rjettingu: — Það var afabróðir minn, Jó- hann Schram, sem fyrstur manna kleif upp drangann hjá Drangey, ekki árið 1737, heldur hundrað ár- um síðar. Varð það landfleygt á þeirri tíð. Mig minnir að um það megi lesa í Skagstrendingasögu Gísla Konráðssonar, að Jóhann hafi fyrstur manna unnið það þrekvirki, og fleira um hann, að hann hafi verið vel gefinn og afburða bjarg- maður. Hann var sonur Kristjáns Giinther Schram, er lengi var kaupmaður í Höfðakaupstað á Skagaströnd á fyrri hluta 19. aldar, og var fyrsti maður þeirrar ættar hjer á landi. Jóhann Schram lærði gullsmíði erlendis og giftist systurdóttur Reynistaðabræðranna, er úti urðu á Kili, en hann druknaði nokkr- um árum seinna með Eyhildar- holtsduggunni, er svo var nefnd, og þótti að honum mikill mann- skaði. Um Jóhann Schram. Þessi athugasemd er rjett, og rjett þykir þá líka að birta það, sem segir í Skagstrendingasögu um afrek þetta. Segir Gísli Konráðs- son, höfundur sögunnar, að þetta hafi gerst árið 1840. Segir þar fyrst af því, að Jóhann kom heim frá gullsmíðanáminu árið 1817, „og var snauður. Hafðist hann við í Skagafirði. Hann var hverjum manni brattgengari og hugaðri í klettum“. Þeir voru fimm bræð- urnir, Jens Friðrik, Jóhann, Ját- varður, Frímann og Ellert, og fengu allir góðan orðstír. „Jóhann var á vist með Páli presti Erlendssyni á Brúarlandi, er átti Elínu Halldórsdóttir Vídalíns frá Reynistað. Þetta vor (1840) reri Jóhann við Drangey, og var hann svo fimur í klettum, að hann kom sigum á drang þann við eyna, er Kerling kallast, og alt fór hann upp á topp hennar og flaggaði þar. Vissu menn ei dæmi þess, að nokkur hefði slíkt árætt. Aflaði hann á Kerlingunni mjög fugl og egg, en ærin var dirfska hans, og gekk hann fyrst á smánöglum ein- um á brjóst hennar, sem kallað er. Er það hilla breið á henni og veit til landsuðurs. Dró hann naglana jafnóðum út er hann gekk á, og rak í bjargir upp eftir. En þá hapn var nær kominn hillubrúninni, svæik hann nagli, en náði í því tveim fingrum upp á hellubrún- ina, og upp fekk hann vegið sig á tveim nöglum, að hann sagði. Fyr- ir því var það, að Ólafur stúdent Ólafsson kvað svo í gamni í brúð- kaupsvísum, þá Jóhann fekk Ragn- heiðar Pálsdóttur prests á Brúar- landi: Þegar neyð að nístir framt og nærri er taptur heimur, á ’enni hangir aldrei samt allur á nöglum tveimur. og meinti hann það til brúðar hans, því að þá er Schram vóg sig upp á hilluna, misti hann skjóðu, er naglar voru í, og hamarinn í sjó niður, því að hvarvetna fellur sær í bjarg umhverfis drangann, og verður eigi skip að lagt nema í ládeyðu, og fengu menn þá kast- að til hans færi úr skipi því, er flutti hann þangað. Komst hann með þeim hætti ofan og gat komið á sigunum. Var það og öðru sinni, að hann varpaði færi með steini bundnum í endann upp yfir topp drangan- um, er klofi var í ofan og aukist hafði í jarðskjálftanum, en steinn- inn stóð fyrir neðst, þar klof- inn mjókkaði. Komst hann við það upp á færinu, og var það mest að sýna færleik sinn, því að eigi fanst þar annað uppi en fá skarfahreið- ur. Skemdu þeir og mjög veiði hans á hillunni, þar hann hafði speldi, svo að fiður varð ónýtt. Gaf og allsjaldan þangað að vitja, svo að nálega urðu engin not áræðis þessa. Það hafði og Schram sjer til leiks, að hann gekk laus hátt upp í Háubrók, er nærri er fjörunni, og ljet ungling þann, er Indriði hjet, son Gísla Konráðssonar, er þar reri hjá föður sínum, standa á öxl- um sjer til að grýta rissu. En Gísla gast lítt að því og bannaði það. Og þótti þetta dirfska enn meiri en þeir Sveinn Auðunsson og Bjarni gamli í Kálfadal áður höfðu sýnt við Drangey. Schram hafði og áður verið fyrir nokkrum vikum sigmaður í Drangey og þótti all- vogaður. Er hans þá svo getið í formannavísum um Drangeyjar- formenn: Sjer í fleygir sigaham, sendur á legi hingað fram, djarfur þeigi doska nam Drangs við eyju Jóhann Schram. Síðan fekk Schram Ragnheiðar, en varlegar fór hann við Drang- ey seinna, og Var sem honum of- byði hin fyrri dirfska sín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.