Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Qupperneq 12
HEIÐIN JÓL OG KRISTIN JÓL UM JÓLIN hafa verið rituð þau feikn og kynstur, að ervitt ei að rita nokkuð spán-nýtt um þau, en samt ætla jeg að reyna það Orðið jól var til í heiðni, í nor- rænu, og í fornensku géol, en ekki í þýsku. Géol er borið fram eins og jól, en Yule í nýensku er lán- að úr norrænu. . Hinn heilagi Beda, sem Ari fróði vitnar í lýsir hugleiðingum heiðins manns, sem hlustaði á kristniboða. Pálínus boðaði kristni við hirð Játvins, konungs á Norðimbra- landi, á 6tu öld. Hirðmaður kon- ungs mælti „Mjer sýnist ævi manns vera eins og fuglsins, sem flýgur í vetrarhreti innum glugga og út um annan, í höll þinni, konungr þar situr þú og menn þínir við heit- an arineld, en blindbylur er úti. Fuglinum líður vel, meðan hann er í höllinni, en á augabragði er hann horfinn út í hretið. Þannig er ævi mannsins. Hún er stutt. Hvað tek- ur við eftir hana? Hvað var á und- an henni? Um það vitum vjer alls ekkert“. Þessi heiðingi hefur orðið for- vígismaður kristninnar, eins og hinir heiðnu víkingar, er unnu Normandíu. En hvernig stendur á að kristn- ir menn kölluðu fæðingardag Krists jól og settu hann í stað miðsvetrar- blóts? Samkvæmt gamla tímatalinu voru sólhvörf 25. desember Pro- kopius segir, á 6tu öld, að íbúar Thule í norðrinu sjeu í myrkri, um vetur, 40 daga, þegar 35 þeirra eru liðnir, senda þeir menn upp á fjallatinda að vita hvort sjái til sólar. Ef þeir sjá til hennar, byrjar veislufögnuður hjá öllum. Nú var fæðingardagur Krists ókunnur, og var ekki haldinn hátíðlegur fyr en seint á 4ðu öld e. Kr. „Kristur er sólin, sem sigrar myrkrið“, endur- hljómar í kristnum ritum. Velja menn honum því fæðingardag, þeg- ar sólin, lífgjafinn, færir oss hita og ljós. Armeníumenn, sem tóku kristni einna fyrstir af öllum þjóð- um, halda enn jólin 6. janúar, þ. e. á þrettánda. Nú víkur sögunni til Noregs Hákon Aðalsteinsfóstri kemur til Noregs árið 933, fimtán ára gamall, vel menntaður og kristinn maður í alheiðið land. Þrændir hlusta á ræðu hans á þingi og segja: ,.Hjer er kominn Haraldr hárfagri, ungr í annat sinn“. „Hann setti þat í lög- um at hef ja jólahald þann tíma sem kristnir menn, ok skyldi þá hverr maður eiga mælis öl (mælir rúm- lega 16 lítrar), en gjalda fje ella, ok halda heilagt, meðan öl ynn- isk“. í blótveislu hjá Sigurði Hlaða- jarli, signaði jarl Óðni hið fyrsta full ok drakk af horninu til kon- ungs. Konungur tók við ok gerði krossmark yfir. „Hví fer konungr- inn svá?“ mælti Kárr af Grýtingi Jarlinn svarar: „Konungr gerir svá sem þeir er trúa á mátt sinn ok megin ok signa full sitt Þór. Hann gerði hamarsmark yfir, áðr hann drakk“. í jólaveislu næsta vetur neyddu bændur konung til að drekka öll minni krossalaust, Þeir drápu þrjá enska presta, er hann ljet koma frá Englandi ok brenndu kirkjur þeirra. Ætlaði Hákon þá að fara með her á hendr Þrændum, er frjett kom at Eiríkssynir herj- uðu í Víkinni. Fylgdu þá allir Norð- menn hinum glæsilega konungi og ráku þá af höndum sjer. Á Englandi fór kristnitakan fram manndrápalaust, eins og á íslandi Heiðnum hofum var breytt í kirkj- ur með þeim hætti, að Þór, Óðinn og Freyr voru teknir af blótstöll- unum og Hvíta-Kristur og María mey sett í staðinn. Ólafur Tryggva- son og Ólafur helgi pína og pynda menn til kristni. Hróðólfur í Bæ í Borgarfirði kemur frá Englandi og Normandíu með kennara og klerka og kennir þar í 20 ár, 1030— 1050; stafa frá honum allt að 100 tökuorð úr fornensku um kirkju- legar athafnir og hluti; eru flest af þeim enn í íslensku máli. Hann kennir líka fornenska stafrofið, með þ, ð, æ o. s. frv. Hefur þessi náfrændi Rúðujarla og Játvarðar Englandskonungs, 1042—1066, unn- ið mikið þarfaverk fyrir menn- ingu og menntun íslendinga. Mun jeg gera honum skil í bók, sem nú er í smíðum. Söguritun á latínu byrjaði í Normandíu eftir aldamótin 1000. Dudo, fyrsti söguritari Normanna segist hafa sögu Rúðujarla eftir föður Hróðólfs. Er því ekki örvænt, að Hróðólfur hafi fest á skinn sög- ur höfðingjasona, lærisveina sinna. Ef svo er, þá er það fyrsti vísir til söguritunar á íslandi. íslensk skip sigldu upp Signu til Rúðuborgar með ull og skinnavöru, og sjest það í gömlum tollareikningum Nor- mandíu. Samgöngur hafa verið tíð- ar á 11. öld milli Rúðu og Hvítár- mynnis. „Hann kom út í Hvítá“ er mjög títt í íslendingasögum. Hróðólfr vann stórvirki sín í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.