Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í“* p ***?'**"* ’ 579 ivii/ „ VERÐLAUNAKROSSGATA áður var hún tengdadóttir sýslu- mannshjónanna í Bæ en misti fyrri mann sinn 1904. Þegar þau Hildur og yngsti Ketill giftust, þá gaf Ragnhildur sýslumannsfrú könn- una Hildi með þeim ummælum að best væri nú að kannan kæmist í ættina aftur. Hjá frú Hildi var kannan þar til 1935, að bróðurdótt- ir manns hennar, Vilborg Vilhjálms dóttir, giftist Ingólfi Þorsteinssyni bankafulltrúa í Rvík, þá gaf Hild- ur Vilborgu hana með þeim um- mælum að þá fylgdi hún Kotvogs- ættinni áfram eins og best ætti við. Nú er þessi gamli fallegi ættar- gripur í góðum höndum hjá þeim hjónum í Barmahlíð 29 í Reykja- vík. V Xí V ^ m LÍTILL Svertingjadrengur kom inn í lyfjabúð og spurði hvort hann mætti síma. Það var til reiðu. — Halló, er það frú Johnson? sagði hann í simann. Þetta er drengur, sem tekur að sjer ýmsa snúninga fyrir fólk. Jeg sje að þjer eigið stóra grasflöt. Vantar yður ekki dreng til að slá hana? Svo hlustaði hann og sagði síðan: — Nú, þjer hafið fengið dreng til þess. En hvað er þá um girðinguna? Þarf ekki að laga hana?.... Nú, drengurinn gerir það lika. Er hann vandvirkur? Eruð þjer ánægð með hann? Það er gott, þakka yður fyrir, frú Johnson.“ Það var auðsjeð að hann hrygðist ekk- ert af þessum frjettum og svo ætlaði hann að fara. — Bíddu við, kallaði lyfsalinn, jeg þarf á góðum snúningadreng að halda. Viltu koma til mín? — Nei, þakka yður fyrir, sagði Surt- ur litli. Jeg er sonur hennar frú John- son og jeg hirði grasflötina og geri við girðinguna. Mig langaði aðeins til þess að vita með vissu hvort hún væri á- nægð með það. Lárjett: 1 á litinn — 13 linara — 14 lífseig — 15 klaki — 17 tveir eins — 18 eygðu — 20 snemma — 21 samtenging — 22 skemmd — 24 margs vís um mennina — 27 líkamshluta — 28 gaf frá sjer hljóð — 30 fuglinn — 32 versla — 33 víma — 35 mild — 36 rómv. tölustafur — 37 önuglyndi — 38 samliggjandi — 39 hamingja — 42 vísindagrein — 44 brjálaðs — 46 neyttu-----48 stöðugt — 50 raust — 51 líkamshlutar — 53 ánægð ur — 54 skarkali — 55 hefir næmt skilningarvit — 58 öðlast — 59 nöldur — 61 stafur — 62 greinir — 63 ung- viði — 64 kaupmannsins — 69 ósam- stæðir — 70 andmæla — 71 uxi — 72 halamergð — 73 eiruggi. Lóðrjett: 1 snjókoma — 2 algeng skammstöf- un — 3 lifir — 4 bók — 5 fjelag — 6 ger — 7 fuglar — 8 tveir eins — 9 óviss — 10 á fæti — 11 samhljóðar — 12 kennsla — 16 skapilla — 19 bar- dagafuglar — 21 stúlku — 23 ejdstæð- inu — 25 ending — 26 forsetning (göm- ul mynd) — 27 augljóst — 29 stjórn — 31 dropi — 33 efni — 34 ákveðinn fjölda — 40 borg — 41 snögga hreyf- ingu — 43 líkamshlutann — 45 þraut- in — 47 vindblær — 49 kassi — 51 tveir eins — 52 rugga — 56 skáld — 57 drykkurinn — 60 stúlku — 63 mað- ur — 65 hvílist — 66 oddi — 67 óhreinka — 68 þreyta. Það skal tekið fram, að í tveimur orðum er i notað sem y. Þrenn verðlaun verða veitt fvrir rjettar ráðningar, ein á kr. 100,00 og tvenn á kr. 50,00. — Ráðningar verða að hafa borist Morgunblaðinu fyrir 6. janúar n. k.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.