Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBL^ÐSINS 99 ið var í veði. En þegar Antabus er annars vegar, þá þýðir ekkert að hugsa sem svo: „Jeg veit að jeg verð veikur á eftir, en nú vil jeg drekka duglega“. Með Ántabus í líkamanum má maður vera hár- viss um það að vera orðinn fár- veikur eftir fimm mínútur. Svo fljótt hrífur það. Jeg hefi sannfærst um það að Antabus er kyngilyf. En jeg veit líka að maður verður að nevta þess með gát. Enginn maður skyldi reyna að láta renna af sjer með því að taka inn Antabus. Það er ekki gert til þess og getur þá ver- ið hættulegt. Konur skyldu forð- ast að gefa mönnum sínum það inn án vitundar þeirra. Það getur orð- ið hættulegt. En sje Antabus tek- ið eftir læknisráði, þá hefir það engin ill eftirköst. Mönnum, sem hafa hjartveiki og sykursýki er þó íáðlagt að nota það ekki. Antabus er langbesta meðalið sem þekkist gegn drykkjuskap. Sá, sem tekur það inn, getur ekki drukkið áfengi, meðan Antabus er 1 líkamanum. Og það er í líkam- anum nokkra daga á eftir inntöku, og sú verkun þess fram í tímann er mikils virði fyrir drykkjusjúkl- inginn. Einn af helstu vísindamönnun- um, sem nú fást við Antabus lækn- ingar, er dr. R. Gordon Bell. Hann hefir til umráða heilsuhæli fvrir drykkjusjúka menn og er það rjett hjá Toronto. Hann segir: „Áfengissjúklingur þarf að minsta kosti að vera í bindindi eitt ár til þess að koma fótunum undir sig og byrja nýtt líf. Nú þarf þess ekki, og það er Antabus að þakka. Meðalið tryggir sjúklingnum að hann getur ekki drukkið og löng- unin í áfengi hverfur. Og með um- gengni við aðra áfengissjúklinga, sem lengra eru komnir á bataveg, tekst honum fljótt að gjörbreyta lífi sínu“. II. Þannig segist þessum manni frá. En fleiri hafa sömu sögu að segja. Á árinu sem leið — en það er fyrsta árið, sem Antabus er í notkun — hafa læknar á Norðurlöndum bjarg að 3000 áfengissjúklingum. Danski læknirinn Erik Glud kom nýlega til Kanada og hann fullyrti við lækna þar, að dönskum læknum hefði tekist að lækna 52% af þeim áfengissjúklingum, sem þeir hafa haft undir höndum og höfðu þó margir þeirra verið taldir ólækn- andi. Kanadiskir læknar fengu þetta meðal snemma á árinu sem leið og tilraunir með það hafa farið fram í Montreal, Toronto og fleiri borgum þar í landi, en ekki liggja fyrir neinar opinberar skýrslur um árangurinn. í Bandaríkjunum fara einnig fram tilraunir með meðalið. En það eru lög þar, að „The Food and Drug Administration“ (heilbngð- ismálaráðið) ákveður hvaða lyf skuli tekin á lyfjaskrá, og er það ekki gert fyr en rannsókn á þeim er lokið. En talið er víst að Antabus verði eitt af þeim með- ulum þar, sem ekki fást nema eft- ir lyfseðli. III. Hjer á landi hafa farið fram nokkrar tilraunir með Antabus. Á þeim tilraunum er þó ekki hægt að byggja neinn dóm um ágæti lvfs ins, vegna þess að skilyrði hefir vantað að reyna það til hlítar. Reynslan annars staðar hefir sýnt. að sjúklingarnir þurfa fyrst í stað að hafa hjúkrun, eftirlit og læknis- hjálp. En hjer er ekkert sjúkra- hús nje hæli fyrir drykkjusjúkl- inga. Læknum hefir samt tekist að bjarga nokkrum sjúklingum með Antabus og mönnum, sem illa voru farnir. Það og reynslan á Norður- löndum, bendir til þess að hjer væri hægt að hjálpa mörgum, ef farið væri með þá eins og aðra sjúklinga. ^ V í HINUM miklu frumskógum, sem eru beggja megin við Ama- zon-fljótið í Suður-Ameríku, er svo óholt loftslag að hvítir menn geta ekki búið þar. Hitt er und- arlegt, að hvergi í heimi er stór- vaxnari gróður en þar, og allar skepnur eru þar stærri en annars- staðar. Þar eru trje svo stór, að stofn- arnir eru 40 fet í þvermál og laufkrónur þeirra eru 200 fet yfir jörð. Bambusreyrinn vex þar fet á dag. Blöð vatnaliljunnar verða 7 fet á breidd og þau eru svo stór að Indíánakrakkar nota þau fyrir báta og sigla á þeim. Hvergi í heimi er jafn stórkostlegur jarðargróð- ur. — Dýr eru líka miklu stærri en annars staðar. Þar er stærsta nag- dýr heimsins, kallað capybora. Það er af rottukyni og verður á stærð við sauðkind. Stærstu maurasleikj- ur þar eru á stærð við birni. Otur- inn er þar 10 feta langur, en ann- ars staðar ekki nema rúmt fet. Og þar eru fiðrildi, sem eru hálft fet á lengd og vængirnir eftir því. Þar eru fljúgandi skordýr eins stór og '* hönd manns. Og þar eru svo stór- ar köngulær, að þær veiða fugla. í fljótinu er stærsti vatnafisk- ur í heimi, nefndur piraruco. Þar eru líka sverðfiskar og hákarlar og stærstu krókódílar. Og í skóginum er önnur stærsta eiturslanga ver- aldar, anaconda. Þar eru fimm feta langar ferfætlur, og þar er hin ófrýnilega skepna, sem kölluð er ba2ilisk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.