Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 10
102 LESBÖK MORCjÖNBLAÐSINS rokkra asna, fáeinar kýr og nokkur hundruð fjár. Kýrnar hafa þeir vegna mjólkurinnar og sauðfjeð vegna ullarinnar, því að þeir tæta á sig allan fatnað. Þeir tíma ekki 9ð slátra fjenu og hafa því hjer um bil aldrei kjöt á borðum nema rjett á stórhátíðum og helstu tyllidög- um. Allir stunda tóvinnu og kon- urnar eru duglegar að spinna og prjóna. Það er dálítið einkennilegt, að fótabúnaður karlmanna er alveg eins og var hjer á íslandi til skams tíma, sokkar, sem eru brotnir utan yfir buxurnar og ná upp að hnje, og leðurskór, sem eru gerðir á al- veg sama hátt og íslensku leður- skórnir. Sá er einn munur að sokk- arnir eru hvítir og þó stundum með dökkum röndum efst. Engir peningar eru í umferð á eynni, enda þurfa menn ekki á þeim að halda. Sá er ríkastur þar, sem á mest af kartöflum. Árið 1942 setti breski flotinn og flugher Suður-Afríku loftskeyta- stöð á laggirnar á Tristan. Komu þá þangað veðurfræðingar og síma -menn og höfðu sumir fjölskyldur sínar með sjer. Þá var stofnaður barnaskóli. Áður hafði kristniboði, sendur af heiðingjatrúboðinu í London, annast kenslu þar. Kensl- una annast nú ekkja síðasta trúboð ans (hann dó 1948) og hún stjórnar einnig kvenskátaflokki. Nú er í ráði að þangað verði sendir kennarar frá Suður-Afríku. í stríðinu 1914—18 gleymdust íbúar Tristan alveg og þangað kom ekkert skip öll stríðsárin. Þegar fyrsta skipið kom þangað rjett eftir stríðið, vanhagaði eyarskeggja um margt og höfðu þeir átt við erfið kjör að búa vegna uppskerubrests á kartöflum. Var þeim þá boðið að þeir skyldi allir fluttir burt frá eynni. En við það var ekki kom- andi. Þeir vildu vera þar og hvergi annars staðar. Síðan hefur boð þetta verið ítrekað, en svarið hef- ur jafnan verið hið sama. Fólkið er rótgróið þarna og því líður vel, þar sem það á ekki í neinum deilum, allir eru jafn rjettháir og hver býr að sínu í friði. Ef eitthvað kallar að þannig að viðkomandi getur ekki af eigin ramleik risið undir því, hjálpast allir að, líkt og Öræf- ingar hafa gert alt fram á þennan dag. Þegar hjón reisa bú, er beim það t. d. ofurefli að bvggja hús yfir sig. En úr því er levst á þann hátt að nágrannarnir hjálpa til að byggja húsið og leggja fram efni- við eins og þarf. Nú er einangrun Tristans da Cunha að verða lokið, og sennilega hafa íbúarnir úr meiru að moða í framtíðinni en hingað til hefur verið. Útgerðarfjelög í Suður-Af- ríku ætla að reisa þar tvö hrað- frystihús og reka þar ostruveiðar. Verða hafðir árabátar til þess að veiða ostrurnar, en vjelbátar til þess að taka við aflanum og flvtja hann glænýan í frystihúsin. Verða það þá aðallega eyarskeggjar, sem stunda veiðarnar og vinnu í frysti- húsunum. Er gert ráð fyrir því að flvtja þarna út á ári hverju um 30.000 kassa af ostrum, en í hverj- um kassa eru 20 ensk pund. Enn fremur er gert ráð fyrir að eitthvað meira muni vera hægt að flytja út úr því að samgöngur aukast í fiskategundum þeim, sem veiðast hjá eynni er lifrin t. d. mjög auð- ug af fjörefnum og er sagt að það- an megi fá kjarnbetra lýsi en ann- ars staðar. Þá eru og umhverfis eyarnar skógar af risavöxnu þangi og í því er mikið af efni, sem kallað er „alginic acid“ og er það til margra hluta nytsamlegt. Það er notað í ís til þess að gera hann áferðarfallegan, það er notað í fegr- unarsmyrsl, tanngóma, vatnsliti og ostamálningu. Það er einnig notað við bruggun til þess að dlið verði tært. Og þegar hampskorturipn var mestur í seinasta stríði, fundu vís- indamenn upp aðferð til þess að spinna þráð úr þessu efni og var hann notaður í strigaefni allskonar. V ^ ^ VkL jeiar, óem u „mannóuit Á SEINUSTU árum hafa vorið fundnar upp hinar furðulegustu vjelar, sem hafa „hugsun“ og „minni“ og geta leyst þær hug- þrautir, sem mönnum er um megn að leysa. VJELAMENNINGIN færist altaf í aukana. Nýar og nýar vjelar eru fundnar upp og þær vinna sín verk hraðar og betur en nokkur maður getur gert. Lengi vel bar þó mað- urinn af vjelunum að því leyti að hann gat hugsað og ályktað, en nú eru komnar fram vjelar, sem taka manninum fram að þessu leyti líka. Ein af þessum nýu vjelum er nefnd „Meehanical and Numerical Integrator and Calculator“. en vegna þess hvað nafnið er langt hefur það verið stytt þannig, að draga saman fyrstu stafina í orð- unum og kemur þá fram nafnið „Maniac“. Höfundur þessarar vjel- ar er John von Neumann, rniðaldra stærðfræðingur, sen starfar við „Institute for Advanced Studv“ í Princeton háskólanum í Bandaríkj- unum. Ameríski herinn hefur lagt fram fje til þess að smíða vjelina. í henni eru engin hjól, heldur ótal rafmagnsspólur og hún ,,hugsar“ og „ályktar“ fyrir tilverkan íleiðslu- rafmagns. Besta „hugsunarvjelin", sem áð- ur hafði verið smíðuð, heitir ,.Eni- ac“. Hinn frægi breski eðlisfræð- ingur D R. Hartree prófessor, vann 15 ár samfleytt að því að reikna út „gang“ rafeindanna í frumeindinni (atom). Þetta verk geta hinar nýu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.