Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 14
* 106 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r ið að tala um Esarp-málið, en hún var engu nær. Það var ekki fyr en jeg hafði sagt henni hvenær það gerðist og að Esarp væri skamt frá Lundi, að hún kannaðist við það. Hún mundi þó ósköp óglögt eftir því, og hafði enga hugmynd um að þrjár manneskjur hefði verið við það riðnar. Þegar talað er um þessa tilraun verða menn að gera sjer það ljóst, að inn í fasta atburðakeðju er blandað fylgihugsunum annara á alveg óvenjulegan hátt. Til útskýr- ingar á því hættir mönnum til að % segja að þar sje um hugsanaflutn- ing að ræða, telja það næga skýr- ingu. Á þennan hátt hefði þá mið- illinn átt að fá vitneskju um ým- islegt, sem stóð í sambandi við þetta mál. Þessi tilgáta getur stað- ist að því leyti, að það virðist oft auðveldara fyrir miðla að koma með upplýsingar, ef einhver við- staddur er kunnugur því máli, sem um er að ræða. En að þessu sinni er sú útskýring ekki fullnægjandi. Þegar jeg geri slíkar tilraunir gæti jeg þess jafnan að velja þau athug- unar efni, sem jeg þekki lítt tiL Af vissum ástæðum hafði jeg ekki frjett neitt um Esarp-málið 1932, nema það sem stóð í blöðunum. En jeg vissi ekkert um það, sem kom- ið hafði fram við rjettarhöld á hin- um ýmsu dómstigum o. s. frv. Þeg- ar þessi tilraun fór fram, vissi jeg því sáralítið um þetta mál, og alls ekkert um hin smærri atriði í sam- bandi við það. Miðillinn gat til dæmis um það, að sár hefði vcrið á íótlegg liksins. Þessa finst hvcrgi getið nema í skýrslunni um líkskoð unina, og það er harla ósennilegt að jeg haíi getað fengið eitthvert hugboð um þetta. En vilji menn riú samt sem áður ha.lda því fram, að þannig haii þetta venð, -að það htla sem jeg vissi urp Lsarp-máhð hafi orðið roiðlinum til leiðbeiningar með hugsanaflutningi, þá má athuga hvaða gildi sú staðhæfing hefur með dæmum frá öðrum tilraunum. Af mörgum dæmum skal jeg taka þetta: í ÖNDVERÐUM september 1947 sendi prófessor Olle Holmberg í Lundi mjer nokkur krossbands- brjef og var eitt þeirra merkt með bókstafnum B. Jeg fekk engar upp- lýsingar um það, hvað í þessum brjefum væri. Á tilraunafundi 6. nóvember íekk frú Braconnier þetta brjef handa milli. Hún var þá alls ekki í dáleiðslu, heldur glað- vakandi. Hún lýsti þá áhrifum þeim, er hún varð vör við, á þenn- an hátt: — Óðagot, það er eitthvert sjúklegt ójafnvægi á honum. Eru læknar eitt- hvað við þetta riðnir? Einhver læknir kemur hjer við sögu. Gengur eitthvað að honum, sem skrifar þetta? Sefur hann nú? Jeg kemst ekki í samband við hann, það er eins og hann sje langt í burtu og í dimmu. Mikil sorg honum viðvíkjandi. Mörg tár hafa verið feld hans vegna. Er hann með öllum mjalla? Hefur hann verið einangraður? Hann er að minsta kosti einangraður frá mönnum á einhvern hátt. Mjer finst það standa eitthvað í sambandi við æskuárin. Það er eins og alt sje á flugi og ferð umhverfis hann, margar sögur um hann, margt skrifað um hann. Er eitthvert erindi í þessu brjefl? Daginn eftir fekk jeg brjef frá Holmberg prófessor. Þar skýrði harm mjcr frá því, að innan í brjef- inu hefði verið brjef frá skáldinu Gustaf Fröding, og það hefði vci'ið svo hljóðandi: — Kæra frænka. l>ú hefur ináske hcyrt uin vcikindi min — áfcngissýki á háu stigi. Jeg er nýkominn frá Þýska landi og hef eytt öllum peningum mín- unr í áfengi. Þess vegna iangar mig til að biðja þig að lána rnjer 100 krónur — jeg skal enduigieiða þær eftrr mári- uð. Heimilisíar.g mitt er Starterget 7 (sjö). Gustaí Frödiag Þú værir vís til að sýna mjer þá frændrækni að heimsækja mig, en jeg vil helst vera laus við það, vegna þess að jeg get varla sýnt mig. Sami. Brjefið hafði Fröding skrifað í lögreglustöðinni í Malmey, nýkom- inn af hressingarhælinu í Görlitz. Sennilega hefur hann verið undir áhrifum áfengis er hann skrifaði brjefið, því að hann hefur brotið það saman áður en blekið var þorn að og lrafði skriftin því víða klest. — Eins og kunnugt er var Fröding oft hafður í haldi vegna geðveiki. Brjefið er sýnilega skrifað í flaustri og beiðnin um peninga getur gjarna kallast erindi, eins og miðillinn komst að orði. Sannarlega var það þungbær sorg fyrir ættingja, vini og aðdáendur Fröding hvernig líf hans var. Þessi tilraun sýnir Ijóslega hvað komið getur fram, enda þótt hugs- anaflutningur sje algjörlega útilok- aður. VIÐVÍKJANDI tilrauninni þar sem Esarp-málinu var lýst, er það að segja og má undirstrykast, að frá sálfræðilegu sjónarmiði eru upp lýsingarnar, sem þar komu fram, síst þýðingarminni ef það skyldi nú koma í ljós alveg ótvírætt að Nils Andersson sje ekki sekur. En hins verður að gæta jafn strang- lega, að það sem fram kom við tilraunina, er engin sönnun fyrir sakleysi lrans. Það er sennilegt að á þessu sviði verði nrenn enn um hríð að láta sjer nægja að vita að í sálarlíli manna eru hæíileikar, sem ekki samrýmast hinu áþreiíanlega. liin gamla heimsmynd, sem náttúru- vísindin hafa dregið upp, er í upp- lausn. Vjer vitum nú að hin ó- íullkomnu skilningarvit vor ná eklú að skynja raunveruleikann. Frumemdar.annsokmr og stjcrnu- eðlisfræði gefa grun um heims- byggingu, sem vjer munum aldrei

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.