Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Sniglar eru lan dpl ága H V E R sagði að snigillinn væri seinn í ferðura? Það er ekki nema ein öld síðan að risasnigillinn í Afríku íók að leggja heiminn undir sig. Hvar sem hann fór var hann landplága Hann hefur valdið miljóna miljóna doll- ara tjóni. í stríðinu breiddist hann enn meira út og er nú kominn tii Kaliforníu og mun sem annars stað ar valda þar gífurlegu tjóni á ald- ingörðum, ef ekki tekst að hefta útbreiðslu hans. Þessir afríkönsku sniglar (Acha- tina fulica eru þeir kallaðir), eru 6—9 þumlungar á lengd og álíka gildir og appelsína. — Kuðungur þeirra er ákaflega fallegur og marg iitur, ljósgrænn, purpuralitur, gul- ur brúnn og hvítur. Þeir geta lifað nokkur ár og viðkoman er gífur- leg. Enginn getur gert sjer í hugar- lund hver hervirki þessir sniglar megna að skilja. En þau öfl, sem þar stjórna, eru ef til vill þannig, að þau geti gefið skýringu á fyrir- burðum eins og þessum, það er að segja ef það á nokkru smni að sann ast að þeir sje það, sem þeir virðast vera. Risasnigill. Stærð hans má sjá á samanburði við brjefið, sem er 314 þuml. á breidd. geta gert, nema hann sjái það. Á daginn halda þeir kyrru fyrir, en þegar dimmir fara þeir á kreik og þá morar alt af þeim og þeir skríða í stórhópum upp trje, steina og hús. Svertingjar í Afríku hafa miklar mætur á þeim, vegna þess að þeir eta þá, en kuðungana hafa þeir til skrauts og nota þá sem bikara og skeiðar. Víða eru gerðar smáar plötur úr kuðungunum og þær fest ar hundruðum eða þúsundum sam- an upp á þráð. Þessar festar nota konur til skrauts og margvefja þeim um háls sjer. Eru þessar fest- ar oft hið eina skraut ungra kvenna. Árið 1874 flutti breskur ferða- maður, W. H. Benson, nokkra af þessum sniglum til Indlands og slepti þeim skamt frá Kalkútta. — Máske hefur hann gert það í því skyni að Indverjar gæti notað þá til fæðu, en Indverjar viidu ekki sjá þá; og þeim fjölgaði því mjög ört og þeir breiddust út. Árið 1900 voru þeir komnir til Ceylon og eyðilögðu þar akra í stórum stíl. Þaðan bárust þeir til Malaya, Borneo, Sumatra og Java og gerðu þar óskapa tjón á ungum gúmmí- plöntum. Japanar íluttu þá til fonnosa tjj þess að hafa þá til átu og einnig notuðu þeir þá til lækninga (snigla vatn var einu sinni mjög rómað meðal hjer á landi). Árið 1936 fekk maður nokkur á Maui-ey, einni af Hawaieyum, senda átta snigla frá japönsku ættfólki sínu, og kona frá Hawai, sem hafði verið á For- mosa, flutti tvo snigla með sjer heim til Honolulu. Fjölgaði þeim þar svo ört að ekki varð við ráðið. Yfirvöldin skárust þá í leikinn og ljetu úða stór svæði með eitri. — Skólabörn voru og fengin til þess að safna sniglaeggjum og sniglum og komast að því hvar þeir hefði tekið sjer bólfestu. Þessu var hald- ið áfram í tíu ár samfleytt. Snemma í seinasta stríði fluttu Japanar þessa snigla út um allar Kyrrahafseyjar til þess að hafa þá til matar. Á þessum slóðum hafa þeir þegar gert fádæma skaða og nú eru biljónir snigla um Filips- eyar og Mikronesiu-eyar. Sniglar þessir eru tvíkynja og þarf því ekki nema einn einasta snigil til þess að valda landplágu, því að hver snigill verpir eggjum. Vísindamaður nokkur hefur reikn- að, að út af einum snigli geti' kom- jð 11 biljónir snigla á fimm árum. Hver snigill verpir um 300 eggj- um i einu. Þeir eru ákaflega gráðugir og eta sem sagt alt er að kjafti kem- ur, aðallega þó rotnaða ávexti, ný- græðing, mjúkan börk og græn- meti. Þeir þurfa einnig á kalki að halda og þrífast illa þar sem jörð er kalklítil. Venjulegast leita þeir sjer ætis á nóttunni, eða í rigningu. Þegar þurkar ganga og lítið er um æti, grafa þeir sig í jörð og liggja þar tímunum saman. Vita menn dæmi til þess að þeir geta lifað þannig' matarlausir í sex mánuði. Fyrir skömmu var flutt til Kah- fornju mikið af alls konar hergögn- um ,sem notuð höfðu verið á Kvrra þafseyjum. Óteljandi sniglar sátu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.