Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 Verið að reisa bús handa hjónaefnum. Hnjeháir ullarsokkar og verptir leðurskór. fiuttist þó Burnell þaðan aftur, en ymsir aðrir komu í staðinn, þar á meðal Thomas Swain. Hann er kunnastur fyrir það að hann hrós- aði sjer af því að hafa stutt Horatio Nelson flotaforingja er hann fekk banasárið í orustunni hjá Trafalgar. Eftir þetta bættust við skipbrots- menn, og árið 1826 áttu heima á eynni sjö karlmenn, tvær konur og tvö börn. En það er ekki gott að maðu'rinn sje einsamall og báðu því hinir einhleypu karlmenn um að sjer væri útvegaðar konur. Árið eftir voru þeim sendar fimm konur irá St. Helena og skiftu þeir þeim á milli sín. Nú eru eyarskeggjar um 230 tals- ins. Þeir eru allir meira og minna skyldir, og ekki eru þar nema sjö ættarnöfn: Glass, Green, Hagan, Laverello, Repetto, Rogers, og Swain. Þessum nöfnum heita þær 60 fjölskyldur, sem á eynni búa. í þeim er upphaílega mjög blandað blóð, því að þeir eru komnir af Englendingum, Skotum, Hollend- ingum, ítölum, Bandaríkjamönnum og þessum fimm konum frá St. Helena. Þeir þykjast tala ensku, en hún er orðin svo brengluð í munni þeirra, að Englendingar eiga bágt með að skilja þá. Repetto hjet skipbrotsmaður sem komst á land í eynni árið 1890. Ekkja hans, Frances Repetto, var „drotning“ eyarinnar fram til árs- ms 1948, en þá andaðist hún. Nú er það sonur hennar, sem er höfð- irgi yfir eyarskeggjum. Skógur er enginn á eynni, en trjá -reki nokkur, og af fjörum fá þeir húsavið, en hann er heldur af skorn -um skamti. Húsabyggingar þeirra bera þess líka vitni. Veggirnir eru hlaðnir úr grjóti. Finst þar stem- tegund, sem gott er að kljúfa og svo lin, að bægt er að telgja steinana til með öxi. Sperrur og langbönd eru úr rekaviði, en þakið ur hampi og á mænirinn er sett torf og fest með vír. Er það gert til þess að húsin leki síður. Ekki er timbur til þess að hafa í gólf og eru því harð- barin leirgóK í hverju húsi. Skil- rúm eru þó úr timbri, en venjulega ekki nema eitt í hverju húsi. Þeir verða að fara sparlega með reka- viðinn, því að úr honum verða þeir líka að smíða sjer báta, og þeim er lífsnauðsyn að eiga marga báta, þvi að þeir hfa að miklu leyti á fisk- veiðum, og fuglatekju og eggja- tekju í úteyum. Að öðru leyti lifa þeir nær ein- göngu á kartöflum. Eiga þeir stóra kartöflugarða á dálítilli sljettu. sem er rjett hjá aðalbygðinni, en hún heitir Edinburgh. Sáðreitarnir eru allir girtir með háum grjótgörðum til skjóls. Stundum gera rottur og grasmaðkur stórkostlegan usla í kartöflugörðunum og liggur þá við hungursneyð hjá eyarskeggjum. Húsdýr eiga þeir ekki önnur en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.