Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 8
100 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Ol unn (önd Tristan da Cunha í SUNNANVERÐU Atlantshafi miðju eru nokkrar smáeyar. Eru þetta toppar gamalla eldfjalla. — Stærsta eyan þarna, og sú eina sem bygð er, heitir Tristan da Cunha. Hún er ekki nema um 24 mííur enskar ummáls, en rís 6760 fet úr sjó. Hinar eyarnar heita Inaccessible, Stoltenhoff, Miðey og Náttgalaey. Bygðin þarna hefur verið talin afskektasta bygð x heimi, því að 1500 mílur eru yfir haf til næstu bygðar,.en hún er á St. Helena. Til.Höfðanýlendu á suðurodda Af- ríku, eru 1700 mílur og til Rio de Janeiro eru 2100 mílur, en það eru næstu síaðirnir á meginlöndunum beggja megin Atlantshafsins. Tristan da Cunha er kend við portugalskan sjófaranda, er fyrstur fann hana. Það var árið 1506. Siðan höfðust sjóræningjar þar við og cr talið að þeir liafi falið stórfje á eynni. Talið cr að fyrstu landnemarnir þarna hafi verið Bandaríkjamenn. Voru þeir þrír saman og hjet fyrir- liði þeirra Jonathan Lambert og var frá Salem í Massachusetts. Þeir settust þarna að árið 1810 og Lam- bert kallaði sig „konung“ eyarinn- ar og bírtí um það yfirlýsingu i blaðinu Gazette i Boston árið eftir. Enginn fetti fingur út i þetta land- nám, nje yfirlýsingu Lamberts, en landstjóri Breta í Höfðaborg hafði áður lagt til, að Bretar legðu eyna undir sig. Það var gert áríð 1816. Þá var herskipið „Falmouth" sent þangað. Foringinn sló exgn Brcta- konungs á eyarnar og setti setulið ö land á Tristan. Segja sumir sagn- íræðingar að þetta hafi verið gert til þess, að fylgjendur Napoleons Bonaparte gæti ekki haft þar bæki- stöð, ef þeir hugsuðu sjer að reyna að ná honum frá St. Helena. Þegar breska setuliðið var sctt þarna á land, var þar aðeins einn maður fyrir. Hann hjet Tomaso Corri og var ítali að ætt. Hann sagði þá sogu af Lambert og hinum fielaga sínum, að þeir hefðu báðir druknað í fiskiróðri. Nú hofðu geng -ið sögur um það, að Lambert hefði i'undið kistu fulla af fjársjóðum bar á eynni. Hafa hermennirnir sjálf- sagt verið að grenslast cftir því livað liæft vaerx i þeim sögusögn- um, og dró Corri enga dul á, að mikiU fjársjoðui vaeri ialmn a eynni. Til sannindamerkis um það hvarf hann stundum út í buskann, en kom aftur með hnefafylli af gull -peningum. Þá haía hermennirnir gengið harðara á hann að vísa sjer á fjársjóðinn. Seinast ljet hann undan og vísaði þeim á staðinn — en þar var þá ekkert að finna. Árið eftir (1877) fluttu Bretar herlið sitt burt af eynni. Það var fjórum árum áður en Napoleon dó é St. Helena. En þegar herliðið fór fekk skoskur liðþjálfi, William Glass að nafni, leyfi til þess að setj- ast þar að ásamt konu sinni og tveimur börnum. Tveir einhlevpir hermexm, Samuel Burnell og John Nankivel, kusu einnig að verða þar eftxr bjá þexm. Skömxnu seixrna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.