Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1950, Blaðsíða 16
08 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS límdir við þessi hergögn og var ekki gætt að því fyr en eftir að her- gögnin voru komin í land. En þá höfðu sniglarnir farið á kreik og það moraði af þeim á hafnarbökk- um San Pedro. Þá var hafist handa — alt svæðið var afgirt og sniglun- um sópað út í sjó. Sama var gert í San Francisco. Og nú eru öll her- gögn, sem koma sunnan úr Kyrra- hafi hreinsuð með sjóðandi gufu áður en þau eru flutt í land. En í öðrum höfnum er þessa ekki gætt sem skyldi. Og þess vegna er búist við því að sniglar muni brátt fara eins og 'logi yfir akur um Kali- forniu, því að þar eru mjög hentug lífsskilyrði fyrir þá. Annars er tal- ið að þeir geti þrifist alls staðar þar sem ekki er frost í jörð um lengri tíma. (The Atlantic Monthly). V ^ ^ ^ Þessa vísu skrifaði Einar Benediktsson skáld í gestabók á Skútustöðum við Mývatn þegar sjera Árni Jónsson var þar: Bærinn þessi er bygðarprýði, bygðin þessi er fjórðungsprýði, fjórðungurinn Fróns er prýði, Frón er allrar jarðar prýði. Fyrir 90 árum voru harðindi mikil og fjárfellir í Norðurlandi. Kom þá upp hugur í mörg um Suður-Þingeyingum að kveðja þetta kalda land og flytjast til Græn- lands. Var þetta mikið rætt manna á milli og seinast var stofnað til opin- bers. fundar um þetta mál, og var sá fundur haldinn á Einarsstöðum í Reykjadal 1859. Þangað kom Einar í Nesi. Sýndi hann mönnum fram á að Grænland hefði ekki gefist íslend- ingum vel, og kvað það lýsa lítilli fyr- irhyggju að ætla sjer að flytja úr NÚ ER hið langþráða skíðafæri komið í fjöllunum hjer í grend og má búast við að þúsundir manna verði á skíðum um þessa helgi. Þeir, sem sjást hjer á myndinni, eru að byrja að æfa sig og má segja að ekki sje ólaglega á stað farið. — (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). köldu landi í enn kaldara land. Benti hann á, að ef menn ætluðu að flýa land, þá væri rjettara að fara til Brasilíu, því að hún væri landa best, þeirra er tæki á móti landnemum. Við fortölur hans hurfu menn alveg frá því að flytjast til Grænlands en upp úr þessu hófust Brasilíuferðirnar. Litlatunga hjet bær nokkuð fyrir sunnan Mýri í Bárðardal. Hann fór í eyði árið 1879. Seinasti bóndi þar hjet Eiríkur Bjarna- son og hafði búið þar í 44 ár. Hann stundaði veiði í íshólsvatni og bar oft veiðina heim á bakinu. Á gamals aldri bar hann einu sinni þaðan að sunn- an 70 punda þungan bagga og sagði að það væri „óþægðarskjatti fyrir sjötugan mann“. Vegarlengdin er um 5 km. Tvennir tímar. Á ísafirði sá jeg mann í lörfum og girtan snæri við lýsisbræðslu hjá Magnúsi kaupmanni bróður mínum. En heyrði að það væri Ari kandidat Jóns- son frá Kaldaðarnesi, Arasonar frá Reykhólum, er jeg hafði í æsku sjeð ríða „sem hetju um hjerað“ í fögrum litklæðum. Hann var lengi í Kaup- mannahöfn, eyddi stórfje og fell fyrir óreglu, en var manna gjörfulegastur. (Matth. Joch.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.