Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Síða 16
484 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS DÚFUNUM GEFIÐ. — VíSa i borgum er mikið af húsbóndalausum dúfum, sem lifa á því er góðir menn gefa þeim. Þykir börnum það t. d. mikið gaman að gefa dúfunum, því að þær eru spakar og ófælnar og taka mat svo að segja úr lófa manns. Hjer í Revkjavik er mikið af dúfum á vergangi, og finst sumum að þeim bæarprýði, en öðrum finst þær gera meira ógagn en gagn, og lftil mannúð í þvi að láta þær berjast við kuida og kröm á vetrum. (Ljósm. Mbl.: Öl. K. M.) Turninn á Oddakirkju. Matthías Jochumsson segir svo frá því er hann ljet byggja kirkjuna í Odda: „Árið 1884 ljet jeg byggja kirkj- una. í fyrstu gekk smíðin fljótt og vel, því að smiðir, 5 eða 6, voru duglegir menn. Hjet yfirsmiðurinn Jón Þór- hallason. Viður sá, er jeg hafði pantað á Eyrarbakka kom ekki nema hálfur, en nokkuð hjálpaði það, að trjáreki allríflegur hafði um veturinn komið á reka Oddakirkju, svo að nóg trje urðu til í grind kirkjunnar — nema í turn- inn. Fór það eftir trú manna þar í sókn- inni að aldrei brygðist það, að hinn helgi Nikulás kirkjudrottinn sendi kirkju sinni nægan við, þá er hana þvrfti oð byggja. Kirkjan komst upp eftir tveggja mánaða starf — nema turninn, engin trje feneust i hann. — Meðhiálnari minn, Hallur á Hóii, hinn vandaðasti maður, hughrevsti mig með trú sinni og kvaðst því aldrei trúa að sá heilagi biskup Nikulás mundi gleyma turninum, þvi að frá dögum sjera Sæmundar (hann meinti Sæ- mundar fróða, er hann taldi hafa dáið fyrir eitthvað 200 árum!) hefði næg- ur reki aldrei brueðist, þegar kirkju hefði hans hefði leeið á. Jee reið samt sem áður á stað að leita ráða hiá vini mínum Sigurði á Skúmsstöðum, en enea snvtu hæfileea átti hann. Á heimleiðinni hevrði jeg kall mikið á eftir mier og var það Þvkkbæineur, sem færði mier bau tíðindi, að reHð væri trie, 26 alna lannt o* nær V? aTin á hverja hlið. á Oddafjöru. Komu úr becsu trie bær fjórar stoðir, sem vantaði, hver 13 alna há. En er stoð- irnar voru reistar, var jeg ekki heima, og er jeg kom heim, þótti mier bera lágt á tumstnfunum. Jón yfirsmiður kvaðst bá hafa stvtt hveria stoð um 4 é’nir, enda bauðst hann til að ábvrgj- ast að nú stæði kirkian og fyki ekki. Jeg reiddist, saeði fátt, en sárlega gramdist mjer. Var þetta engin ný- lunda, að gamall kotungsvani kæmi fram í kirkjubyggingum". Þvottaskýlið við laugamar. Það var Ulstrup bæiarfógeti, sem fyrstur hófst handa um að bvggja skvli hjá laugunum fyrir þvottakonur. Leit- aði hann samskota hjá bæjarmönnum til þess og var húsið reist sumarið 1833. Það kostaði 236 rdl. og 36 sk. Fylgdi því 5 nýir balar og ný strympa úr eik. í því voru bekkir til að setja balana á og hyllur fram með veggj- um til að setja þvottinn á. Fyrir utan voru þvottasnúrur milli staura. Húsið stóð á hól, sem var fyrir norðan neðri laugina. Það fauk £ ofviðri 1857 og í 30 ár höfðu þvottakonur þar ekkert skýli, eða ekki fyr en Thorvaldsens- fjelagið reisti þar nýtt hús. Góður sopi. Þegar Lind læknir var í Stykkis- hólmi kom upp kvittur að maður hefði verið drepinn þar á eitri, var hann grafinn upp og krufði Lind líkið og ljet maga og þarma I kút og helti brennivíni á. Var síðan Indriði nokk- ur, kallaður lausamaður, sendur með kútinn á bakinu suður í Reykjavík til Jóns Thorsteinssen landlæknis. Ekki fann landæknir neitt eitur 1 iðrunum og labbaði svo Indriði með kútinn vest- ur í Hólm aftur. En ekki þótti þetta nóg rannsókn og var Indriði nú send- ur með kútinn norður á Akureyri til Eggerts Johnsen fjórðungslæknis. A leiðinni gisti hann í Hjarðarholti og hengdi föggur sínar upp í bæargöng- in. Lagði svo snemma á stað daginn eftir. En það varð til tíðinda í Hjarð- erholti þennan dag, að vinnumenn prests urðu allmjög ölvaðir. Kom þá upp, að þeir höfðu farið í kút Ind- riða og drukkið úr honum. En þeg- ar Indriði kom til Akureyrar fann læknirinn ekki nema trefjar nokkrar í kútnum. (Eftir Sögur af Snæfells- nesi). Fjeeggstaðir. Svo er nefndur fremsti bærinn í Hörgárdal og stundum Fjeleggstaðir eða Fjalhöggstaðir. Að rjettu lagi mun hann heita Vjelaugsstaðir. Er þetta eitt dæmi þess hvernig sum bæjarnöfn hafa afbakast smám saman af röngum fram- burði. í hinni löggiltu Fasteignabók frá 1932 er hann nefndur Fé(l)eggstaðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.