Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 8
5R8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skúla Magnússyni, er þá var sýslu- maður í Skagafjarðarsýslu, en hann vildi ekki gangast við því. Þá varð sjera Björn reiður og kvað honum eigi skyldi hlýða að gera dóttur sinni vansæmd. Gekk hann svo fast að Skúla að hann giftist Steinunni 15. sept. 1737. Má af slíku marka hver skörungur sjera Ólaf- ur hefur verið, því að Skúli land- fógeti ljet ekki sinn hlut fyrir nein- um miðlungsmönnum. Guðlaugur Þorgeirsson var prestur í Görðum 1747—1781. Hann tók að sjer að gera veðurathuganir fyrir þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson, og helt því síðan áfram til æviloka, eða um nær 30 ára skeið. Munu það vera hinar fyrstu sam- feldu veðurathuganir, sem gerðar voi’U hjer á landi. Markús Magnússon var næsti prestur í Görðum (1781—1825). Hann var stiftprófastur og því bar honum að þjóna biskupsembætti þegar Hannes biskup Finnsson fell frá, og var það þá eitt af biskups- verkum hans að hann vígði dóm- kirkjuna í Reykjavík. Svo var hann í biskupskjöri, en fell fyrir Geir Vídalín. Hann stofnaði ásamt Jóni Sveinssyni landlækni fyrsta lestr- arfjelag hjer á landi, og var það fvrir Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Hann hafði mikla garðrækt hjá sjer og árið 1787 fekk hann 10 rdl. verðlaun hjá landbústjórnarfjelag- inu fyrir garðahleðslu. Munu það vera garðar hans sem enn sjer rúst- irnar af umhverfis túnið. Síðan sátu jafnan þjóðkunnir menn í Görðum: Árni biskup Helga son 1825—1858, Helgi Hálfdanarson 1858—1867, Þórarinn Böðvarsson 1868—1895, Jens Pálsson 1895— 1912. Við prestkosningu þá er fram fór eftir fráfall sjera Jens Pálsson- ar, voru fimm prestar í kjöri. Voru þeim greidd atkvæði eins og hjer segir: Þorsteinn Briem 50h, Björn Stefánsson 152, Guðmundur Ein- arsson 64, Árni Þorsteinsson 13 og Árni Björnsson 9. Þetta var í marsmánuði 1913. En mánuði seinna var haldinn fundur í Hafnarfirði og samþykt að stofna þar fríkirkjusöfnuð. Þetta taldi sjera Þorsteinn Briem vera van- traust á sig og afsalaði sjer því embættinu. Um sumarið fór því aftur fram prestkosning og voru enn 5 umsækjendur. Þá fellu at- kvæði svo, að sjera Árni Björns- son á Sauðárkróki var kosinn með 113 atkvæðum, Guðmundur Ein- arsson fekk 98, Björn Stefánsson 80, Sigurbjörn Á Gíslason 5 og Haf- steinn Pjetursson ekkert atkvæði. Hinum nýkjörna presti var þá jafn- framt gert að skyldu að flytjast til Hafnarfjarðar, ef kirkja yrði reist þar fyrir söfnuðinn. Sjera Árni var seinasti prestur í Görðum. Hann sat þar til 1923, en fluttist þá í Hafnarfjörð. ÝMISLEGT UM GARÐAKIRKJU Akurgerði hjet jörð inst í Hafn- arfirði og var hún eign Garða- kirkju. Árið 1677 var hún tekin handa kaupmönnum, en Garða- kirkja látin fá í staðinn 1/2 Rauð- kollsstaði í Hnappadalssýslu, en vegna fjarlægðar varð kirkjan að selja þá jörð. Akurgerðisland eydd- ist smám saman af sjávargangi, og segir sjera Árni Helgason í sókn- arlýsingu um 1840: „Enginn veit nú hve mikið land Akurgerði fylgdi, það hefur dankað svona, að kaupmenn sem eiga Akurgerði, eigna sjer ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamarskotslæk, og prest- ar í Görðum hafa ei ákært.“ Eftir þessu að dæma virðist hann hafa álitið að kaupmenn hafi sölsað undir sig meira land en þeim bar, jafnharðan og Akurgerðisland eyddist. Kirkjuland heitir fyrir ofan bvgðina, frá Elliðavatns og Vatns- endalandi, suður að Krýsuvíkur- landi, og upp undir f jöllin. Þar áttu Garðar selstöðu og þar var haft í seli fram um 1832. Um 1840 var sett þar rjett fyrir Garðahrepp, hin svonefnda Gjáarrjett, sem enn stendur. Garðakirkja átti um miðja fyrri öld alt Garðahverfi og auk þess þessi býli: Hamarskot, Vífilsstaði, Hraunsholt og Selskarð. Hamars- kotsland fekk Hafnarfjarðarkaup- staður keypt árið 1913, samkvæmt lagaheimild. Skúli Magnússon segir í sýslu- lýsingu sinni að þá sje 32 býli í Garðakirkjusókn, þar af voru 11 konungseign, 19 eign Garðakirkju og aðeins 2 bændaeign..Syðsta býl- ið í sókninni var Lónakot, en það hafði eyðst af sjávargangi 1776. Gekk þá sjór yfir túnið, reif upp allan grassvörð, fylti bæarhúsin og vörina með grjóti og möl. Sjera Árni Helgason segir að þau munn- mæli gangi að út af þessu hafi bóndinn þar orðið svo sturlaður að hann hafi fyrirfarið sjer, og síðan hafi enginn þorað að búa þar. En Skúli Magnússon segir að margar skoðunargerðir hafi farið fram á jörðinni, og þar sje hvergi 30 fer- alna stór blettur, sem hægt sje að gera að túni. Þó var bygð tekin upp aftur í Lónakoti um 1840. Árið' 1781 eru áhöld um fólks- fjölda í Garðasókn og Reykjavík. Þá eru taldir 385 íbúar í Garða- sókn en 394 í Reykjavík. En tals- verður munur virðist hafa verið á lífskjörum manna í þessum tveim ur sóknum, hvað þau hafa verið betri í Garðasókn. Þar var þá 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurra búðarmenn. En í Reykjavíkursókn voru 8 bændur, 24 hjáleigubændur og 59 þurrabúðarmenn. Kvikfjár- eign þessara manna var samtals (tölurnar fyrir Reykjavík í svig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.