Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 589 Úr Garðakirkjugarði. Á þessum stcypta en umhirðulausa minnisvarða stend- ur nafnið Böðvar Þórarinsson. um): kýr 112 (69), kvígur 5 (1). naut 2 (1), kálfar 3 (2), ær 200 (20), sauðir 116 (9), hross 146 (106). Samkvæmt þessu eru rúm- lega 3 menn um hverja kú í Garða- sókn, en 5^2 um hverja kú í Reykja vík. í Garðasókn eru tæplega tveir um hverja á, en nær 20 í Reykja- vík. Og þegar þess er nú gætt, að þá var altaf fært frá, sjest best hvað viðurværi hefur verið betra í Garðasókn vegna þess að þeir höfðu miklu meiri mjólk en Reyk- víkingar. Og svo eiga þeir í Garða- sókn sauði til frálags, en Reykvík- ingar sama sem sauðlausir. Lengstum mun hafa verið torf- kirkja í Görðum. En timburkirkja er komin þar fyrir 1853. (Það ætti að vera kirkjan, sem Vellýgni- Bjarni bjargaði. Hann var að koma úr róðri í dimmviðri og sá þá ein- hverja svarta flyksu í loftinu. Hann náði í hana og var þetta þá Garða- kirkja. Hafði hún fokið. En Bjarni flutti hana í land og skilaði henni á sinn stað). Þessi kirkja var orðin ófær til messugerðar árið 1878, og liefur hún því sjálfsagt verið orð- in nokkuð gömul, liklega bygð snemma a 19. old. Um þetta leyti var sjera Þórarinn Böðvarfeson prestur í Görðum. Vildi hann að kirkjan væri rifin og ný sóknar- kirkja reist í Hafnarfirði, þar sem meginþorri sóknarbarnanna var. En því fekst ekki framgengt. Og svo var steinkirkjan bygð í Görð- um 1879. Þótti hún þá veglegt hús. Upp úr aldamótunum fór íbúum Hafnarfjarðar að fjölga mjög ört, og komu þá upp raddir um að þangað skyldi kirkjan flutt. Var sjera Jens Pálsson því meðmæltur, en það fórst þó fyrir. En árið 1910 afhenti hann sóknarnefnd Garða- kirkju til umsjónar og fjárhalds. Eins og fyr getur höfðu Hafn- firðingar stofnað fríkirkjusöfnuð 1913 og sama árið reistu þeir veg- lega kirkju handa sjer. Leist þjóð- kirkjusöfnuðinum þá ekki á bhk- una, svo að þá um sumarið var fengið leyfi til þess að Garðakirkja yrði lögð niður og ný kirkja reist í Hafnarfirði. Var byrjað að grafa fyrir grunni hinnar nýu kirkju þá um haustið og komst hún upp ári síðar en fríkirkjan. Þá var talað um að selja Garða- kirkju en bað forst fyrir og var hun latin standa, en gripir hennar fluttir í hina nýu kirkju í Hafnar* firði. Tveimur árum seinna (1916) bundust 10 menn samtökum um að kaupa hina gömlu Garðakirkju og ætluðu að halda henni við. Flestir þeirra eru nú dánir og af kirkjunni er ekki annað eftir en steinvegg- irnir. GAMLAK KIRKJUK í HAFNAKFIKUI Nú voru risnar upp tvær nýar kirkjur í Hafnarfirði, eftir að stað- urinn hafði verið kirkjulaus í hart- nær tvær aldir. En áður höfðu ver- ið þar tvær kirkjur. Á Hvaleyri var kirkja í kaþólsk- um sið. Jörðin hafði snemma verið gefin Viðeyarklaustri, en kirkj- unnar er fyrst getið á dögum Stein- móðs ábóta Bárðarsonar í Viðey (1444—1481). Hún á þá Hvaleyrar- land. í visitatiubók Gísla biskups Oddssonar á árunum 1632—37 er lýsing á kirkjunni og segir að * Minnismerki yfir kouu uoróau úr Axartiiðí.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.