Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Side 10
590
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hún hafi verið með þremur
bitum á lofti auk stafnbita. í jarða-
bók Árna og Páls er talin hálf-
kirkj'a á Hvaleyri og sögð liggja
undir Garða og þar messað þrisvar
á ári. Þetta var graftarkirkja og
sást til skamms tíma móta fyrir
kirkjugarðinum. Hún var lögð nið-
ur með konungsboði 17. maí 1765
og er þá nefnd bænhús. Mun hún
seinast hafa verið svokölluð fjórð-
ungskirkja og aðeins fyrir heima-
fólk.
Hina kirkjuna reistu Hamborg-
arkaupmenn þegar þeir versluðu í
Hafnarfirði og er hennar fyrst get-
ið 1537. Ekki vita menn nú hvar
hún hefur staðið, en talið sennilegt
að hún hafi verið á Óseyri, sunnan
við fjörðinn. Kirkja þessi hefur
verið timburkirkja og vönduð, því
að þess er getið að hún hafi verið
með koparþaki. Þessi kirkja var
auðvitað óháð Skálholtsstól og þess
vegna eru litlar heimildir um hana.
Þó finst getið þriggja presta, sem
þar voru á árunum 1538—1552.
Hinn 24. apríl 1608 skipaði Kristján
IV. svo fyrir, að öll hús Þjóðverja
hjer á landi, þau er stæði á jarð-
eignum kirkju eða konungs, skyldu
rifin, og sennilega hefur þá kirkjan
líka verið rifin.
KIRKJUGARÐUR í EYÐI
Kirkjugarðurinn í Görðum er
umgirtur grjótgarði á þrjá vegu,
en trjegirðingu á einn veg. Hann
er nokkuð stór, þegar miðað er við
kirkjugarða í sveit. En hann varð
þó of lítill vegna þess hvað sóknar-
fólkið er margt. Um átta ára skeið
eftir að Garðakirkja var lögð niður,
voru öll lík frá Hafnarfirði flutt
þangað fjl greftrunar. En þá var
svo komiíS, þrátt fyrir það að kirkju
garðurinn hafði verið stækkaður,
að hann var út grafinn. Og þá rjeð-
ust Hafnfirðingar í það að gera
nýan kirkjug^rð hjá sjer á svoköll-
uðum Öldrtm, sunnan og ofan við
bæinn, og fór fyrsta greftranin
fram þar í mars 1921. Síðan er
Garðakirkjugarður í eyði, eins og
kirkjan, en samt hefur verið jarðað
í honum við og við, vegna þess að
menn hafa viljað láta ættingja
hvíla saman.
„Nautgæfa fóðurgrasið grær“ á
leiðunum í Garðakirkjugarði eins
og í öðrum kirkjugörðum. Og hann
hefur verið sleginn og taðan ■ er
komin í bagga, sem liggja þar í
garðinum. Það er verið að hirða
túnið og þessir baggar veröa fluttir
til hlöðu fyrir kvöldið.
Það er gott að kirkjugarðurinn
er sleginn á hverju ári, annars
mundi þarna verða ógurlegur sinu-
bófi. En mjer virtist þetta vera eina
viðhald kirkjugarðsins að hann er
sleginn og sinuþófinn nær ekki að
færa alt í kaf.
Fjöldi minnismerkja er hjer í
garðinum. Sum eru gömul, önnur
nýleg, hið seinasta frá 1946. Hjer
eru tvær gamlar heliur og heldur
áletrunin sjer vel. Önnur er yfir
Halldóri Jónssyni, sem dáið hefur
1648 og er áletrunin á íslensku.
Áletrunin á hinni hellunni er á
latínu og er hún á leiði sjera Einars
Einarssonar er hjer var prestur
1678—1690. Þarna eru og minnis-
merki þeirra Árna biskups Helga-
sonar, Þórarins Böðvarssonar og
Jens Pálssonar. Hvíla þeir þar
ásamt konum sínum.
Hjer ægir saman hinum ólíkustu
minnismerkjum, steyptum járn-
kössum, trjekössum, hellum, trje-
krossum, járnkrossum og bauta-
steinum úr ýmsu efni og af marg-
víslegri lögun. Hjer eru steyptar
girðingar, járngirðingar, trjegirð-
ingar. En um alt þetta má segja að
það er í hinni mestu niðurníðslu
vegna hirðuleysis. Það er rauna-
legt að horfa á kirkjurústina, en
raunalegra er þó að horfa yfir
kirkjugarðinn.
Iljer eriL fallin. minnismerki,
brotin minnismerki, grindur úr
lagi færðar, skektar, brotnar og
hálfhrundar. Hvers vegna eru
menn að reisa minnismerki og láta
þau svo fara í það hirðuleysi, að
raun er á að horfa?
Hjer er einn stór grafreitur og á
honum standa 3 steinar. Þeir hall-
ast sinn í hvora áttina eins og jarð-
skjálfti væri nýgenginn um garó.
Hjer er legstaður og minnismerki
H. A. Linnets gamla kaupmanns í
Hafnarfirði, Ragnheiðar konu hans
og Henriette dóttur þeirra. Leiðið
hefur verið steypt, en er nú alt
sprungið og misvíxlað, svo að ekki
er annað sýnna en að legsteinarnir
muni fara að falla. Umhverfis leið-
ið hefur verið girðing, 10 stein-
stöplar og járnrimlar á milli. Er
hún öll af sjer gengin, einn stöp-
ullinn fallinn og járnrimlarnir
dottnir úr grópum.
Úti undir kirkjugarðsvegg ligg-
ur ferhyrndur járnkassi, kolryðg-
aður og stingur einu horninu niður
í grassvörðinn. — Á steininum
stendur með upphleyptum stöfum:
Böðvar Þórarinsson. Böðvar var
sonur sjera Þórarins í Görðum og
til minningar um hann var Flens-
borgarskólinn stofnaður. En á leiði
sjera Þórarins er líka steinn yfir
Böðvar. Hvers vegna er þá þessi
járnkassi að flækjast hjer?
Hjer hvílir eigi aðeins fólk úr
Garðkirkjusókn, heldur einnig fólk
víðsvegar af landinu, því að einu
sinni mátti svo heita að þessi kirkju
garður væri kirkjugarður alls
landsins. Hver voru jarðaðir þeir,
sem dóu í heilsuhælinu á Vífils-
stöðum. Ekki allir, en margir. Og
sjúklingar á Vífilsstöðum voru úr
öllum sýslum landsins, svo að lík-
legt er að ’njer hvíli fólk úr hverri
sýslu.
Einhver óljós viðkvæmni og al-
vörukend grípur jafnan þann, sem
reikar um kirkjugarð. Manni verð-.