Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 591 ur hugsað um lífið og dauðann, um alla þá gleði og vonir, sem liðu skipbrot hjer, og hin óteljandi sorgartár, sem hjer hafa verið feld. Og manni verður líka hugsað um það, að hjer hefur verið hugsað hlýrra til margra en meðan þeir voru samferðamenn okkar. Skáldunum hefur orðið þetta að yrkisefni. En þau líta á það sitt frá hverju sjónarmiði. Sum líta á kirkjugarðinn sem hið þráða frið- land, eins og Kristján Jónsson: Þú griðastaður mæðumanns, ó, myrka, þögla gröf, þú ert hið eina hæli hans og himins náðargjöf. Og svipað vakir fyrir norska skáld- inu: Nú leik jeg mjer sem lamb og hind, jeg litið hef þann stað hvar ilskan hölt og öfund blind, sem elta mína skuggamynd um síðir setjast að. Hið sama kemur fram hjá K. N. er hann fylgir vini sínum til grafar, þótt í öðrum tón sje sagt. Honum verður starsýnt á þann mun, sem orðinn er á manninum við dauð- ann. Ilskan og öfundin hafa gefist upp, en í staðinn er komin vin- gjarnleg samúð: Jeg held þú mundir hlæja dátt með mjer að horfa á það, sem fyrir augun ber. Þú hafðir ekki vanist við það hjer að vinir bæri þig á höndum sjer. En dauðinn hefur högum þínum breytt og hugi margra vina til þín leitt. I trú og auðmýkt allir hneigja sig og enginn talar nema vel um þig'. um sjá hvíldarstað líkamans, þar sem hann bíður upprisunnar, eins og Bjarni Thorarensen: Vel hlífir þakið hið þykkva í þrönghýsi grafar. Verði þjer vært þar í myrkri, þú vaknar í Ijósi. Og Grímur Thomsen kveður á sama hátt: í grafar nöpru nausti þó nú hvolfi skipin kyr, aftur mun þeim á annan sjó eilífðar fleyta byr. En svo eru þeir, sem ekki geta trúað á upprisu holdsins. Sálin og líkaminn eru ekki eitt, heldur sitt hvað: Hinn mikla Cæsar löngu orðinn leir má láta í gat svo haldist úti þevr. Ó firn, það duft, er veröld skelfa vann, mót vetrar dragsúg fullvel brúkast kann. Þannig hugsa þeir, sem vita að líkaminn er ekki sá kraftur, sem ræður athöfnum mannsins, heldur sálin og að sálin fer ekki í gröfina. Líkaminn, sem hvílir í kirkjugarð- inum, er ekki maðurinn sjálfur, því að hann lifir áfram. Og það er undarlega skamt í milli þess, sem hefur endurfæðst í dauða og hins, sem aðeins hefur fæðst til þessa jarðneska lífs, eins og Steinn Stein- arr segir: Og' jeg, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er jeg heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? um garðinn og rifjað þetta upp fyrir mjer og hugsað um hvað hjer hefur gerst við hverja einustu af þessum óteljandi gröfum, sem hjer eru, þá finst mjer það sorglegt hvað menn vita lítið um lífið eftir dauðann, og hvað vísindin eiga þar stórfelt verkefni fyrir höndum. Og jeg minnist þess, sem dr. Helgi Pjeturs sagði: „Að afla þekkingar ,á lífinu eítir dauðann, er að bæta við líffræði og heimsfræði. Undir- stöðuatriði er þetta. Dauðinn er óhapp, sem hlýst af því hvað lífið hjer á jörðu og öðrum slíkum stöð- um, sem ,jeg hef nefnt frumlífs- jarðir, er óíullkomið. Dauðinn er það, sem ekki á að vera. Það er skaðlegur misskilningur gð halda að dauðinn sje það sem er óum- flýanlegt og óafmáanlega rótfest í eðli tilverunnar. Líf vort á að vera óslitin þroskabraut. Og fyrsta spor- ið til að þessu mikla máli verði komið í rjett horf, er að átta sig á því hvernig lífið sem lifað er, eftir að menn hafa orðið fyrir þessu slysi sem nefnt er dauði, er fram- hald af því lífi sem lifað var áður, en ekki eitthvað gersamlega annars eðlis, eins og væri efnislaust líf, utan við rúm og tíma.“ Þegar mönnum fer að skiljast það sem dr. Helgi kendi, þá fara menn líka að skilja það, sem Jesús sagði við konuna hjá gröíinni: „Hvi grætur þú?“ Lnn eru aörir, sem i krrkjugaró'in- Og sem jeg hefi nú reikaö þarna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.