Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r J 593 Jakob Dahl prófastur. með sömu ummerkjum og var í tíð prófastsins. Sonur hans situr við skrifborðið en jeg til hliðar við það. Hann hefur frá mörgu að segja um góð- an föður og merkan mann. Fanst mjer það eiga erindi til fleiri ís- lendinga en mín. Að Jóannesi Paturssyni, hinum ágæta samtímamanni og samherja prófastsins, undanskildum, vitum við fátt eitt um leiðtoga frænd- þjóðar okkar í Færeyum. (Úr því var ekki bætt nema að litlu leyti með hinni, að öðru leyti ágætu bók um Færeyar, sem Norræna fjelagið gaf hjer út fyrir tveimur árum.) Prófastssetrið í Sandagerði var, rneðan Jakobs Dahls naut við, hvorttveggja í senn, miðstöð þjóð- legrar endurreisnar og kirkjulífs í Færeyum. Bókasafnið hefur verið látið óhreyft, (en það er óræk sönnun þess hver hugðarefni pró- fasti hafa verið hjarta næst). Verk sjálfs hans fylla eina hylluna. Bækur hans einhverjar eru til á hverju einasta heimili í Færeyum. Ræður úr predikunarsöfnum hans eru enn lesnar við guðsþjónustur í fleiri eða færri kirkjum hverja einustu helgi árið um kring. 4. Upptök færeyskrar þjóðræknis- hreyfingar má rekja langt aftur í tíma. En mótuð og markviss verð- ur hún ekki fyrr en 1889, að stofn- að var Færeyingafjelagið. Færeyskt ritmál var þá ekki til. Margar aldir höfðu liðið svo að ekkert var ritað eða prentað á færeyska tungu. En tungan hafði þó varðveitst og haldist alla tíð sem hversdag^legt talmál almenn- ings í landinu, og lifað í gömlum sögnum og kvæðum. Hið opinbera mál var danska og naut löghelgi í kirkju, skóla og rjettarsal. Em- bættismenn og kaupmenn voru Danir. Skapaðist þannig það ein- kennilega ástand, sem haldist hefur til skamms tíma, að Færeyingar skrifuðu jafnan dönsku, þó að þeir töluðu altaf færeysku. Um það bil hundrað árum áður en Færeyingafjelagið var stofnað, hafði færeyskur maður, Jens Christian Svabo, safnað miklu efni til færeyskrar orðabókar. Danskur prestur í Færeyum, H. C. Lyngbye, varð til þess að vekja athygli fræðimanna á þjóðlegum fróðleik færeyskum. Rask vakti áhuga fornritafjelagsins danska á fær- eyskri tungu. Árin 1871—1876 söfn- uðu tveir danskir fræðimenn miklum fjölda þjóðkvæða í Fær- eyum og allmiklu orðabókarefni. Færeyskur prófastur, V. U. Hamm- ershaimb, gaf út merkilegt rit um þjóðhætti og sýnishorn af þjóð- kvæðum, þjóðsögum og málshátt- um. Hann samdi og fyrstur manna drög að málfræði og ritreglum færeyskrar tungu. Nýtur hann því svipaðs heiðurs í Færeyum og Ivar Aasen í Noregi, enda eru þeir feður nýs ritmáls hver í sínu landi. Færeyskum fræðimönnum ber saman um, að allt frá Svabo til Hammershaimbs hafi lítil von þót+ til þess, að færeyskt ritmál ætti framtíð. Þeim, er þá unnu að söfn- un færeyskra orða og þjóðlegra fræða, hafi verið innan brjósts líkt og manni, er teiknar og mælir hús, sem stendur til að verði rifið. Straumhvörf verða með stofnun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.