Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Síða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Síða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 603 Uun lu'ltlur á leið til i-.-yi.út i . ■■■ hátt og lágt, brá á glens og kvað hana þurfa að halda sjer til í höfuð- staðnum. Hún laumar að henni smjörsköku og bað hana koma í aura og hafa sjer til gamans. Húsbóndinn rjetti henni hvorki meira nje minna en 20 krónur. Altaf voru þau sjálfum sjer lík, þessar gæðamanneskjur, þau gerðu það ekki endaslept að láta sjer farast vel við hana. Finna bað Guð að blessa alt heimilisfólkið, það óskaði henni góðrar ferðar, og húsmóðurinni vöknaði um augu, þegar hún kv'addi hana. Finna var engin gáfumanneskja, en henni duldist ekki, að alt heim- ilisfólkið óskaði að hún kæmi aftur. „Finna er allra þjónn á heimil- inu,“ varð húsbóndanum einu sinni að orði. Og gamla konan höktir út á hlað með grátkippi kringum ófríðan munninn, í reiðfötum húsmóður- innar og böggulinn sinn í hendinni. Hún sest á bak Grána í söðulinn hennar Eyu, dóttur hjónanna. Blessaður bærinn hverfur sjón- um hennar. Hún heldur á leið til Reykjavíkur, út í óvissuna. Eftir nokkra klukkutíma ferð er fyrsta áfanganum náð. Samferða- menn hennar, vinnumennirnir á Tanganum, hjálpuðu henni um borð og útveguðu henni klefa á öðru plássi. Það var tveggja manna klefi. Skipið losar landfestar. Það ruggar, vjelin urgar og gnauðar. Finna riðar á fótunum. Henni er ilt. Stúlka kemur inn í klefann með tösku í hendinni. Þetta var ein af þessum fínu stúlkum með mikinn farða í andlitinu og eldrauðar var- ir. Og hún segir: „Guð, átt þú að vera hjerna, gamla? Kastaðu upp í dallinn," og hún bendir Finnu á dall, sem hekk á rúmbríkinni. „Það er best þú verðir í neðri kojunni.” Stúlkan tekur að snyrta hár sitt fyrir speglinum, sem hekk yfir vaskinum. Ja, skárra var það nú fíniríið. Stúlkan fer og segir Finnu, að hringja bara á þernuna, ef hana vanti eitthvað.' Finna var engu bættari. Hún hafði aldrei stutt á bjölluhnapp og vissi ekki hvað þerna var. Hún kúgast og kúgast. Loks tekur hún af sjer skóna og áræðir að leggjast upp í rúmið með hvítu lökunum og útlenda tepp- inu. Henni leið hræðilega illa. Seinna um kvöldið skýrðist fyrir henni leyndarmálið með hringing- una og þernuna, það var þegar stúlkan kom inn aftur og hringdi á þernuna, til að losa dallinn. Finna notaði sjer aldrei af þessum þæg- indum. Það vantaði nú bara, að hún færi að láta þessar fínu mann- eskjur á skipinu snúast í kringum sig. Sú í efri kojunni var þá ekki hissa á því að styðja á hnappinn. Hún söng danslög á útlensku, og tók Guð til vitnis um, að það væri agalegt að hafa Finnu þarna. Eftir þrjá úaja skilaði skipið gömlu konunni til Reykjavíkur, ásamt öðrum farþegum. Finna staulaðist á fætur. Peysu- fötin vcru kr .up- i og lyktandi af spýju. — Húi, hafði legið í þeim fyrstu nóttina um borð og hefði gert það áfram, ef stúlkan fyrir of- an hana hefði ekki tekið sig fram um að hjálpa henni úr þeim. Húfan sat víst ekki sem best, og slifsið var í kuðli undir hyrnunni. Hún var skelfilega óstyrk. Enn einu sinni þreifar hún eftir spari- sjóðsbókinni í bögglinum. Hún var þar. Það var sjálfsagt best að reyna að koma sjer út. Stúlkan var öll á bak og burt, -og- hafði-sagt biess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.