Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Síða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Síða 26
606 LESBÓK MORGUNBLADSINS að færast upp í bekkinn,“ kallar hann upp úr lestrinum. „Hjerna er mynd af henni Finnu gömlu. Fólkið þyrpist í kringum hann. Það var ekki um að villast. Þarna var hún ljóslifandi, hún Finna gamla með arnarnefið, hokin, hrukkótt og innfallin,' sýndist þess vegna enn stórskornari en ella. Það vottaði greinilega fyrir herða- kistlinum. Svo var þetta ljóta ör, sem gerði hana svo torkennilega. Húsbóndinn las: „Holtahrúkan. Frægur listamaður rakst á kerl- ingu ofan úr sveit á götu í Reykja- vík. Var hún svo sjerkennilega stórskorin og ófríð, að listamann- inum hugkvæmdist þegar í stað að teikna mynd af kerlu. Tók hann hana tali og mæltist til þess, að mega teikna hana, en sú gamla tók til fótanna og flýði sem fætur tog- uðu. Dró hann þá frummyndina á nögl sjer. Gagnrýnendur telja, að Holta- hrúkan sje ein af allra bestu mynd- um þessa snjalla listamanns.“ Finna gamla bærir ekki á sjer undir brekáninu. Hún svaf ekki. Óljóst fylgdist hún með lestrinum, en nægilega til þess að vita, að hún var komin í blöðini Þetta hafðist þá upp úr Reykja- víkurferðinni. Hana hafði altaf grunað, að ekki væri alt með feldu um þennan mann, sem gekk í veg fyrir hana á götunni forðum og talaði eitthvað um mynd. Því var ekki að neita, að menn- irnir voru misjafnlega innrættir. En því hefði hún aldrei trúað, ekki þótt húsbóndinn hefði sjálfur sagt henni það, að til væri svo vondur maður, að hann færi að hafa hana vesæla og lítilfjörlega að háði og spotti á prenti. Það var meira en hægt var að afbera. Jlún vissi það ósköp vel, að hún var fávís, lítilmótleg og fákunn- aiidi. Ln ekkfci't huió; hun laöt tii llultahrúkan. þessa manns fyrir sunnan, ekki svo liún vissi, ekki átti hann að þiggja hennar verk. Varla var hún neitt fyrir honum hjerna í Tangabað- stofunni eða í Tangafjósinu. Hvernig gat manninum dottið annað eins í hug, að láta mynd af henni í blöðin, smána hana og hæða, svo hún yrði til athlægis um alt, fyrir hvað hún var aum og ófríð? Skaparinn hafði þó gert hana svona. Hingað til hafði hún altaf haldið, að það væru bara merkir menn, sem væru látnir í blöðin. Hún þrjóskast við að rísa upp, þótt hún viti, að tími sje til kom- inn að taka kambana, ekki af því hún hafi í hyggju að svíkjast um verk sitt, en hún getur bara ómögu- lega að því gert, hún kvíðir svo fyrir að líta framan í fólkið í bað- stofunni, af því hún skammast sín svo fyrir sína eigin aumu persónu. Hún kúrir þarna undir brekán- inu gersamlega skilningsvana gegn rjettlæti þeirrar þungu refsingar, sem maðurinn fyrir sunnan hefur á hana lagt. Hún vióurkfcrui,r hdna tU*., tu tekur henni eins og hinn heilagi píslarvottur, sem líður fyrir ann- ara yfirsjónir. Tárin taka að streyma niður kinnarnar. Hún þurkar þau burt með brekánshorninu, en þau halda áfram að renna. „Finna,“ kallar húsbóndinn í hugsunarleysi. „Það er komin mynd af þjer í blöðunum.“ Af gömlum vana gegnir hún kall- inu, rís seinlega upp og sest fram- an á rúmstokkinn. Þar situr hún, grátin, aum og niðurbeygð, eins og manneskja, sem hlustað hefur á sinn eigin dauðadóm. Þögn í baðstofunni. Finna tekur fyrst til máls. Orðin koma slitrótt. „Þá fórst honum öðru vísi við mig, blessuðum lækninum." Annað sagði hún ekki. En nú er það hreppstjórakonan á Tanganum, sem stendur upp, gustmikil, hnellin og fönguleg. Það sópar að henni um leið og hún þrífur nýa tímaritið, sviptir burt blaðinu með myndinni af hjúi henn ar. Það er roði í vöngunum og röddin titrar lítið eitt. „Betra væri honum, að mylnu- steinn væri hengdur um háls hon- um og honum sökt í sjó, en hann hneyksli einn af þessum smælingj- um.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.