Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 2
254 LESBQK MORGUNBLAÐSINS stranda og þá þurfti að ríða heim í einum spretti, ti( þess að saikja hjálp, svo unnt yrði að bjarga sjó- mönnunum. Og þá mundi batna í búi heima. Við mundum eftir einu skipsstraíidi þegar ég var sex til sjö ára og í sambandi við það, nógu af kexi, baunum og fleski. Hér var áreiðanlega stórhátíð í nánd, í erfiðasta mánuðinum, apríl- mánuði, en þá var venjulega mjög þröngt í búi og stundum ekkert til að lifa á, nema mjólkursopi kvöld og morgna. Árangurslaus bið Þarna var beðið mcð mikilli eft- irvæntingu í þrjá til fjóra klukku- tíma eftir því, hvort skipinu mundi takast að losna af sandrif- inu. Og það var ýmist horft á skip- ið ,eða hina fögru siglingu fiski- flotans austur með landinu, en þó oftast á skipið. En frönsku sjó- mennirnir voru þarna vel kunn- ugir. Þeir þekktu sandrifin og hól- ana, voru kunnugir flóði og fjöru og vissu upp á hár, að þeim var óhætt að treysta því, að þeir mundu iosna af sandrifi, ef þeir lentu á því á hálfföllnum sjó. Hitt voru þeir ekki alveg eins vissir um, að veður og öldufar mundi haldast á meðan þeir biðu eftir flæðinu. Óljóst var okkur krökkunum kunn- ugt um það, „að skjótt skipast veo- ur í lofti", og við lærðum af þcim fullorðnu, að veita því nána at- hygli, sem talið var að boðaði veðrabrigði. Þannig * var, meðal annars, tekið mark á sjávarhljóð- inu, heima á bæjunum. Ef sjávar- niðurinn var vestarlega á fjörun- um, boðaði það landátt (norðan eða norðaustan att). Væri sjávarniður- inn hins vegar austarlega á fjör- unum, þótti það benda til austan- eða suðaustanáttar. Nú þegar við biðum þarna óþolinmóð eftir úr- slitunum um það, hvort franska skonnortan mundi losna af rifinu, litum við í sífcllu cftir táknum um veðurbreytingu og lögðum eyrun við sjávarhljóðinu. En engin tákn voru sjáanleg um veðurbreytingu, og sjávarhljóðið var nú stööugt við nefið á okkur, livar sem við vorum stödd á fjörunum, vestarlega og austarlega, en þær eru marga kíiómetra á lengd. Við vissum ekki, að mark var aðeins takandi á sjáv- arhljóðinu að heiman. Er þolin- mæðin var alveg að þrotum kom- in, losnaði duggan af sandrifinu, dró upp segl og sigldi eins og liin- ar duggurnar austur með fjörun- um. Biðin varð árangurslaus. Seint um kvöldið komum við lieim tóm og tómhent ,að því sem næst túm- um búum. Stunduin fór iila fyrir Frökkum Þetta, sem nú var sagt, var ekki eins dæmi. Hitt er alkunna, að þessi franski fiskifloti gait stund- um mikið afhroð, þar sem hann var að veiðum fyrir hafnlausri suður- strönd landsins og mörg skip strönduðu þar, er snögglega brast á oíviðri. Frá cinu slíku strandi á Þykkva- bapjarklaustursíjöru, þ,eim liluta hpnnar austast á íjörunum, er nefnd var Stúísfjara. vcrður sagt hér og byggt á minni og saman- burði við menn, sem eldri voru en ég og ég heyrði oft tala um strand- ið. Það var árið 1374, miðvikudag- inn 25. marz, að morgni dags í myrkvaþ.oku, að fólkið á Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri og nálæg- um bæjum heyrði köll eða óp úr suður átt, nálægt hinum svonefndu Suðurhögum. Þarna bar fátt til tíð- inda á þessum tíma árs og þetta var alger nýung, sem kom strax hreyfingu á fólkið. Það hljóp á milli bæjanna og sagði hvað öðru fréttirnar, bar ráð sín saman og undraðist þetta mjög, þar sem góð- viðri hafði verið að undanförnu og varla var líklegt að um strand- að skip væri að ræða. Sumir urðu hræddir og minntu á Tyrkjaránið og allskonar getgátur voru á sveimi. Á meðan á þessu stóð, söðl- uöu bændurnir á Þykkvabæjar- klaustri, Sigurður Nikulásson og Stefán Einarsson, faðir þeirra bræðranna Jóns Stcfánssonar kaupm. og Elíasar Lyngdals, reið- liesta sína, liöfðu sinn reiðhcstinn hvor í taumi og héldu af stað í átt- ina á liljóðin. Þeir voru fijótir til viðbragðs og virtust alveg ólirædd- ir. Grunaði þá strax, að hér mundi vera um rnenn að ræða, sem kom- ist lieíðu lífs af úr strönduðu skipi og væru að leita byggða. Reyndist grunur þeirra réttur. Gott að liitta kristið fólk Bændurnir riðu nú venjulega götuslóða áleiðis til sjávar. Þessa sömu götuslóða þöfðu þeir, cr á hjáip hrópuðu, rekist á og gengu eítir þeim í leit að mannabyggð- uip. Er bændurnir héidu á hljóð- ið, urðu þeir varir við fjóra menn, sem komu gangandi á móti þeim og fóru mjög hægt. En þegar þcss- ir 4 mcnn sáu bændurna nálgast, féllu þeir á kné fyrir þeim, tóku ofan höfuðfötin, signdu sig og á- köiluðu Jesú og Maríu mey. Jafn- framt nefndu þeir föðurland sitt France (Frakkland). Með þessu vildu þeir gefa til kynna, að þeir væru frá siðaðri þjóð, væri kristn- ir og væntu sér þessvegna hjálpar í vandræðum sínum. Bændurnir (mágarnir) Sigurður og Stefán, sem báðir voru greindir menn, gáfu einnig til kynna, að þeir væru menn kristnir. Þótti þá ckipstjór- apum svo vænt um þetta, að hann faðmaði þá að sér, og talaði mik- ið, en þeir skildu ekki eitt einasta orð af því. Frakkarnir, sem voru skipstjórinn, matsveinninn, strák- ur 10—12 ára og tveir hásetar, kunnu ekki og skildu ekki eitt ein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.