Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 10
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS peninganna, því hann væri þeirra mjög þurfandi. Tók prestur þessu vel og kvað peningana skyldu til reiðu er hann kæmi aftur úr Fljóts- dalnum. Stjúpi minn dvaldi um vikutíma hjá systur sinni og hélt síðan heimleiðis, kom við í Þing- múla og voru þá peningarnir til reiðu. Eg hef getið svo nákvæmlega um þessi viðskipti stjúpa míns og séra Páls því það sýndi svo greinilega vinsamleg viðskipti þeirra og mun ég hafa notið vináttu þeirra er ég síðar hóf nám mitt hjá séra Páli til undirbúnings inngöngu í Möðru- vallaskóla. Séra Páll reyndist mér ekki einungis góður, heldur má miklu fremur segja, að hann hafi reynzt mér sem góður faðir. Næst síðasta ferðin til Seyðisfjarðar Sem dæmi um ástríki það er ég átti að fagna hjá séra Páli er t. d. smásaga sú er hér fer á eftir. Það var um sumarið í byrjun túnsláttar, að ég var lánaður yfir að Arnhólsstöðum, sem er bær gegnt Þingmúla, til að slá. Um kl. 9 um morgun kom prestur ríðandi yfir að Arnhólsstöðum og hafði þar ekki tal af nokkrúm manni, og fór ekki af baki hesti sínum, hryssu sem kölluð var Grása, en stanzar í tröðunum og kallar til mín: „Vertu nú sæll Jón minn.“ Ég svaraði á móti: „Verið þér sælir.“ Hann kallar aftur: „Ætlar þú ekki að koma og kveðja mig?“ Ég lagði þá frá mér orfið og gekk til hans þar sem hann sat á hestinum og rétti honum hendina, en hann dró mig að sér og sagði um leið: „Ætl- arðu ekki að kyssa mig?“ og svo bætti hann við: „Hver veit nema þetta verði í síðasta sinn.“ — Ég muldraði eitthvað um að ég vonaði að ekki tækist svo illa til. Hann svaraði því engu, en sló í þá gráu og var á svipstundu horfinn út úr tröðunum. Hann var á leið ofan á Seyðisfjörð. Úr þessari ferð kom hann aftur glaður og reifur eins og hann átti vanda til. En næsta ferð hans þangað varð örlagaríkari. Fjallgangan sem fórst fyrir Dag einn um vorið átti ég að fara í fjallgöngur inn á Múlaöræfi og lagði ég af stað frá Þingmúla um kvöldið, ríðandi á Sokka gamla. Átti ég að gista á Þorvaldsstöðum um nóttina til þess að verða fljót- ari til að sameinast hinum gangna- mönnunum morguninn eftir. Um nóttina kom svo mikil úrhellis rigning að öll vötn og lækir urðu ófær. Þennan dag var ég um kyrrt á Þorvaldsstöðum, en alltaf rigndi. Næsta dag var útséð um að ekki myndi verða unnt að fara í göngur á næstunni, og nú var því um að gera að komast einhvern veginn heim aftur, en það var slæmur þröskuldur í veginum: Geitdalsáin. Við vissum að hún myndi nú vera óreið, en höfðum augastað á Bergs- hylnum ef ske kynni að hægt væri að sundríða hana þar. Þessi hylur er rétt fyrir ofan þar sem þær koma saman Geitdalsáin og Múla- áin. Þegar þær hafa sameinazt heit- ir áin Grímsá. Hér mátti því ekki miklu muna, að hrakizt yrði út í Grímsá. Ég var látinn velja um hvorn kostinn ég kysi heldur, að verða enn um kyrrt á Þorvaldsstöð- um eða að freista þess að komast yfir, og kaus ég þið síðara, að fara. Til fylgdar var mér fenginn vinnumaður þaðan af bænum sem hét Bjarni og var Bjarnason, sunn- lenzkur að ætt. Við riðum svo út með allri Geitdalsá, og það verð ég að segja, að ekki var hún girnileg. Loks komumst við út að hylnum. — Það sauð og vall í honum, og straumurinn var auðsjáanlega mik- ill, en Sunnlendingar eru vatna- menn miklir, og Bjarni lagði út í hylinn eftir að við höfðum haldið stutta ráðstefnu, en hann var ekki fyr kominn út í, en hesturinn var kominn á bullandi sund, og straum urinn var svo mikill, að hesturinn virtist liggja á hliðinni og fossaði yfir hann kalt vatnið. Bjarni var það betur settur en ég, að hann sat í hnakki og gat notið gagns af ístöðunum, en ég hafði aðeins poka yfir hrygginn á Sokka. En nú var ekki hægt að hika lengur. Þegar ég sá að Bjarni náði landi hinum megin, lögðum við Sokki út í. Hann tók strax sundið og lagðist á hlið- ipa, straumurinn sópaði mér og pokanum af hestinum, en ég hélt mér dauðahaldi í faxið og lá þann- ig endilangur hlémegin meðfram hestinum, sem ég gat nú ekki liaft neina stjórn á, og hrakti hann því mikið neðar en þar sem Bjarni hafði tekið land. Bar okkur upp að háum holbakka, en hesturinn náði þó niðri með framfæturna og þar stóð hann nærri upp á endann. — Líklega hefðu nú mínir dagar verið taldir, og Sokka líka, ef Bjarna míns hefði ekki notið við. Hann lagðist á magann fram á bakka- brúnina og náði í tauminn á Sokka og gat þannig tosað okkur upp með bakkanum unz við náðum landi. Bjarni hafði þá helzt í hyggju að leggja út á djúpið aftur, en ég bað hann að koma heim með mér og fá sér einhverja hressingu áður en hann færi aftur heimleiðis, og gerði hann það. Séra Páll var hinn kát- asti og henti gaman að sundreið okkar, en ég var fremur rislágureft ir ferðavolkið og mér var ljóst að þarna hefði ekki mátt miklu muna, að illa færi. Síðar vék hann nokkr- um sinnum að því hvort við ættum ekki að reyna nýa sundreið. Ég man sérstaklega eftir því, að þá um sumarið fórum við á Grásu og tvímenntum út í hólma sem lá í Múlaánni til þess að snúa hpy- flekk. Þá sagði séra Páil: ^Eiguro

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.