Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T* 257 áreynslu og iðjusemi, en hallist heldur að því, sem þeim þykir skemmtilegt. Til þess að fá nokkurt yfirlit um það hvaða fólk bæri fyrir menn í draumi, var dreymendum skipt í tvo hópa eftir aldri, vegna þess að það þótti líklegt að nokkur munur mundi vera þar á. í yngra flokkn- um var fólk frá 18—28 ára aldurs, en í hinum eldra fólk, frá 30—80 ára. Frá fyrri hópnum voru rann- sakaðir 1819 draumar. í 15% af þessum draumum kom enginn ann- ar fyrir en dreymandinn sjálfur, og í öllum hinum draumunum voru að meðaltali tveir menn auk dreym andans. Af þessum mönnum virtust 43% vera ókunnir menn, 37% voru kunningjar og vinir dreymandans, 19% nánustu ættingjar og 1% nafn- kunnir menn. Segir prófessorinn að það sé í samræmi við það, sem hann hafi áður haldið, að atburðir, sem eru að gerast komi mjög sjald- an fram í draumi. Það var einnig athugað hvort munur væri á draumum pilta og stúlkna. Kom þá í ljós að piltana dreymdi oftar karlmenn en stúlkur og aðallega pilta á sínu reki (42%). í hópi hinna eldri varð niðurstað- an svipuð, nema hvað þá dreymdi oftar nánustu venzlamenn sína, og draummenn þeirra voru yfirleitt yngri en þeir sjálíir. Þá var athugað hvað menn hefði hafzt að í draumum sínum, og voru athugaðir 2668 draumar í þvi skyni. Kom þá í ljós að langflestir (34%) höfðu verið á einhvers konar ferða- lagi, gangandi, hlaupandi, ríðandi o. s. frv. Mjög fáa haíði dreymt að þeir væri að hrapa eða svíía í lausu lofti. í öðrum draumum var dreym- andinn að tala (11%), sat kyrr (7%), beið eftir einhverju (7%), var í samkvæmi (6%), skemmti sér (5%), vann erfiðisvinnu (4%), var að hugsa (4%), átti i illdeilum (3%). Segir Hall að það sé merkí- legt hve fáa dreymi að þeir sé að vinna. Jafn algeng störf eins og að skrifa á ritvél, sauma, sterkja lín eða taka til, komi alls ekki fyrir í neinum af þessum draumum, og aðeins einu sinni komi það fyrir að dreymandinn hafi unnið að mat- gerð, búið upp rúm, þvegið diska eða gert hreint. Aftur á móti komi það oft fyrir að menn dreymi að þeir sé að synda, leika knaltleik eða dansa. Af þessu dregur hann þá ályktun að draumarnir gangi meira út á dægrastyttingar en vinnu. Ástandi dreymendanna var skipt í fimm flokka: 1. ótta, þar með tal- inn kvíði og skelfing; 2. gremju og vonbrigði; 3. sorg; 4. gleði; 5. geðs- hræring, þar með talin undrun. Óttinn kom oftast fyrir, eða í 40% af draumunum. Hryggð, gleði og geðshræring var jafnt (18%), en sorg sjaldnast (6%). Þannig kom það í ljós að 64% draumanna voru leiðindadraumar, en aðeins 18% skemmtilegir draumar. Það hefur verið flestum draum- þýðendum ráðgáta hvernig á því stendur að dreymandinn sér oft umhverfi sitt með eðlilegum litum. Hall rannsakaði 3000 drauma með tilliti til þessa og komst að raun um að 29% draumanna voru „með litum“, en hinir allir litlausir. Kon- ur dreymir liti oftar en menn (31 : 24%). Svo virtist líka sem litirnir hyrfi með aldrinum og þá sem komnir eru yfir fimmtugt dreymi sjaldan liti. Sumir sjá aldrei liti í draumi, aðra dreymir eðlilega liti í hvert sinn. Annars er engan mun að finna á draumum þessara manna, eítir nákvæman saman- burð, og ekki heldur þess manns, sem dreymir sitt á hvað litdrauma og litlausa drauma. Að öllu þessu athuguðu kemst prófessorinn að þessari niðurstöðu; i ■ ! U ii i...í L. „Draumar eru hugsanir, sem fram koma í svefni. Vegna einhvers lögmáls, sem vér þekkjum ekki, getur dreymandinn séð sínar eigin hugsanir líkamaðar. Þegar hann segir öðrum frá draumum sínum, þá er hann að segja frá hugsunum sínum, hvort sem hann veit það eða ekki. Þegar vér rannsökum drauma, þá gerum vér það ekki til þess að uppgötva hvaða óskir liggja að baki þeim, eins og Freud gerði, heldur til að ákveða hvað dreym- andinn hugsar um sínar eigin óskir. Vér rannsökum drauma til þess að auka þekkingu vora á manninum. Þeir veita upplýsingar, sem ekki er unnt að fá á annan hátt.“ Hann getur ekki fallizt á draum- skýringar þeirra Freuds, Jung, Adlers og Stekel, en draumskýr- ingum dr. Helga Péturs hefur hann víst aldrei kynnzt. Hann mundi þá hafa rannsakað betur drauma þá, er hann hafði undir höndum. Ef hann hefði spurt alla dreymend- urna rækilega, mundi hann hafa komizt að raun um það veigamikla atriði, að menn dreymir hér um bil aldrei það, sem þeir hafa séð í vöku. Mönnum finnst t. d. í draumi að þeir sé heima hjá sér, og þeir segja að sig hafi dreymt það. En sé farið að grafast betur eftir, þá kemur í ljós að þeir muna eftir því að heimilið var allt öðru vísi útlits en það er og svipar ekkert til þess. Stofufnar eru öðru vísi í laginu, á veggjum er allt annað én þar á að vera, húsgögn eru öll önnur. Og niðurstaðan verður sú, að dreym- andinn hefur séð í draumi íbúð, sem hann hefur aldrei séð í vöku. Honum finnst bara í draumnum, að þarna eigi hann heima, og svo þeg- ar hann segir frá draúmnum, þá segir liann að sig hafi dreymt að að hann væri heima. Sama máli er að gegna, ef hann dreymir eitt- Frh. á bfg. 264,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.