Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 12
 C 26? ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r lifði þessa nótt og næsta dag, en þá var lífsorkan þrotin. Ég hef ekki getað grafið upp dánardag 1 Arnfinns því þar sem ég hef leitað í blöðum, er einungis sagt „Nýlega | er látinn“ o. s. frv. Síðasta ferð séra Páls til Seyðisfjarðar Við héldum nú áfram ferð okkar. Sumir okkar komust heim ein- hvern tíma um nóttina, eftir því sem þeir áttu lengra eða skemmra heim til sín. Ég kom heim að Þing- múla seint um kvöldið. Það var dimmt það kvöld, því það var kom- inn 5. október. Ég hitti Jón ísleifs- son úti á túni. Hann var ráðsnjaður á staðnum, og eins og ég hef áður tekið fram, tilvonandi tengdasonur prestsins og bróðursonur Arnfinns. Það var því ekki nema eðlilegt, að við legðumst þarna niður í túnið á meðan ég var að segja honum fréttirnar af sjúkleika föðurbróður hans. En þegar minnst varði, kom einn r málleysingjanna hlaupandi til okk- ar og var mikið niðri fyrir. Fing- urnir gengu svo ótt, að ég gat ekki greint hvað hann var að segja, þó ég væri nokkuð leikinn í að lesa fingramál, enda orðið talsvert rokkið, en ég sá að Jón veitti þessu handapati mikla athygli. Ég sagði því við nafna minn: „Hvað er hann Bjössi að segja?“ „Ég veit það varla, hann er eitthvað að tala um prestinn og að hún Steinunn sé að gráta.“ Við stukkum af stað og heim í bæ. Þar voru okkur sagðar þær sorgarfréttir að séra Páll hefði drukknað daginn áður í Grímsá beint á móti Vallanesi, með þeim hætti er nú skal greint verða: Þeir höfðu komið tveir að Ketilsstöðum á Völlum af Seyðisfirði. Var þá orðið dimmt og vildi fylgdarmað- urinn gista á Ketilsstöðum, en séra Páll aftók með öllu að gista og sló L í Þ* Sráu og hvarf út í myrkrið, en fylgdarmaðurinn mun hafa orðið eitthvað seinni fyrir, en hélt þó á eftir presti, en varð hvergi var við ferðir hans. Var þá farið að spyrj- ast fyrir á næstu bæum, en enginn hafði orðið hans var. Er fólk kom á fætur í Vallanesi morguninn þann 5. október, sást grár hestur á beit niðri í Vallanes- inu, og er að var gáð, var það Grása frá Þingmúla, og lá annað ístaðið yfir hnakkinn. Hinum megin við ána er snarbrattur melur ofan að ánni og mátti sjá þess merki, að séra Páll hafði farið svo tæpt á bakkanum, að hryssan hefur misst fótanna og oltið ofan í hylinn, og þar'fannst lík séra Páls síðar um daginn. Aðrir segja svo frá, að séra Páll muni hafa riðið norður yfir ána í myrkrinu og ætlað svo yfir aftur, en þá lent á sundi í hylnum og landtakan ómöguleg, snarbrött malarskriða. Séra Páll dó hinn 4. október á afmælisdaginn sinn 54 ára gamall. Mér er óhætt að full- yrða að séra Páll varð öllum sem þekktu hann, harmdauði. Ég veit að það hafa verið uppi ýmsar sögur er lúta að því að ófrægja hann, en mér er ómögulegt að samrýma það hans góða hjartalagi, allri hans góðu kennimennsku og þeirri vel- vild er hann sýndi náunga sínum og þá ekki sízt mér, enda er því þannig farið um mig, að „jafnan er ég heyri góðs manns getið“ verð- ur mér hugsað til séra Páls Páls- sonar í Þingmúla. Eftirfarandi vís- ur heyrði ég í ungdæmi mínu og mig minnir að ættu að vera eítir Þorv. heitinn Kerúlf héraðslækni: í austri dunar dáins norn daprast lífsins friður, ^ dimmt er í lofti, dauðakorn detta á jörðu niður. Margur snöggt til heljar hné hröð er feigðarkúla, drukknaður sagt á sundi sé, séra Páll í Múla. Vígmóður í volki heims, var þó jafnan glaður. Óllum veitti’ án auðs og seims, afbragðs gáfumaður. Draumarannsóknir Frh. af bls. 257. hvert landslag, sem hann þykist kannast við, að það er allt öðru vísi, en hann áttar sig ekki á hverja þýðingu þetta hefur þegar hann segir frá draumnum, heldur segir hispurslaust að hann hafi verið þarna eða þarna, af því að hann ímyndaði sér það meðan á draumn- um stóð. Eins er ef hann þykist sjá sjálfan sig í draumi, að sú mynd sem hann sér er mjög ólík þeirri hugmynd sem hann hefur um útlit sjálfs sín. En hann aðgætir þetta ekki þegar hann vaknar, nema því aðeins að hann sé inntur eftir því, eða hann þekki þetta lögmál og virði drauminn fyrir sér í ljósi þess. , . .Alli — * V. , «•* . .»■ I M-- Hver einasti maður getur komizt að raun um að þetta er rétt, ef hann athugar sína eigin drauma með gaumgæfni. Og eðlilegasta skýring- in á þessum missýningum, eða misskilningi í draumi, er sú, er dr. Helgi Péturs kom fram með, að vér höfum draumgjaía. Annars eru rannsóknir prófessors Halls mjög merkilegar og rná margt af þeim læra. Sú staðreynd, að menn dreymir aðeins örsjaldan að þeir sé við þá vinnu, sem þeitr stunda í vöku og hugsa mest um, er nokkuð glögg bending um að dr. Helgi hafi verið á réttari leið í draumskýringum sínum en aðrir, og að það sé ekki hugsanir dreym»- andans sem „líkamast“ í draumi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.