Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 4
25S LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Draumarannsóknir Þeir voru sérlega fljótir að læra stuttar íslenzkar setningar, sem þeir höfðu eftir, allar meira og minna afbakaðar og aflagaðar. Olli það mikilli kátínu meðal okkar krakkanna, þegar þeir voru að reyna að tala íslenzku, en ekki reiddust þeir hlátri okkar og brostu líka. Vinnukona var í Vesturbæn- um hjá Stefáni Einarssyni, sem hét Guðlaug og var venjulega köliað Lauga. Þeir þurftu oft að kalla til hennar og kölluðu hana þá ávallt „Lauka grey.“ Ef treysta má frétt í Þjóðólfi, munu Frakkarnir hafa gist í kirkj- unni hjá okkur frá 25. marz til 10. apríl, eða rúman hálfan mánuð, því varla munu þeir hafa verið skemur en 8 daga frá Þykkvabæj- arklaustri til Reykjavíkur en þarg- að komu þeir 17. apríl. Menn gerðu góð kaup Frá uppboðinu, þegar strandaða skipið og vörurnar úr því voru seldar, man ég fátt. Ég fékk þó að koma þangað og sá þar mikinn mannfjölda, sem sagt var að væru úr öllum hreppum sýslunnar og eitthvað undan Eyjafjöllum. Hugur minn beindist allur að strandaða skipinu og fékk ég ásamt fleirum að fara um borð í það og skoða það allt. Það sem hér verður sagt um uppboðið, er því að mestu úr upp- boðsbók Skaftafellssýslu. Þarna var um að ræða margt, sem bændur þurftu á að halda, svo sem kaðal, sem var táinn í surd- ur svo hann varð að hampi, og síð- an spunninn, fléttaður og hafður í reipi, gjarðir, taumbeizli og fl. Hankir af kaðli voru seldar á upp- boðinu frá 2—15 ríkisdali. Öltunn- ur voru seldar frá 5—6 rd. og mun þá hafa verið litið meira á umbúð- ir en innihald. Siglutré seldust fvr- ir 9—16 ríkisdali og voru ætluð til húsagerðar og í amboð. Bug- spjótið kostaði 5 rd. og 8 skildinga. MAÐUR er nefndur Calvin S. Hail og er forseti sálfræðideildar West- ern Reserve háskólans í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum. Hann hef- ur um langt skeið unnið að rann- sóknum drauma og segist hafa safnað rúmlega 10.000 draumum í því skyni. Og þetta sé draumar heilbrigðra manna en ekki sál- sjúkra. Rannsóknum sínum hagaði hann þannig, að jafnframt því sem menn skrifuðu draum sinn svöruðu þeir nokkrum spurningum viðvíkjandi sérstökum atriðum draumsins, svo sem hvar draumurinn hefði gerzt, Skipið sjálft (skrokkurinn) fór fyrir 16 ríkisdali og mun hafa verið félag um þau kaup. Jón Jónsson í Vík í Mýrdal stóð fyrir kaupunum, en hann var víðkunnur drengskap- armaður, sem bændur treystu. Kartöflutunnan seldist mest fyrir 7 rd. 64 sk. Kextunnur voru eftir- sóttar og seldust á 11—18 rd. og 80 sk. Flesktunnur seldust á 3 rd. og hálftunna af baunum á 2 rd. Handfæri og blýsökkur kostuðu urn 3 rd. Hálftunna af smjöri seldist fyrir 5 rd. Stórseglið fyrir 35 rd. og minni segl fyrir 5 rd. Seglojötl- ur (boldang) þóttu dýrmætar, með- al annars til að hlífa reiðingum í langferðum. -4- Skipströnd þóttu mikill viðburð- ur í sveitunum á hafnlausum svæð- um við Suðurland. Þá örfuðust samgöngur um skeið í víðáttu- miklum héruðum, þar sem farin var ein kaupstaðarferð á ári. Þess vegna, hefi ég reynt að rifja þetta upp og notið aðstoðar mér eldri manna og vitrari. lýsingu á þeim, sem í draumi birt- ust og hve gamlir þeir hefði verið, hvernig dreymandanum hefði verið í skapi meðan á draumnum stóð og hvort eðlilegir litir hefði fylgt því, er fyrir hann bar. Hall Viðurkennir að ómögulegt sé að segja um það hvað menn muni vel það sem fyrir þá ber í draumi, og sé hér því í rauninni um að ræða athugan á því sem fólk segir að sig hafi dreymt. Um annað sé varla að ræða, því að menn hafi engin tök á því að skrifa niður drauma sína jafnóðum og þeir ger- ast. Draumunum var síðan raðað eftir efni, þannig að hægt væri að fá nokkurt hagfræðilegt yfirlit um það hvernig þeir skiptust. Fyrst var þeim skipt í 5 aðalflokka og var sú aðgreining þannig: 1. hvort menn vissu hvar draumurinn hafði gerzt; 2. hvaða persónur birtust í draumnum; 3. hvað gerðist í draumnum; 4. hvernig dreymand- anum hafði liðið, og 5. hvort hann hefði dreymt liti. Hver var svo árangurinn af þessu? Draumar 1000 manna og kvenna höfðu gerzt á mjög algengum stöð- um, í dagstofu, í bíl, úti á götu, í skólastofu, í búð og úti á víðavangi. Dreymandinn kannast ekki alltaf við sig á staðnum, en venjulegast er það staður sem hann þekkir vel, en umhverfið svarar þó ekki til þess, sem er í vöku. Undarlegt er það hvað fáa dreymir að þeir sé á vinnustað sínum. Hitt er miklu tíðara að þá dreymi að þeir sé á einhverjum skemmtistað eða sum- ardvalarstað. Þetta virðist benda til þess að í draumi forðist menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.