Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 asta orð í íslenzku. Þó gat skip- stjórinn gert þeim bændunum skiljanlegt, að skip hans hefði strandað og með tölum sagt þeim live margir menn væri á skipinu og að þeir heíðu allir bjargast á land og biðu þess, að komast til bæja. Þarna voru aðeins 4 liestar handa sex mönnum. Skipstjórinn fókk strax cinn hcstinn og reiddi matsveininn (son sinn) fyrir aft- an sig. Hásetanhr fcngu hina hest- ana, en bændurnir gengu. FraJjk- arnir vpru allir mjög þreyttir, eft- ir langa göngu á sjóstígvélum með trébotnum. Og cnginn þeirra hafði komið á hestbak áður, nema skip- stjórinn. Varð því að hafa gætur á þessum óvönu reiðmönnum, að þeir féllu ekki af baki og kenna þeim að halda sér, er þeir fundu, að jafnvægi þeirra var að bila. Það vakti mikla undrun okkar krakkanna og forvitni, þegar við sáum til þessarar einkennilegu hægfara lestar, sem rölti seint og letilega í áttina að bænum okkar. Tveir tvímenntu, og hinir virt- ust allt af vera í þann veg- inn að detta af baki. En smárn saman komust þeir nú heim að Þykkvabæjarklaustri, og ennþá óx undrun okkar, þegar farið var með gestina beint í kirkjuna, í staðinn fyrir að bjóða til stofu. Hinum miiimunum bjargað Þegar hér var kornið skiftu bændurnir með sér verkum. Sig- urður reið til sjávar, að leita að strandaða skipinu og strandmönn- unum, en Stefán smalaði saman hestum til þess að koma þeim til bæjar og naut til þess aðstoðar ná- grannanna. Að kvöldi voru strand- mennirnir allir komnir í kirkjuna og einnig vistir handa þeim, sem þeim hafði tekizt að bjarga úr skipinu. Jafnframt hafði þeim tek- izt að ná seglum skipsins á land og gátu búið sér til skýli úr þeim til bráðabirgða. Fatnaði sínum og því öðru, sem þeim heyrði til, hafði þeim einnig tekizt að korna á land. Daginn eftir var maður sendur rakleitt til sýslumannsins til þess að tilkynna honum strandið og fá fyrirskipanir hans þar að lútandi. Jafnframt voru menn úr sveitinni ráðnir til þess, að bjarga úr skip- inu öllu því, sem hægt var að ná úr því. Ennfremur voru skipaðir vökumemx til að vaka yfir skip- inu og vörunum, sem björguðust á land. Sveitin varð því þarna fyrir óvæntri atvinnu á erfiðum tíma. Kirkjan var ciua liýsið fyrir þá Ég minnist þess vel, þcgar Frakkarnir voru fluttir í kirkjuna, þó ég væri þá ungur, eða hátt á sjöunda ári. Ekki var um annan húsakost að ræða í sveitinni fyrir svo marga menn. Skipstjórinn var íremur lítill maður vexti og sér- lega hæglátur. Það var hann, sem hafði steypt sér í sjóinn og synt mcð taug í land og bjargað á þann hátt skipvcrjum sínum. Þess sáust og glögg merki, að þeir báru virð- ingu fyrir honum. Því veitti ég eftirtekt, að hann hafði allt af eitt- hvað fyrir staíni. Einkum lagði hann mikla aherzlu á það, að mála mynd af strandaða skipinu. Varð okkur strákunum starsýnt á hana og þótti hún falleg. Hásetarnir íóru í ýmsa leika sér til aíþreyingar, en oftast í höfrungaleik. Leiksvæðið var kirkjugarðurinn. Strákurinn var á að gizka 10—12 ára, og þótti mér það einkennilegt, að þeir, Frakkarnir, kölluðu hann mús. Mig langaöi til að tala við liann, og það var sýnilegt að hann langaði líka að tala við mig. En hvorugur skildi annan, og við reyndum alls konar bendingar og- tákn cg furðanlega tókst okkur að ráða fram úr ýmsu á þ^nn veg. Hann var nú samt miklu duglegri og hugkvæmari en ég, að gera sig skiljanlegan. Tókst honum þannig að segja mér frá því, að mús þýddi eldabuska, eða eitthvað líkt því. Og mörg önnur frönsk orð kcnndi hann mér með bendingum, fettum og brettum og ýmsunr leikum og t. d. mcð því, aö herma eftir hús- dýrunum, og segja mér hvað þau voru kölluð á frönsku. Um le'ð og hann gaf mér fyrstu kexkökuna nefndi hann hana á frönsku og þeg- ar ég fékk mjólk handa honum, nefndi hann hana líka á frönsku og hældi hcnni mjög. Ilann fékk bolla af mjólk á hverjum morgni og gaf mér kex í staðinn og gætti þcss vel að yfirborga alltaf. Það tókst því vinskapur með okkur þá daga, sem hann dvaldist í kirkjunni á Þykkvabæarklaustri. En frönsk- unni gleymdi ég íljótt og því miður einnig nafni þessa elskulega drengs. Eftir að Frakkarnir voru allir komnir í kirkjuna og seztir þar að, fannst mér þar oft mikill hávaði, eða injög líkt eins og við larn^ba- stekk. Virtist mér þeir tala hver ofan í annan og keppast við af öll- um mætti, að koma orðunum sem fyrst út úr sér, til þess að verða á undan þeim næsta. Fylgdu þess- um orðaflaumi þar að auki alls- konar eldsnöggar bendingar, beyg- ingar, hnykkir með höfðinu og ýmsar fjörlegar hreyfingar aðrar. Stundum virtist mér þeir vera ofsareiðir og að því kompir að rjúka saman í grimmustu áflog. Get ég eklú neitað. því, að það hlakkaði í mér aá verða þeirrar skemmtunar aðnjótandi, en til þess kom þó aldrei. Allt framferði þeirra var mikil nýung fyrir mig, barn á sjöunda ári, og ekki síður skemmtun. Þar að auki voru þeir mjög góðir við mig og fæddu.mig að mestu a ýmsum réttum, sem ég hafði ekki smakkað fyr, en þótti sælgaeti, • • • — —- - "m—r - - - --**

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.