Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 261 Séra Páll Pálsson Sveins í Ásum, voru að jafnaði tvær eiginkonur á heimili hans, önnur að vísu fráskilin. Séra Páll reyndist fyrri konu sinni alúðlega eins og hverjum öðrum, en heldur ekki meira. Þau hjón höfðu eignazt tvö börn, Pál og Ragnheiði (bæði enn á lífi 1946). Meðan séra Páll var á Stafafelli og hann var ógiftur, var móðir hans bústýra hjá honum. Hún hét Guðríður, sbr. vísuna: Á Staíafelli stýrir prestsins búi göfug ekkja góð til sanns Guðríður frú móðir hans. Séra Páli þótti mjög vænt um móð- ur sína. Hún hafði áður verið gift manni þeim sem Pétur hét. Þeim fæddist sonur er skírður var Páll, en fullyrt var að Páll Pálsson prófastur í Hörgsdal, væri faðir sveinsins, og þegar Guðríður varð ekkja, var prófasturinn líka orðmn ekkjumaður. Gekk Páll prófastur þá að eiga hana og gerði son henn- ar að kjörsyni sínum er hann var fermdur. Fullyrt er, að um það leyti er séra Páll hóf skólalærdóm sinn hafi hann orðið mállaus og farið til Kaupmannahafnar og lært þar fingramál. Enda varð hann síðar kennari mállausra og heyrnar- lausra. Ég heyrði í ungdæmi mínu þau tildrög að þessum heilsubresti hans, að hann hafi átt að bera vitni í einhverju afar mikilsverðu máli, þar sem allt valt á framburði hans, en hann þá orðið skyndilega mál- laus og jafnvel heyrnarlaus. Það fylgdi einnig sögunni, að gerðar hafi verið margar tilraunir til þess að gera honum hverft við, til þess að komast að raun um hvort heyrn- in væri biluð, en honum sást aldrei bregða hið minnsta. — Svo var það einhverju sinni, að hann las í blaði að máhð væri á enda kljáð og aldrei yrði hróflað við því framar. Næsta dag, segir sagan, að Páll hafi verið búinn að fá bæði mál og heyrn og hafi hann þá haldið hjartnæma ræðu um kraftaverkið, er gerzt hafði á svo dásamlegan hátt. Lántakan Þegar séra Páll var prestur okk- ar á Staíafelli fékk hann eitt sinn lánaðar 200 krónur, sem hann van- hagaði mjög um, hjá stjúpa mínum. Þóttu þetta talsverðir peningar í þá daga, en þarfirnar og skuldirnar miklar hjá presti. Nokkru eftir að hann var fluttur frá okkur austur að Þingmúla, skrifaði stjúpi mmn honum vinsamlegt bréf og lét í það skína, að sér kæmi það mjög vel ef hann gæti þá á næstunni greitt sér þessar krónur. Séra Páll skrifaði honum aftur og bað hann fyrirgefningar á þeim drætti, sem orðinn væri en kvaðst þá ekki hafa handbæra greiðslu, en sagðist senda þá um haustið er hann væri búinn að leggja inn fé sitt hjá Túliníusi á Eskifirði. Haustið leið, en engir peningar komu. Stjúpi minn vissi að hér var um getuleysi að ræða, en ekki það að prestúr hefði ekki góðan vilja á að greiða skuldina. Stjúpi minn skrifaði svo séra Páli við og við og minnti á skuldina, því hann var sjálfur sár- lega þurfi fyrir þessa peninga. Og svarið frá séra Páli var ávallt elskulegt en greiðslugetan ekki fyrir hendi. Ferð á Fljótsdalshérað Svo var það á öndverðum vetri að stjúpi minn lagði af stað við annan mann, og var ferðinni heitið bæði að Þingmúla og upp í Fljóts- dal. Hann ætlaði um leið að heim- sækja hálfsystur sína, Margréti Þorkelsdóttur húsfreyu á Arnheið- arstöðum. Hún bjó þar stórbúi og var þá orðin ekkja. Synir hennar voru þeir Guttormur Vigfússon bú- fræðingur, faðir Þormaranna, Sölvi Vigfússon er tók við búi á Arn- heiðarstöðum eftir móður sína og séra Einar Vigfússon síðast prestur að Desjarmýyri, en fór þaðan til Ameríku árið 1902. Frá ferðum þeirra stjúpa míns og meðferða- manns segir lítið annað en það að þeir hrepptu vond veður og kvað svo rammt að þessu að þeir urðu að liggja úti og grafa sig í fönn á Breiðdalsheiði. Voru þeir talsvert dasaðir er þeir komu að Vatnaskóg- um í Skriðdal. Þar fengu þeir hin- ar beztu viðtökur og ágætan beina og hvíldu sig um stund, en héldu svo samdægurs til Þingmúla, og var þeim tekið þar með ágætum, eins og ætíð var venja séra Páls að taka á móti gestum og þó svo mætti segja að minnsta kosti stund- um, að hann ætti varla málungi matar sjálfur, en þess varð enginn var sem að garði bar. Það var ekki um það að tala að stjúpi minn og samferðamaður hans fengju að fara lengra þá um sinn og dvöldu þeir þar 2—3 daga. En á meðan á dvöl þeirra stóð þarna innri stjúpi minn að því, að meðfram hefði hann nú komið til að vitja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.