Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 6
i 258 \ LESRÓK MORGUNBLAÐSINS INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR: Sit ég í livamminum sunnan við liamranna slot við sefgrærar smáþúfur, vallgróið tóftarbrot. Gleymd cr þess saga og grafin í aldanna hrönn, gleði og harmtár og lífsstríðsins margþætta önn. En nú er sem lyftist það húmdökka timanna tjald, svo tekst mér að lita, hvað dulið er bak við þess fald, og augunum mætir þar skiptandi svið eftir svið í sólgliti morguns og hljóðlátum ráttskugga frið. Vormorgunn bjartur í brosandi sólríkum hvamm birtist mér fyrstur og stigur sem nývakinn fram. , J' Glitra við daggir við gcislanna sólhlýa koss. 1 i giampa við strengir í silfruðum smáíækjar foss. i* i * i Og rislági bærinn er risinn frá blómskrýddri grund, reykurir.n stígur í háloft um árdegisstund. Skýldur af hamri þar veit hann mót suðri og sól. Sóleyar brosa í túni og fíflar á hól. Og þau, sem að byggja hinn fátæka friðsæla rann, finna það yndi, sem „náttúra móðir“ þeim ann, í bernskunnar hlátri, í æskunnar óræðu þrá, önnum hins vaxna, í skyldum, sem fullnægja má. Á vellinum þýfða að verki er gengið með dug, vinna þar bóndinn og konar. með samstilltum hug. Stórt er ei ríkið og fátt er um írægðir og giaum, íær þó samt lífið oft birt þar sinn guðlega draum. Já, lágur er veggur og kröpp eru kjörin og hörð, en krjúptu í lotning og sjáðu, — hin fátæka jörð á fegurðar auðlegð — sem barnsaugu blikandi hrein brosa þér smábióm í laut og við gráklæddan stein. Ég horfi á glókolla ganga að leikum á hól, gull eru völur og steinar, og brúnuð af sól með smáfætur nakta og fátæktarmerki á flík í fögnuði bernskunnar ljóma þau saklaus og rík. Og hvern skyldi undra að hamingja’ í hjörtunum býr, því hugljúfir vinir er hvaðeina, blómstrá og dýr. Og almóðurfaðmurinn felur sín óliku börn; finna þau skyldleikans öruggu gleði og vöirn. | ’• ’ . T ' i , \ * i ‘i • ,i i 1 ( / Dagur er liðinn og döggvarjia svalandi veig dreypt ier á grundu, en stígur á Hlíðar óg teig ( 1 bláskugginn hljóður og aftansins friður og.fró i færist uþl jörðu og lífinu .vaggar í ró. Og þau, sem að dagstritið felldi’ á sinn f jötur og þraut fagna nú stundarlausn sinni við lágnættisskaut. í kotinu lága liún leggst eins og lífjurt á sár ljúfþráða hvíldin og strýkur um vanga og brár. Brugðið er sumrinu, fölskvað þess fjöllita skraut, fölbleikum haustlitum strokið á brekku og laut, söngvarar flúnir, en njólunnar húmdökkva hár hrynur um fjallanna axlir og vatnanna brár. Sólhlýi blærinn, er sumarsins vaggaði rós " svæfður og dáinn og vorheiðis útslokknað ljós, en éltárin hníga um hlioanna kinnar og hvarm kvíðsár og þung eins og sorgin í mannanna barm. í kotið inn Iága fer haustið og hcilsar sem fyr, um hurðir það gengur og smýgur um gættir og dyr, og hjartnanna strengi það strýkur með úrsvölum góm, stillir þá lægra og gefur þeim tregandi óm. Svo þungbrýnt og svallynt, — og hrollköld og hrjúf er þess mund, en. hrífandi perlur þó geymir, ó, draumfagra stund: Blækyrrð og tunglsglit, er breiðist um hæðir og völl, breytt hefur veröld í töfrandi Aladínshöll.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.