Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í við nú ekki að sundríða Jón minn?“ — Það er af Bjarna að segjd, að hann bjóst þegar til heimferðar, er hann hafði þegið góðgerðir, en ég fór upp á háa hólinn í túninu (mig minnir að hann væri nefndur Belj- andi), til þess að sjá hvernig Bjarna reiddi af. Gekk ferð hans yfir ána vel, enda er landtak miklu betra hinum megin. Hirðing $ Einu sinni um sumarið áttum við ^ mikið úti af þurru heyi, og átti að binda það og koma því heim dag- inn eftir. En er leið á nóttina leit svo rigningarlega út, að séra Páll þorði ekki annað en vekja okkur kl. 4 til að binda, og gekk það svo 1 rös'klé^a að um kl. 9 var búið að I bjarga méstu af heyinu og ekki hafði orðið úr rigningu. Eórum við þá heim til að borða og allir voru glaðir yfir vel heppnuðu starfi. Þá kom séra Páll með fulla flösku af brennivíni og sagði: „Þetta er nú frá prestinum fyrir að hann vakri ykkur svona snemma í morgun.“ Fjárreksturinn til Fáskrúðsfjarðar Sumarið leið án þess að nokkuð markvert bæri til tíðinda. Einn dag um haustið, það mun hafa verið síðustu dagana í sqptember, að séra Páll segir við mig: „Nú er það að- eins eitt verk sem ég ætla að biðja þig að gera fyrir mig, Jón minn, en það er að fara með fjárrekstur ofan á Fáskrúðsfjörð, með sjö öðr- um mönnum. Sjálfur ætla ég að skreppa ofan á Seyðisfjörð, en þeg- ar við komum heim aftur, tökum við til óspilltra málanna.“ Að sjálfsögðu fór ég með hinum rekstrarmönnunum. Það var um 3000 fjár sem við áttum að reka og rekstrarmennirnir voru 8. Far- arstjórinn var aldraður maður og mikill vinur séra Páls. Hann hét Arnfinnur Jónsson (?) fyrrverandi hreppstjóri og var föðurbróðir Jóns ísleifssonar búfræðings er þá var heitbundinn Pmgnheiði dóttur séra Páls, og síðar tengdasonur hans. Einnig hafði séra Páll látið einn af sonum sínum heita nafni Arnfinns. Sömuleiðis áttu þau Ragnheiður og Jón ísleifsson son, er ber þetta nafn og er nú skólastjóri barna- skólans í Austurbænum í Reykja- vík. Við fengum sæmilega gott veður úr Skriðdalnum yfir Þórudalsheiði og ofan í Reyðarfjörð. Þaðan var svo lagt upp á Stuðlaheiði, en þar tók við hin mesta ófærð, auk þess hrepptum við kafald er hélzt alla nóttina. Sumir reyndu að troða slóð fyrir féð, en aðrir að reka féð áfram og gekk svo alla nóttina. En um morguninn vorum við búnir að koma fénu yfir heiðina Fáskrúðs- fjarðarmegin, að Dölum í Fáskrúðs firði. Þetta var á sunnudagsmprgni, en okkur var sagt, að vijð g*setum ekki losnað við f járhópinn 'fyrr en um kvöldið, og þá úti á Búðareyri. Við vorum orðnir nokkuð þrekaðir allir saman eftir áreynsluna og vos- búðina nóttina áður og þótti okkur þetta slæmar fréttir að geta ekki strax skilað af okkur fénu. En þeg- ar sólin fór að skína var eins og við ungu mennirnir lifnuðum allir við ylgeisla hennar, en það var einn af okkur félögunum sem ekki vildi hjarna við aftur, en það var gamli maðurinn, fararstjórinn okk- ar, Arnfinnur. Hann var mjög las- inn og eftir sig, svo við komum honum fyrir í veitingahúsinu þar á staðnum. Síðar um kvöldið er við vorum búnir að afhenda féð leituðum við allir gistingar á þess- um stað. Það varð mitt hlutskipti að verða herbergisnautur Arnfinns. Honum leið illa um nóttina, gat lítið sofið og hafði töluverðan hósta og tók ég eftir því, að blóð var í hrákanum. Samt bar hann sig mjög karlmannlega og sagði að ef hann ^ 263- aðeins íengi að hvíla sig einn dag eða svo, þá myndi hann aftur verða ferðafær, og bað mig að umgangast það við félaga okkar, hvort þeir væru ekki tilleiðanlegir að bíða svo sem einn dag eftir sér, því honum væri svo sárnauðugt að við færum á undan sér. Ég færði þetta í tal við félagana, og var sumum þeirra um og ó að fara að kosta sig á veitingahúsi heilan sólarhring til viðbótar, en þó varð það úr að allir játuðu þessu, því bæði vaf Arnfinnur hér- aðshöfðingi og vinsæll. Ekki var líðan hans betri næstu nótt, en um morguninn vildi hann endilega klæðast og fara með okkur og héldu honum engin bönd. Við út- veguðum honum hest til afnota svo langt sem fært var vegna snjóa. Nú fórum við aðra leið, ekki Stuðla- heiði heldur Hrossaskarð (?). Ferðalagið gekk seint, gengu menn 1 sitt hvorum megin við Arnfinn og studdu hann á hestinum og einn teymdi. Loks komumst við upp í Skarðið. Þar Var bæði töluvérður snjór og illfært lengra fyrir hest, svo þarna var hesturinn látinn fara til baka aftur. Nú reyndum við að ganga undir hinum veika félaga okkar og létta honum ferðina eins og unnt var og komum við honum loksins til bæar Reyðarfjarðar megin. Þar fengum við bát og menn er fluttu okkur að Sléttu 2 Reyðarfirði. Þegar þangað kóm mælti Arnfinnur eitthvað á þessa leið við okkur: „Nú skuluð þið halda áfram ykk- ar ferð, félagar góðir, því ég sé nú að mér muni ekki auðnast að kom- ast lifandi heim, og er þarflaust að tefja ykkur lengur, og hafið nú kærar þakkir fyrir hjálpsemi ykk- ar við mig og heilsið heim.“ Þannig yfirgáfum við félaga okk- ar og fararstjóra, öldunginn höfð- inglega og hvítan fyrir hærum, Arnfinn frá Arnhólsstöðum. Iiann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.