Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 8
SIGURÐUR DAHLMANN: VM SÉRA PÁL í ÞINGMÚLA „Sfötiu ára minoiingar^ föður míns Jóns J. Dahlmann f EFTIRLÁTNUM skriíum föður míns heitins, Jóns J. Dahlmann, fjTrr- um ljósmyndara í Reykjavík, hef ég m. a. fundið kafla þann er hér birtist og hann mun hafa ritað árið 1946, þá 73 ára gamall. Kafla þennan nefnir hann „Sjötíu ára minningar“. Ég er algerlega ókunn- ugur á þeim slóðum er hér um ræðir og hann tróð sem unglingur innan tvítugs, en treysti hins vegar hans góðu gáfum, minni og fróð- leiksfýsn. — S. D. ÞAÐ FYRSTA sem ég man um séra Pál Pálsson er, að skömmu eftir að hann var orðinn prestur á Stafafelli í Lóni, árið 1877, kom hann í húsvitjun út að Vík. Við systkinin vorum þá öll ung að ár- um og eitthvað af yngri systkinum mínum voru að skæla, og einhver sagði — líklega móðir mín —, „Þegið þið! Presturinn er að koma“, en hann var þá einmitt að koma inn göngin og hafði heyrt þetta, og sagði um leið og hann kom á pallinn, með nokkrum þunga: „Gerið það fyrir mig í Guðs nafni, að hafa mig ekki fyrir grýlu á börn- in“. Ég var næst elztur systkina minna, þá á 4. ári og hafði því mesta menntunina! en htm var þó ekki meiri en það, að presturinn tók mig á kné sér og lét mig stafa: „S á 1 m a b ó k“, lengri varð ekki yfirheyrslan í það sinn. —oOo—• Þegar séra Páll sótti um Stafa- fell var einhver urgur í tilvonandi sóknarbörnum hans, og höfðu margir á orði að skrifa á móti hon- um, sem kallað var, og afsegja hann sem sálusorgara, vegna ein- hverra slúðurfregna sem þeim hafði borizt til eyrna. Ekki man ég hvort nokkuð varð úr þeirri hótun, en menn munu hafa skipzt í tvo hópa, svo sem venja er til í þrætumálum. En hitt man ég, að stjúpi minn var foringi þeirra sem fá vildu séra Pál sem sóknarprest, og unnu þeir glæsilegan sigur. — Þessu gleymdi séra Páll aldrei, enda urðu þeir góðir vinir á meðan báðir hfðu. Stjúpi minn var Sig- urður Sigurðsson Sveinssonar prests Péturssonar og ber nú nafn hans sonur minn Sigurður Dahl- mann póst- og símastjóri á ísafirði. Móðir stjúpa míns var md. Helga Hjörleifsdóttir, alsystir séra Einars í Vallanesi. Hún hafði áður verið gift séra Þorkeli Árnasyni á Stafa- felli og áttu þau mörg börn. Sig- urður stjúpi minn var eina barn af síðara hjónabandi hennar, er lifði. En svo aftur sé snúið að séra Páli í Þingmúla, vil ég taka það fram að allur söfnuðurinn sá eftir hon- Jón J. Dahlmann um er hann fluttist burtu eftir þriggja ára veru í Stafafellspresta- kalli. Þau ár, sem séra Páll var prestur á Stafafelli, var hann ókvæntur, því þau munu þá hafa verið ný- skihn hjónin, Guðrún Þorsteins- dóttir, lögregluþjóns Bjarnasonar í Reykjavík, og hann. Mun hún hafa verið lítt til búsforráða fallin, en sú skylda hvíldi á séra Páli, að sjá henni farborða og byggði hann henni eina af kirkjujörðum stað- arins, Hraunkot. En einnig þar varð lítið úr búskap, og gekk fljótt til þurrðar, það sem henni var lagt til framfæris, og neyddist hann því til að taka hana aftur á heimili sitt. Eftir að hann giftist aftur Stein- unni Eiríksdóttur, systur séra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.