Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 16
263 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4 Þingvöllum 1874. Þef»ar sást til konungs að austan. raðaði fólkið sér beggja megin við veginn, svo að hann gæti riðið á milli. Þe?ar ég hevrði hróp, fór ég ég út til að revna að sjá og heyra það, sem ég gæti. Ég kom mátulega til þess að sjá hestinn fælast undir konungi, hrædd- an við ópin og ósköpin. Geir gamli Zoéga hljóp af baki og var svo hepp- inn að ná í taumana og stilla hestinn, til allrar hamingju, og mikið var hann fljótur. Konungur gaf honum silfur- kaffikönnu. Minna gat það varla ver- ið. En það er satt, hann fékk líka medalíu, og hana úr gulli, meira að segja. — (Guðrún Borgfjörð). Flosagjá. Fiosagjá heitir gjáin austanvert við Lögberg, sem svo var oftast kallað í minni tíð. En af því að Nikulásar- pyttur er í sömu gjánni, mun hún einn- ig, eftir að hann drap sig í honum 17^42, hafa verið kölluð Nikulásargjá. Ég veit ekki betur en að gjá þessi héti Flosagjá, nepan að og upp úr, einnig bak við Lögberg, hvaðan gjáin, sem er að vestanverðu við Lögberg, er klofningur, á hverjum ég vissi ekk- ert nafn. (Séra Einar S. Einarsen á Þingvöllum. — í Flosagjá er Nikulás- arpyttur þar sem nú er farið að nefna Peningagjá). Jarðskjálftarask á Þingvöllum. í jarðskjálftanum 1789 sökk landið mil'i A’mannaPÍár off Hrafnaeiár um 4 alnir, sem mæla mátti á eftirlátnum merkjum svarðlínunnar, hvar hún hafði áður legið eftir berginu. Þá sökk og líkt bil í Henglinum útundan Hestvík í Þingvallavatni, er menn tóku sem merki þess, að Kaldá rynni þar undir úr vatninu. Þá hvarf urriða- veiðin úr gjánni Silfru, sem liggur í útsuður til vatnsins norðan við Lamb- hagann suðurundan bjenum, í hverri veiðin var lögð jöfn við snemmbæra kú. Þá hvarf og murtuveiði af Leir- unni niður undan Miðmundatúninu, sem var lögð við 2 snemmbærar kýr. Þá gleikkaði einnig Flosahlaup á Flosa- 1. aiAI I KEYKJAVÍK. Sól og sumarveður var þennan dag og tugþúsundir manna tóku þátt í hátíðahöldum dagsins, sem fóru fram á Lækjartorgi. Hér á myndinni sést Stjórnarráðið með blaktandi fána og mannfjöldi, sem safnazt hafði saman á Stjórnarráðsblettinum til þess að hlýða á það sem fram fór. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. gjá, er hrundi úr austurbakka henn- ar, eins og einnig hrundi úr fleiri gjám. Sjálfsagt hefir vegurinn verið gamall austan yfir allt hraunið að Þingvallatúni. En strax eftir jarð- skjálftann 1879 lagðist vegurinn um túnið, og traðirnar ásamt túngarðin- um hlóð í hjáverkum sínum á tveim- ur árum, úr grjóti er hann tók upp úr túninu, Jón sál. Þormóðsson, sem var vinnumaður stakur að dygð og atorku, á Þingvöllum hjá tveimur prestum frá 1750—1821 og deyði á Meðalfelli hjá séra Einari sál. Páls- syni. Sléttaði Jón túnið að nokkru leyti um leið og hann tók grjótið upp úr því. (Séra Einar S. Einarsen).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.