Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1952, Blaðsíða 13
265 r' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÆVIFERILL SKJALDBÖKUNNAR VÍSINDAMENN segja að um 300 tegundir af skjaldbökum sé til. Þær skiftast aðallega í þrjá flokka, land- skjaldbökur, vatnaskjaldbökur og sáeskjaldbökur. Munurinn á þeim er geisimikill. Landskjaldbökur eru yfirleitt litlar, 8—14 þumlunga á lengd og eru með klær á hverjum fæti. Sumar vatnaskjaldbökur eru mikið stærri, en sæskjaldbökurnar eru langstærstar og geta orðið risa- vaxnar. Þær eru með hreyfa eða bægsli. Einna stærstar eru skjaldbökur þær, sem hafast við hjá Galapagos- eyum. Þær geta orðið um 8 fet á lengd og þær stærstu vega ailt að 1500 pund. Kjötið af mörgum skjaldbökum þykir hið mesta lost- æti og eins egg þeirra, því að þær verpa eggjum, en ala ekki unga. Landskjaldbökur verpa 6—10 eggj- um í senn einu sinni á árj, en vegna þess að miklu meiri vanhöld verða á afkvæmum sæskjaldbakanna, verpa þær 90—150 eggjum í sem þrisvar eða fjórum sinnum á ár\ Flestar alætur og rándýr, bæði á sjó og landi, sækjast mjög eftir skjaldbökueggjum og maðurinn er þar ekki barnanna beztur. Einkum sækist hann eftir eggjum sæ- skjaldböku, því að í þeim er fitu- efni og úr því er unnin hið tærasta og bezta olía, notuð til þess að smyrja hin fíngerðustu mælitæki, svo sem úr. Skjaldbaka dregur nafn sitt af því, að hún er með skel á bakinu og getur skriðið inn í hana og falið sig þar, ef hún verður hrædd. Á kviðnum er önnur skel, sem fellur alveg að hinni þegar skjaldbakan hefir dregið inn fætur og haus, svo að hún er þarna í lokuðu og öruggu hylki. Bakskelin er samansett af 13 skeljum og mörgum randskeli- um, sem allar vaxa með aldrinmn og má á þeim sjá hvað skjaldbakan er gömul, líkt og telja má aldur kinda á hornrákunum. Djúp rák markar hvern vetur, en á sumrum eru „hornahlaup“ á skjaldbökunni eins og kindunum. Skeljar af mörgum skjaldbökum eru eftir- sóttar og eru smíðaðir úr þeim ails konar gripir. Það er hægt að gljá- fægja þær og þær eru með alla vega fallegum mislitum rákum. Eru þær því notaðar í fína hár- kamba og skrautgripaskrín og einnig til þess að smella inn í skrautleg húsgögn. Skjaldbökur eiga langan feril að baki sér. Af þeim hafa fundist stejngjörvingar, sem eru að minnsta kosti 175 milljóna ára gamlir. Austur í Indlandi fannst steingjörvingur af hinni lang- stærstu landskjaldböku, sem sögúr fara af. Skelin á henni hefir vevið 7 fet á lengd og 3 fet á hæð. Af þeim steingjörvingum, sem fundist hafa, má sjá, að skjaldbökur hafa verið útbreiddar um allan heim nema pólhéruðin aftur í grárri fornöld. Þær hafa alltaf forðast kuldann. Enn í dag eru þær tii; í öllum löndum þar sem ekki koma harðir vetur. Víða er margskonár hjátrú í sambandi við þessar ein- kennilegu skepnur. Þannig héldu margar Asíuþjóðir fyrrum, að iörð- in hvíldi á bakinu á afar stórri skjaldböku. Hér á fslandi hafa skjaldbökur aldrei verið til, nema ein og ein, sem flutt hefir verið hingað til gamans. Þess vegna þekkja menn hér ekki lifnaðarháttu þeirra. Vér skulum því rekja í stuttu máli æviferil einnar skjaldböku og velj- um til þess þá tegund landskjald- böku, sem nefnist „terrapane caro- lina“. Það er einhverntíma á björturn vormorgni. Nóttin hefir verið köld, en nú er sólin komin upp og skm glatt og geislar hennar lífga allt og verma. Undir laufhrúgu úti í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.