Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Side 6
f'290‘J
l LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
gildum samkvæmt leigumála
Jarðabókar. En til þess að gamlir
og fátækir leiguliðar konungs fari
ekki varhluta af þeim styrk er
spítalinn hafði veitt þeim, leggur
hann til að sex fátækir leiguliðar
á kongsjörðum í Gullbringusýslu
og Mosfellssveit skuli framvegis fá
10 rdl. árlegan styrk, og sex ekkj-
ur leiguliða á sama svæði skul; fá
6 rdl. stvrk árlega meðan líf end-
ist.
V Ástæðuna fyrir þessari breyt-
’ ingu taldi stiftamtmaður þá, að
samtkvæmt reikningum landfógeta
væri kostnaður „kóngsins kassa“
af spítalanum orðið óhæfilega mik-
ill, eða 181 rdl. 10% sk. árlega, þar
með talin leigan af Gufunesi og
Eiði 18 rdl. 70 sk., og andvirði
dagsverkanna, sem reikna megi á
18 rdL 4% sk., en leigur af kúgild-
um jarðanna sé reiknaðar 19 rdl.
12 sk.
Konungur felst á tillögur stift-
amtmanns, þó þannig, að spítalinn
yrði ekki lagður niður fyr en eft-
ir þrjú ár, eða frá fardögum 1795.
Þá var ráðsmaður spítalans Páll
Jónsson. Tók hann við því embætti
1792 og var ráðinn til þriggja ára.
Hefir það sennilega verið þess
vegna að spítalinn skyldi ekki lagð-
ur niður fyr en eftir þrjú ár. Páll
hafði áður verið „hospitalshaldari“
á Hörgslandi á Síðu, en flýði það-
an með konu og börn í Skaftáreld-
unum. „Liðu þau þá svo stóra neyð,
að þau suðu hey sér til matar“,
segir í Sýslumannaævum. Páls er
oft getið í ævisögu Jóns Stein-
grímssonar. Voru þeir vinir og
varð Helga dóttir séra Jóns kona
Ólafs sonar Páls, er prestur var
að Eyvindarhólum. Eftir að Gufu-
nesspítali lagðist niður, varð Páll
klausturhaldari Kirkj ubæj arklaust
urs á Síðu og gengdi því um 30
ára skeið, en bjó á Elliðavatni.
Hann var tvívegis settur héraðs-
dómari í Gullbringusýslu og sýslu-
maður í Kjósarsýslu, fvrst 1801—
1803 og síðan 1818. Hann andaðist
í hárri elli að Elliðavatni á önd-
verðu árinu 1819 og hafði verið
„mikill maður meðal bænda og
mikill búhöldur“.
Jörðin Gufunes.
Eins og fyr er getið var Gufu-
nes orðin leigujörð frá Skálholti
1575, en varð seinna konungseign.
Konungur seldi hana þegar spítal-
inn var lagður niður og upp frá
því var hún bændaeign. Jörðin var
þá seld fyrir 150 rdl., en Geldihga-
nes var selt seinna (1837) fyrir
251 rdl.
í Jarðabók þeirra Árna og Páls
er lýsing á jörðinni og segir þar;
að engar sé þar engjar að kalla, úti-
rgangur í lakasta lagi og landþröng
•mikil. Þar sé hægt að fóðra 8 kýr,
1 ungneyti og 10 lömb. Selstöðu
hafi jörðin haft fyrrum í Stardal,
þar sem nú sé risið upp býlið
Stardalur. Eggver hafi áður verið
í litlum hólma, sem liggur þar fyr-
ir landi, en nú sé það nær alveg
horfið. Sölvafjara sé þar nokkur
og skelfiskfjara. Heimræði hafi
verið þai haust og vor meðan fisk-
ur gekk inn til sunda, en aldrei hafi
verið þar verstöð. „Vatnsból mein-
slæmt og erfitt".
Jörðinni fylgja þá fjórar hjáleig-
ur. Ein þeirra er nafnlaus og þar
einn ábúandi. Svo er Brandakot
og þar tveir ábúendur, þá Hólkot
og einn ábúandi. Þá Helguhjáleiga
og þar búa tvær konur. Á þessum
hjáleigum voru þá samtals 12 kýr,
9 ær með lömbum og 14 geldfé, 7
hross yngri og eldri. Heimilisfólk
á hjáleigunum vpr alls 14, en 6
á heimajörðinni. Þar var bústofn-
inn þessi: 10 kýr, 1 kvíga vetur-
gömul, 10 ær með lömbum, 9 sauð-
ir og 5 hross. Heimajörð fylgja tvö
kúgildi kirkjunnar og geldur bóndi
af þeim hálfar leigur til prestsins,
en hefur hálfar fyrir áhættu.
Kirkjan á veiði í Korpúlfsstaðaá
þriðja hvern dag. Áður hafi
kirkjan átt mánaðarbeit fyrir all-
an kvikfénað heimabóndans þar
sem heita Sólheimatjarnir, „en nú
er kallað Keldnasel, fyrir þá orsök
að bóndinn á Gufunesi skal hafa
fvrir mörgum árum léð ábúandan-
um á Keldum þetta ítak til sel-
stöðu“.
Þessari lýsingu ber ekki saman
við það sem segir um jörðina í
sóknarlýsingu 1855, því að þar er
hún talin allmikil heyskaparjörð.
Þá eru talin í landi jarðarinnar
tvö eyðikot, Niðurkot og Norður-
kot. Björn Bjarnarson í Grafarholti
segir að kallað hafi verið Gufunes-
hverfi heimajörðin, Suðurkot,
Norðurkot, Knútskot og Eiði. En
meðan kirkja var í Gufunesi voru
í sókninni þessar jarðir í Mosfells-
sveit: Miðdalur, Helliskot, Reyn-
isvatn, Kálfakot, Lambhagi, Gröf,
Grafarkot, Árbær, Ártún, Keldur,
Gufunes, Knútskot (Núpskot),
Eiði, Korpúlfsstaðir, Blikastaðir,
og þessir í Kjalarneshreppi: Þern-
ey, Víðines, Sundakot (Niðurkot),
Álfsnes og Glóra. Af Gufunes-
kirkjueign voru þá prestinum á
Mosfelli goldnir 2 fjórðungar
smjörs.
Ýmsir merkir menn hafa búið í
Gufunesi, en fremstan þeirra má
telja Bjarna Thorarensen skáld og
amtmann. Árið 1820 kvæntist hann
Hildi Bogadóttur en hafði þá áður
keypt jörðina Gufunes undir bú
sitt. Þarna bjó hann fram til ársins
1834 að hann fluttist norður að
Möðruvöllum. Þá seldi hann bú
sitt í Gufunesi við uppboð „með
miklum skaða sínum“, segir í
Sýslumannsævum.
Þegar Bjarni bjó í Gufunesi var
þar enn álfabygð og ætluðu álfarn-
ir einu sinni að heilla til sín Þór-
arinn son hans, er var barn að
aldri. Hvarf Þórarinn og fannst
ekki aftur fyrr en eftir 2 eða 3