Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 30 hvort hún væri út í hött. Reyndist mér hún ekki vera það, heldur þvert á -móti, að hún hefði — að visu ekki nema að mínum dómi — meira til síns máls en skoðun sú, er herra Vilhjálmur heldur fram og flestir aðrir. Það er kenning herra Vilhjálms og annarra, að rímurnar séu sprottnar upp úr erlendri fyrir- mynd, upp úr þeim hætti alþýð- legs kveðskapar, er hófst suður á Frakklandi og hafði borizt til Dan- merkur á 13. öld í síðasta lagi, en ( ef til vill þó frekar fyrir lok tólftu ( aldar. Sérkenni kveðskaparins var ( það, að þegar kvæðin voru sungin f var einnig stiginn dans eftir þeim. f Þau náðu brátt miklum vinsæld- f um í Danmörku, svo að orkt voru á dönsku samsvarandi Ijóð, er í ein- földu máli og undir einföldum hætti sögðu frá annaðhvort sannsöguleg- um eða þjóðsögulegum atburðum og voru með viðlagi, sem dansfólkið f skyldi syngja með eða á eftir 1 hverju erindi. Eru það kvæði þessi, ■ sem Danir nú kalla þjóðvísur — 1 Folkeviser. Frá Danmörku bárust • vinsældir þessarar nýju skáldskrp- r argreinar fljótlega til Noregs og f frá öðruhvoru þessara landa, eða J báðum, fluttist hún til íslands í r síðasta lagi um miðbik 13. aldar, ( því að það var árið 1264 að Þórður r Andrésson kvað dansinn „Mínar F vru sorgirnar þungar sem blý“. Er r því réttilega haldið fram þarna, að f þetta sé greinilega vísuorð eða f jafnvel viðlag úr danskvæði, þar f sem textinn, eins og það er orðað, r sé „orðinn algerlega íslenzkur“. Þá f er þáð talið eðlilegt, að dönsku f kvæðin væru í fyrstu tekin til f notkunar hér með þeim breyting- f um á málinu, sem auðvelt var að T gera til þess háttar, sem er á kvæð- f um þeim, er nefnd hafa verið ís- f lenzk fornkvæði, enda þótt þau f geti naumast verið eldri en frá því ^ um 1400. Frá þessu frumskeiði ís- lenzkra fornkvæða hafi reyndar alls ekkert geymzt, svo að það sé aðeins tilgáta, að um aldar skeið eða lengur hafi danskvæðin hér verið með sínu upprunalega danska sniði, en þó á íslenzku, og að þá hafi, ef til vill, beinlínis verið ort íslenzk kvæði með þessum hætti. Síðan hafi danskvæðin dönsku smám saman breytzt til samræmis við hinar strangari kröfur íslend- inga um braghætti og málfar, og fyrir þær breytingar, sem ekki sé hægt að rekja stig af stigi, vegna þess að milliliðirnir — the missing links, eins og Darwin mundi hafa kallað það — hafa tínzt, hafi rím- urnar komið undir. Svona er í öllu verulegu sagan hjá herra Vilhjálmi og flestum öðrum af því, hvernig rímurnar urðu til. Vegna vísuorðanna „Mínar eru sorgirnar þungar sem blý“, er því haldið fram þarna, að dansarnir og danskvæðin hafi í síðasta lagi verið komin hingað til lands um miðbik 13. aldar, en sannanlegt er þó að þeir og þau eru að minnsta kosti kómin hingað rúmum 150 árum áð- ur, og sennilega þó alllöngu fyrr. Jón helgi Ögmundsson var Hóla- biskup frá 1106 til 1121. og fyrstur á þeim stóli. í sögu hins helga manns segir: „Skamma stund haíði heilagur Jón biskup verið, áður en hann tók að færa siðu manna og háttu í annað efni, cn ádur liafði verið um marga hluti“, en nokkru síðar segir: „Leikur sá var kær mönnum, áður cn hinn hcilagi Jón varð biskup, að kveða skyldi karl- maður til konu í dans hlautlcg kvæðí og rcgilcg, og kona til karl- manns inansöngsvísur; þennan leik lét hann af taka og bannaði styrk- lega. Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra, né kveða láta, en þó fékk hann því eigi af komið með öllu.“ Ekki gerði hinn helgi biskup þetta samt af andúð á söng eða hljóðíæraslætti, því að hatrn var sjálfur söngmaður ágætur og lék einnig á hörpu, heldur haíöi hann aðeins andúð á dansinum og ástar- vísunum. Það má með sanni segja, að hinn helgi Jón fengi þessu ekki af komið með öllu, því að 1612 sat enn við sama lag um þessi efni. Það ár segir Guðbrandur biskup í formála Vísnabókar sinnar, að hún sé gefin út til þess, „að af mætti leggjast þær brunavísur og Afmors kvæði, sem allmargir elska og iðka enn“. En þá höfðu rímurnar bætzt ofan á, sem Guðbrandi sízt var betur við en hitt. — ★ — Það er því ekki að efa, að bæði dans og mansöngvar eru miklu eldri hér á landi, en haldið hefur verið fram. Því er nú fastlega trú- að, að dans hafi ekki tíðkazt með norrænum þjóðum fyrr en alllöngu eltir kristni, og skal það í sjálfu sér ekki rengt. Á hitt má þó benda jafnfastlega, að dans hefur alltaf þekkzt og þekkist enn með öllum og það jafnvel frumstæðustu þjóð- um, svo að vel mætti gera sér í hugarlund, og jafnvel þykja lík- legra, að hann hefði einnig tíðkazt með germönskum þjóðum, þótt þess sjái nú hvergi stað í fornum minjum, hvorki rituðum né öðrum, enaa er meira en svo hæpið að álykta mjög fast af heimildaþögli eða heimildaskorti. Hitt er fullvíst, að svo lengi sem stiginn hefur verið dans hér á landi, hefur hann, cins og annars staðar, verið stiginn ef tir hljóðíalli eða söng, og hlýtur hvort- tvcggja því aö vcra jafngamalt hér á landi dans og danskvæði, og er sízt fyrir að synja, að þeir, cr land- ið byggðu fyrstir, haíi flutt slikt með sér heimanað. Ástir karla og kvenna stjórnast, svo sem kunnugt er, af frumstæðri hvöt, sem þeim er ásköpuð til viðhalds mannkyn- inu, og er því ekki nema eðlilegt, aö til hafi orðið mansöngskvaeði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.