Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 E. Schydlowski: JEAN ANOUILH og „Stefnumótið í Senlis" ÞAÐ er hreint ekki hlaupið að því, að gera grein fyrir Jean Anouilh, vegna þess, að hann er sjálfur manna ómannblendnastur og svar- ar því jafnan til, að um sig sé í rauninni ekkert að segja. Hann bætir því við, að sér liði þeim mun betur, sem nnnna sé um sig skrif- að. Hann lætur í þessu efni ekki sitja við orðin tóm, heldur forðast hann blaðamenn eins og heitan eldinn, og sjaldnast er hægt #ð ná tali af honum eftir frumsýningar, því að þá er hann venjulega horfinn út í buskann. Lengi vel var ekki hægt að birta myndir af honum, af því að jaínvel biaðaljósmyndarar treystu sér ekki að komast í ná- vígi við hann. Þessi hlédrægni hans gagnvart almenningi hefur samt ekkert dregið úr afskiptum hans af undir- búningi leikrita, enda fara margar sögur af viðskiptum hans og leik- ara þeirra, er verk lians hafa flutt. Hefur ósjaldan sletzt upp á vin- skapinn, sakir þess, hversu óbil- gjarnar kröfur leikskáldið hefur gert til leikaranna. Það er til dæmis haft á orði. að frumsýhingu a einu síðasta leikriti lians, ,,Colombe“, var hvað eftir annað frestað, sök- um þess að frægar leikkonur gátu ekki gert höfundinum til hæfis, og það var að lokum óþekkt leikkona, ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ tekur nú til sýningar leikritið „Stefnumótið í Senlis“ eftjr Jean Anouilh, og er það þriðja leikritið eftir íranskt samtímaskáld, sem leik- húsið sýnir. Hin fyrri voru „Flekkaðar hendur“ eftir Jean- Paul Sartre og „Tópaz“ eftir Marcel Pagnol. Franski sendi- kennarinn, hr. E. Schydlowski, ritar eftirfarandi grein um Anou- ilh fyrir Lesbók, en Bjarni Guö- mundsson hefur endursagt hana á íslenzku. Danielle Delorme, sem gerði leik- ritið frægt — og sjálfa sig um leið. Anouilh átti erfitt uppdráttar í æsku, og skýrir það máské að ein- liverju leyti hina einkennilegu. framkomu hans. Hann i'æddist í Rordeaux 23. júní 1910 af fátæku fólki og fluttist ungur til Parísar. Þar stundaði hann nám í unglinga- skóla og síðar í menntaskóla og há- skóla, en gat ekki lokið laganámi sökum fátæktar. Réðist hann þá starfsmaður auglýsingafyrirtækis og kynntist þar Jean Aurenche, sem fékkst við að semja kvik- myndahandrit. Unnu þeir saman að leikriti, sem ekki var prentað fyrr en löngu seinna, 1845, og heitir „Humulus hinn mállausi“. Árið 1932 var fyrsta leikrit hans, „IIermine“, sýnt opinberlega, og þótti þá þegar einsætt, að hér var afbragðsskáid a ferðinni. Heíur hann síðan ekki annað starfað en að semja leikrit og undirbúa sýn- ingar þeirra. Hafa leikrit hans ver- ið prentuð æði oft, ýmist sérprent- uð eða í safnritum, og fyrir nokkr- um árum tók hann að nefna þau samheitum: „Piéces roses“, „Piéces noires“, „Piéces brillantes“. „Piéces roses“ eða rósrauðu leikritin kaliar hann gamanleikina, „Piéces noires“ eða dökku leikritin sorgarleikina. Til „Piéces brillantes“ (glæsileik- ritanna) teljast ýmsir fyndnustu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.