Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 * 0» \ Hringdans. Kalkmálverk í Örslev kirkju á Sjálandi. sækir er leitað nokkuð aftur til föðurhúsa rímnanna Frakklands um yrkisefni, og smám saman fara riddararímurnar að bera rímur þær ofurliði, sem kveðnar voru um ís- lenzk yrkisefni. Um margar ridd- ararímnanna er vitað, hverjar hin- ar frönsku fyrirmyndir eru, en um aðrar er að sinni ókunnugt um fyrirmyndirnar. Þó eru þær jafnt og þétt að koma í leitirnar, og eru langflestar franskar, og ég býst við, að flestar muni koma um síðir og benda til hinna upprunalegu heim- kynna- — ★ — Um eða laust fyrir 1500 er sköp- unarsögu rímnanna lokið. Þá hafa hinir frönsku mansöngvar og hetjusöngvar fallizt í faðma hér á landi fyrir fullt og allt, og orðið að einni órjúfandi íslenzkri heild — rímunum eins og við þekkjum þær nú. Og þá gerðist fleira. Rim- urnar hættu þá að vera danskvæði, en urðu í stað þess les- og söng- kvæði, er höfð voru á kvöldvökum, þegar ötular hendur voru að iðju. Þær stóðust þá á við þá tegund franskra Chansons de geste, sem kallaðar voru Chansons de toile, vegna þess að farið var með þá meðan vefur var sleginn og dúkar ofnir. Um sama leyti var vald kon- ungs farið að vaxa óhuggnanlega hér og dönsk áhrif, og í kjölfar þeirra smugu hér inn hin óstuðl- uðu rangnefndu fornkvæði, sem þýdd voru og sniðin eftir hinum dönsku þjóðvísum. Þær voru ekki fyrirrennarar rímnanna, því að það hefði verið heldur en ekki öfug- streymi, ef einfaldari kvæðaháttur hefði rutt sér hér til rúms og síðan snúizt upp í flóknari hátt, en þó svo, að hinn fábreyttari háttur lifði óskertur áfram jafnhliða honum, heldur tóku þjóðvísurnar við af rímunum sem danskvæði. Þjóð- vísurnar áttu ekkert bókmennta- legt erindi hingað, heldur komu þær aðeins hingað sem undirleikur undir dansana, og áttu því svipuðu hlutverki að gegna eins og harmo- nikan nú á dögum. Þær duttu svo með öllu upp fyrir, þegar hinir nýu Evrópu-dansar hröktu gömlu dans- ana á burt, og harmonikan var því beinlínis arftaki fornkvæðanna. Þetta eru hugleiðingar leikmanns í rímnafræðum um efni, sem hon- um virðist ekki hafa verið nægur gaumur gefinn, og þær eru ekki settar fram af því, að ég þykist viss um að hafa ráðið gátuna, heldur í þeirri von, að sérfræðingar í rímna- mennt gefi sig betur að þessu efni, en hingað til hefur verið gert, svo að viðunandi lausn megi fást. Einhverjum kann að þykja þetta skipta litlu máli. Það er þó eins og það er metið. Úrlausn á þessu yrði merkur dráttur í einu línuriti ís- lenzkrar menningarsögu, því er sýnir hvaðan menningarstraumar hafa borizt hingað til lands. Það er ekki einskisvert að geta bent til ákveðins uppruna íslenzkija menn- ingarfyrirbrigða og sagt eins og kerlingin í þjóðsögunni: „Hér hafa þeir hitan úr“. ★ ★ ★ ★ ★ BRIDGE VARÚÐARSPIL EIN af hinum föstu reglum í bridge er sú, að ef vafi leikur á því hvernig spilin liggja og allt er undir því komið hvort úttekt næst, að spila þá djarft og gera ráð fyrir því að skiftingin sé spila- manni í hag. Aðrir halda aftur á móti fram, að sú regla sé sjálfsögð, að gera ætíð ráð fyrir því versta og spila var- úðarspii. Vér skulum nú athuga báðar þessar reglur í sambandi við þetta spil: Norður A x x V Á D x ♦ 9 * Á D 9 8 x x x Suður (gaf) A x x x V K 10 9 8 x ♦ Á 10 9 x * X Suður sagði fjögur hjörtu og V sló út H 2. N og A létu lág spil og S fekk slaginn á 8. Nú gerði S ráð fyrir því að V hefði eftir trompgosa og eitt eða tvö spil með honum. Það var því hætt við að hann mundi trompa láglauf úr borði, með hærra trompi en S. Nú er það svo, að í hverjum 7 til- fellum af 10, mundu hin fimm spil and- stæðinganna í hjarta og laufi vera skift 3 og 2 á hendurnar. Það er því afsakan- iegt að spila upp á það að skiftingin sé þannig. Nauðsynlegt var fyrir S að fría laufið, því að annars átti hann ekki nema sjö slagi vissa. Hvernig á að fara að því? S tók þann kostinn að „svína“ drottningu í laufi. En LK var hjá A og hann kom svo út með spaða, og spilið var tapað. Með þessari spiiamennsku braut S báðar þær regiur, sem um er að ræða: í fyrsta lagi var þetta ekki varúðarspil hjá honum, og í öðru lagi þurfti hann ekki að „svína“. Hann átti að taka með LÁ, spila svo iaufi undir tromp á hend- inni og nota HÁ og HD til þess að kom- ast inn í borði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.