Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1953, Blaðsíða 6
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS orð, til þess að geta komið því undir þýzka bragarháttinn Niebe- •lungenzeile, sem honum þó ekki hefur tekizt alveg, en ef þessi skipt- ing væri réttmæt, sem ekki getur verið, þá væri þarna að vísu örugg- lega um part úr óstuðlaðri vísu að ræða.14, Þar eð nú má telja sennilegt, og jafnvel nokkuð öruggt, að íslenzku dansarnir og mansöngsvísurnar fvrir aldurs sakir og annarra at- vika eru óháðar dönsku og norsku þjóðvísunum, þá verða allt minni líkurnar á því, að rímurnar eigi upptök sín í þeim, svo gerólíkar eru þær þeim einnig að öllum svip, en þó skal þetta athugað nokkuð. Það ber öllum saman um það, að hin norðurfrönsku söguljóð, sem Frakkar kalla Chansons de geste, séu grundvöllur rímnanna, ef ekki beint þá óbeint. Elztu kvæði þeirrar tegundar, sem til eru, eru talin vera frá öndverðri 12. öld, en vafalaust er talið, að kvæðagerð þessi sé allmjög eldri, enda sér hennar stað á 11. öld í proven<jölsk- um kveðskap. Mun hún því vera eldri en það- Það þýðir ekkert að miða upprunalegan aldur slíkra kvæða einhliða við aldur þess, sem elzt hefur geymzt af þeim, því að slíkt getur í sjálfu sér verið tiltölu- lega ungt, og geymdinni ræður að miklu leyti tilviljun. — ★ — Því hefur verið haldið fram bæði af herra Vilhjálmi, dr. Birni Þór- ólfssyni og öðrum málsmetandi mönnum, að frumgerð rímanna hér á landi hafi verið ein einstök ríma mansöngslaus, en síðan hafi ríman klofnað í tvo eða fleiri bálka — rímur — með mismunandi brag- háttum og mansöng fyrir einum eða fleirum þeirra og svo koll af kolli, unz rímurnar eins og þær eru nú á dögum voru fullmyndaðar, og er þetta óyggjandi. Dr. Björn Þór- ólfsson heldur því og fram, að Ólafs ríma Haraldssonar sé elzt þeirra rimna, sem nú eru til. Hann telur hana orta um 1360—70, og verða orð svo gerhuguls fræðimanns ekki rengd, enda kemur þetta vel heim við ævi og aldur höfundarins, Ein- ars lögmanns Gilssonar. Er hún ein ríma mansöngslaus. Nokkuð jafn- aldra henni virðist hann telja Sörla rímur, en þær eru 5 talsins óglatað- ar. og eru til þrjú erindi framan af 6. rímu. Mansöngur er fyrir 1. rímu, Qg erindin, sem til eru af 6. rímu eru úr mansöng. Þarna mæta manni því á sama tíma tvennar ólíkar rímur. Aðrar, Ólafs ríma, standa að gerð nálægt hinum frönsku Chansorts de geste, sem alltaf voru eitt samfelJt kvæðí, og enginn fylgdi þeim rriarisöngurinn. Hinar, Sörla rímur, standa náerri rímum síðari tíma, því að þéim er skipt í margakafla, þær eru með mansöngum, én að því leyti eru þær frábrugðnar rímum síðari alda, að ekki er mansöngur fyrir hverri rímu. Það er alveg berlegt, að hér er staðið á tímamótum í rímna- kveðskap íslendinga. Hin forna, upprunalega ríma, hinn íslenzki Chanson de geste er enn við líði, en hinar þjóðlegu íslenzku rímur, eins og þeim er ætlað að verða, eru að mótast. Nú er spurningin: hve- nær fluttust Chansons de geste hingað, og hvað eiga þessar tvær rímur, sem nefndar voru, langan feril annarra nú týndra rímna að baki sér? Dr. Björn Þórólfsson heldur því fram, að þessar tvær rímur séu svo fast mótaðar, að rímnagerð geti enganvegin hafa verið nýbyrjuð, þegar þær Voru ortar- Hann telur þó rímnaferllinn á undan þeim ekki hafa verið ýkja langan,'því' að hahn ætlar rímna- gerð áreiðanlega hafa hafizt fyrir miðja 14. öld, líklega á fyrstu ára- tugunum eftir 1300. Eftir þeirri kenningu ætti rímnakveðskapurinn á örfáum áratugum, lengst um 50 árum, að hafa verið kominn á þau gatnamót, sem við hittum hann hjá Ólafs rímu og Sörla rímum. Auð- vitað skortir mig, sem er leikmað- ur í rímnamennt, skilyrði til þess að setja skoðun mína í þessu efni upp á móti kenningum slíks manns sem dr. Björns Þórólfssonar, en ég get ekki neitað því, að mér þykir þróuninni hafa verið gefið allt of lítið svigrúm hjá honum. Ég er nokkuð betur á vegi staddur á öðr- um sviðum íslenzkrar sögu á þessu tímabili, og þykir þessi hraði stinga allmjög í stúf við hæglætið á öðr- um sviðum. Hinar strjálu og fáu samgöngur þeirra daga ollu því, að yfirleitt voru menn miklu meira hægfara þá, en nú er, og öll fram- þróun varð fyrir bragðið miklu silalegri en nú. Mér ’ þættí miklu Iiklegra, að öld hefði þurft íeða meira til þess að skaþá það bil, sem er milli Ólafs rímu og Sörla rímna. Ef hinir frönsku mansöngvar gátu borizt hingað fyrir 1100, þykir mér beinlínis líklegt að hetju- kvæðin frönsku — les Chansons de geste — hafi orðið þeim samferða, ef til vill stundum með viðkomu á Englandi. Þegar hingað koih voru samin íslerízk hetjukvæði eftir sniðum hinna frönsku, og þar með var ríman komin — ríman eina. Og svo var dansað og skemmt sér ákaf- lega lengi undir söng rímunnar og mansöngsins, unz ríman fór að lengjast og klofna í kafla og þau fóru að draga sig saman mansöng- urinn og hún, og á því skeiði mæt- um við þeim í Sörla rímum, Lokr- um, Friðþjófs rímum, Vargstökum o. s. frv. Og enn eitt frumstæðara millistig milli hinna fullkomnu rímna, eins og þær að lokum urðu, og hins íslenzka Chanson de geste — rímunnar einu — finnum við í rímunum mansöngslausu en flokkaskiptu eins og t. d. Völsungs rímum og Þrymlum. Þegar fram í ’ > -- 4« í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.